Mega ekki meiða Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2014 09:46 Margir hafa fordæmt málflutning framsóknarmanna í Reykjavík um múslíma í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Það er ljóst að þessar efasemdir ná einnig inn í raðir flokksins. Fjölmargir frammámenn hafa sagt sig úr flokknum og gerð var heiðarleg tilraun til að fordæma þennan málflutning á síðasta miðstjórnarfundi en hún var barin niður. Til að bæta gráu ofan á svart þá á forsætisráðherra, samkvæmt fréttaflutningi frá fundinum, að hafa verið fremstur í flokki þeirra sem vildu standa vörð um þennan málflutning. Í síðasta mánuði kvað Mannréttindadómstóll Evrópu upp dóm í máli S.A.S. gegn Frakklandi. Málið hefur verið kallað blæjubannsmálið og snerist um lögmæti banns franskra stjórnvalda við að hylja andlit á almannafæri. Þar komst dómstóllinn með naumum meirihluta að þeirri niðurstöðu að bannið stæðist ákvæði mannréttindasáttmálans. Í niðurstöðunni er einnig fjallað um umræðu sem skapaðist í frönsku þjóðfélagi (reyndar um allan heim) og lýst sérstaklega yfir áhyggjum af því að í aðdraganda lagasetningarinnar hafi umræða í Frakklandi oft og tíðum markast af hatursfullum ummælum í garð múslíma. Dómstóllinn sagði að þegar ríki réðist í lagasetningu af þessu tagi þá tæki það þá áhættu að festa í sessi neikvæðar staðalímyndir af minnihlutahópum. Slíkt gæti hvatt einhverja íbúa landsins til að tjá fordómafullar skoðanir á þeim þegar ríki hefðu, þvert á móti, skýlausa skyldu til að boða umburðarlyndi. Dómstóllinn ítrekaði að ummæli sem fælu í sér almennar og afdráttarlausar árásir á trúarhóp eða þjóðarbrot gengju gegn grunngildum Mannréttindasáttmálans um umburðarlyndi, félagslegan frið og jafnræði og féllu ekki undir tjáningarfrelsi í skilningi hans. Þegar oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík hóf umræðu um fyrirhugaða mosku, setti hana í samhengi við nauðungarhjónabönd, leyfði eigin Facebook-síðu að vera gróðrarstía mannhaturs í ummælakerfi og bætti um betur og „lækaði“ fordómafullar færslur frá öðrum, þá var hann, vægt til orða tekið, ekki að boða umburðarlyndi í íslensku þjóðfélagi. Þvert á móti var oddvitinn að kynda undir neikvæðum staðalímyndum af múslímum og óhætt er að segja að útspil hans hafi fleytt af stað hatursfullri umræðu sem var nánast öll byggð á ótrúlegri fáfræði og fordómum. Það er jafnvel hægt að ganga svo langt að segja að þetta útspil hafi falið í sér árás á múslímska minnihlutann hér á landi. Oddvitinn getur ekki á nokkurn hátt skýlt sér á bak við tjáningarfrelsi eins og ítrekaðar fullyrðingar framsóknarmanna um „þöggun“ gáfu til kynna. Allt slík tal er, eins og margoft hefur komið fram í dómum Mannréttindadómstólsins, ekkert annað en gróf tilraun til að misnota mannréttindi. Enginn, hvorki oddviti Framsóknar né nokkur annar, hefur þau mannréttindi að leyfast að meiða aðra. Ábyrgð formanns flokksins er sömuleiðis mikil, sérstaklega í ljósi þess að hann er einnig forsætisráðherra. Með því að neita að fordæma málflutning oddvitans og hindra persónulega að hann sé fordæmdur af flokknum er hann í raun að bregðast þeirri skýlausu skyldu sinni, sem einn æðsti embættismaður hér á landi, að boða umburðarlyndi gagnvart öllum þegnum landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun
Margir hafa fordæmt málflutning framsóknarmanna í Reykjavík um múslíma í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Það er ljóst að þessar efasemdir ná einnig inn í raðir flokksins. Fjölmargir frammámenn hafa sagt sig úr flokknum og gerð var heiðarleg tilraun til að fordæma þennan málflutning á síðasta miðstjórnarfundi en hún var barin niður. Til að bæta gráu ofan á svart þá á forsætisráðherra, samkvæmt fréttaflutningi frá fundinum, að hafa verið fremstur í flokki þeirra sem vildu standa vörð um þennan málflutning. Í síðasta mánuði kvað Mannréttindadómstóll Evrópu upp dóm í máli S.A.S. gegn Frakklandi. Málið hefur verið kallað blæjubannsmálið og snerist um lögmæti banns franskra stjórnvalda við að hylja andlit á almannafæri. Þar komst dómstóllinn með naumum meirihluta að þeirri niðurstöðu að bannið stæðist ákvæði mannréttindasáttmálans. Í niðurstöðunni er einnig fjallað um umræðu sem skapaðist í frönsku þjóðfélagi (reyndar um allan heim) og lýst sérstaklega yfir áhyggjum af því að í aðdraganda lagasetningarinnar hafi umræða í Frakklandi oft og tíðum markast af hatursfullum ummælum í garð múslíma. Dómstóllinn sagði að þegar ríki réðist í lagasetningu af þessu tagi þá tæki það þá áhættu að festa í sessi neikvæðar staðalímyndir af minnihlutahópum. Slíkt gæti hvatt einhverja íbúa landsins til að tjá fordómafullar skoðanir á þeim þegar ríki hefðu, þvert á móti, skýlausa skyldu til að boða umburðarlyndi. Dómstóllinn ítrekaði að ummæli sem fælu í sér almennar og afdráttarlausar árásir á trúarhóp eða þjóðarbrot gengju gegn grunngildum Mannréttindasáttmálans um umburðarlyndi, félagslegan frið og jafnræði og féllu ekki undir tjáningarfrelsi í skilningi hans. Þegar oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík hóf umræðu um fyrirhugaða mosku, setti hana í samhengi við nauðungarhjónabönd, leyfði eigin Facebook-síðu að vera gróðrarstía mannhaturs í ummælakerfi og bætti um betur og „lækaði“ fordómafullar færslur frá öðrum, þá var hann, vægt til orða tekið, ekki að boða umburðarlyndi í íslensku þjóðfélagi. Þvert á móti var oddvitinn að kynda undir neikvæðum staðalímyndum af múslímum og óhætt er að segja að útspil hans hafi fleytt af stað hatursfullri umræðu sem var nánast öll byggð á ótrúlegri fáfræði og fordómum. Það er jafnvel hægt að ganga svo langt að segja að þetta útspil hafi falið í sér árás á múslímska minnihlutann hér á landi. Oddvitinn getur ekki á nokkurn hátt skýlt sér á bak við tjáningarfrelsi eins og ítrekaðar fullyrðingar framsóknarmanna um „þöggun“ gáfu til kynna. Allt slík tal er, eins og margoft hefur komið fram í dómum Mannréttindadómstólsins, ekkert annað en gróf tilraun til að misnota mannréttindi. Enginn, hvorki oddviti Framsóknar né nokkur annar, hefur þau mannréttindi að leyfast að meiða aðra. Ábyrgð formanns flokksins er sömuleiðis mikil, sérstaklega í ljósi þess að hann er einnig forsætisráðherra. Með því að neita að fordæma málflutning oddvitans og hindra persónulega að hann sé fordæmdur af flokknum er hann í raun að bregðast þeirri skýlausu skyldu sinni, sem einn æðsti embættismaður hér á landi, að boða umburðarlyndi gagnvart öllum þegnum landsins.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun