Kjartan Henry: Þykist ekki vera einhver Mel Gibson Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. júlí 2014 21:35 Kjartan Henry í fyrri leiknum á KR-vellinum. vísir/arnþór „Þetta var mjög erfitt,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR, við Vísi í kvöld eftir 4-0 tapið gegn Celtic ytra í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. KR tapaði fyrri leiknum heima, 1-0, og einvíginu samanlagt, 5-0, en Skotlandsmeistararnir voru virkilega öflugir í kvöld og komust snemma 2-0 yfir. „Það var virkilega erfitt að fá á sig mark svona snemma, en við reyndum okkar besta og spiluðum ágætis leik þó það hljómi kannski skringilega,“ sagði Kjartan Henry. „Þetta er bara klassalið sem spilaði betur en við áttum kannski von á. Svona fór þetta bara. Við verðum bara að ná okkur eftir þetta og einbeita okkur að næsta verkefni.“ Framherjinn vildi þó ekki meina að Celtic-menn hefðu verið eitthvað að slaka á hér heima þó þar hafi KR-inga haldið betur í við þá. „Alls ekki. Við fengum bara tvö mörk á okkur frekar snemma í kvöld úr horni. Svona gerist. Það drap allt niður og við förum inn í hálfleik 3-0 undir. Við reyndum að halda hreinu í seinni hálfleik og pota inn einu. Við fengum fín færi, en þetta gekk ekki í dag. Þetta er hundfúlt og lítur illa út, en við stóðum okkur ágætlega engu að síður,“ sagði Kjartan Henry sem fór úr axlarlið í fyrri hálfleik. „Þetta hefur komið fyrir áður. Ég þarf eitthvað að fara að styrkja öxlina,“ sagði hann og hló við. Hann viðurkennir fúslega að það sé sárt að láta kippa sér aftur í lið. „Já, ég ætla ekki að þykjast vera einhver Mel Gibson. Þetta er auðvitað búið að gerast svo oft núna að þetta venst. En þetta er auðvitað sárt og var það sérstaklega í fyrsta skiptið,“ sagði Kjartan Henry finnbogason. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Celtic fór létt með KR í Skotlandi Íslandsmeistararnir úr leik í Meistaradeildinni eftir 4-0 tap í Edinborg. 22. júlí 2014 16:48 Þjálfari Celtic: Ekki besti mótherjinn sem við mætum Norðmaðurinn ánægður með stórsigurinn á KR í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 22. júlí 2014 21:16 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sjá meira
„Þetta var mjög erfitt,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR, við Vísi í kvöld eftir 4-0 tapið gegn Celtic ytra í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. KR tapaði fyrri leiknum heima, 1-0, og einvíginu samanlagt, 5-0, en Skotlandsmeistararnir voru virkilega öflugir í kvöld og komust snemma 2-0 yfir. „Það var virkilega erfitt að fá á sig mark svona snemma, en við reyndum okkar besta og spiluðum ágætis leik þó það hljómi kannski skringilega,“ sagði Kjartan Henry. „Þetta er bara klassalið sem spilaði betur en við áttum kannski von á. Svona fór þetta bara. Við verðum bara að ná okkur eftir þetta og einbeita okkur að næsta verkefni.“ Framherjinn vildi þó ekki meina að Celtic-menn hefðu verið eitthvað að slaka á hér heima þó þar hafi KR-inga haldið betur í við þá. „Alls ekki. Við fengum bara tvö mörk á okkur frekar snemma í kvöld úr horni. Svona gerist. Það drap allt niður og við förum inn í hálfleik 3-0 undir. Við reyndum að halda hreinu í seinni hálfleik og pota inn einu. Við fengum fín færi, en þetta gekk ekki í dag. Þetta er hundfúlt og lítur illa út, en við stóðum okkur ágætlega engu að síður,“ sagði Kjartan Henry sem fór úr axlarlið í fyrri hálfleik. „Þetta hefur komið fyrir áður. Ég þarf eitthvað að fara að styrkja öxlina,“ sagði hann og hló við. Hann viðurkennir fúslega að það sé sárt að láta kippa sér aftur í lið. „Já, ég ætla ekki að þykjast vera einhver Mel Gibson. Þetta er auðvitað búið að gerast svo oft núna að þetta venst. En þetta er auðvitað sárt og var það sérstaklega í fyrsta skiptið,“ sagði Kjartan Henry finnbogason.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Celtic fór létt með KR í Skotlandi Íslandsmeistararnir úr leik í Meistaradeildinni eftir 4-0 tap í Edinborg. 22. júlí 2014 16:48 Þjálfari Celtic: Ekki besti mótherjinn sem við mætum Norðmaðurinn ánægður með stórsigurinn á KR í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 22. júlí 2014 21:16 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sjá meira
Celtic fór létt með KR í Skotlandi Íslandsmeistararnir úr leik í Meistaradeildinni eftir 4-0 tap í Edinborg. 22. júlí 2014 16:48
Þjálfari Celtic: Ekki besti mótherjinn sem við mætum Norðmaðurinn ánægður með stórsigurinn á KR í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 22. júlí 2014 21:16