Vígasveitir þessara herskáu súnní-múslima lýstu nýlega yfir stofnun kalífadæmis í hluta Sýrlands og Íraks.
AP fréttastofan segir að búðareigendum í Mosul hafi verið skipað að hylja andlit bæði karlkyns og kvenkyns gína, í samræmi við túlkun ISIS-liða á sjaríalögum sem banna styttur eða önnur verk sem sýna lögun manneskju.
