Ódýrara að ferðast með einkaþotu en með lággjaldaflugfélögum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 23. júlí 2014 13:29 Hér má sjá einkaþotu sem var á Reykjavíkurflugvelli í síðasta mánuði. Kannski hefur það bara verið ódýrt flug. Vísir/Valli Nú er hægt að spara með því að ferðast frekar með einkaþotu en að fljúga með lággjaldaflugfélögum. Fyrirtækið PrivateFly býður nú upp á ódýrari fargjöld en flugfélagið EasyJet, sem er þekkt fyrir sitt lága verðlag, á ákveðnum flugleiðum.Umfjöllun um þetta óvenjulega tilboð má finna í breska miðlinum Telepgraph. Þar kemur fram að hægt er að ferðast á milli London til frönsku borgarinnar Cannes fyrir 171 pund á manninn, sem gerir um 33 þúsund krónur. Að ferðast með EasyJet frá London til Nice kostar 183 pund eða um 36 þúsund krónur. Um 42 kílómetrar eru á milli Cannes og Nice og því spara þeir sem vilja fara til Cannes talsverðan pening með því að fljúga með einkaþotu. Verðið á flugfari með einkaþotum er því sambærilegt því sem flugfélög á almennum markaði bjóða. Hægt er að fljúga til Parísar frá London á sama verði með einkaþotu og ódýrustu miðarnir með British Airways kosta, sömu leið. Adam Twidell, forstjóri PrivateFly, segir að fyrirtækið bjóði upp á sérstök tilboð á ákveðnum flugleiðum með stuttum fyrirvara. Þegar fyrirtækið fær spurnir af því að einkaþotur þurfi að ferðast tómar á milli borga (sem á ensku er kallað „empty leg“), býður það viðskiptavinum sínum að kaupa ódýrt far með vélinni. Verð fargjaldsins fer eftir því hvernig flugvél er flogið með, en viðskiptavinir þurfa ekki að hafa áhyggjur af því hversu margir ferðast með vélinni. Hægt er að kaupa stakan miða í einkaþotuna. Tidwell viðurkennir að PrivateFly geti ekki alltaf tryggt viðskiptavinum sínum far aftur heim. Stundum gengur það upp en oft þurfa viðskiptavinirnir að leita til annarra flugfélaga til þess að komast heim. En það breytir því ekki að verðið á sumum fargjöldum veitir fólki tækifæri til þess að upplifa lúxus fyrir lítinn pening. Í umfjöllun Telegraph um málið kemur til dæmis fram að hægt er að spara talsverðar upphæðir í lengri flugum – sérstaklega þegar verðið á fargjöldum PrivateFly er borið saman við verðið á fyrsta farrými ýmissa flugfélaga.Uppfært 14:55Upphaflega var hlekkur inni í fréttinni sem sýndi leiðina á milli Nice og þorpsins Cannes Ecluse, en ekki Nice og borgarinnar Cannes. Það hefur nú verið leiðrétt. Vísir þakkar ábendingar lesenda. Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Nú er hægt að spara með því að ferðast frekar með einkaþotu en að fljúga með lággjaldaflugfélögum. Fyrirtækið PrivateFly býður nú upp á ódýrari fargjöld en flugfélagið EasyJet, sem er þekkt fyrir sitt lága verðlag, á ákveðnum flugleiðum.Umfjöllun um þetta óvenjulega tilboð má finna í breska miðlinum Telepgraph. Þar kemur fram að hægt er að ferðast á milli London til frönsku borgarinnar Cannes fyrir 171 pund á manninn, sem gerir um 33 þúsund krónur. Að ferðast með EasyJet frá London til Nice kostar 183 pund eða um 36 þúsund krónur. Um 42 kílómetrar eru á milli Cannes og Nice og því spara þeir sem vilja fara til Cannes talsverðan pening með því að fljúga með einkaþotu. Verðið á flugfari með einkaþotum er því sambærilegt því sem flugfélög á almennum markaði bjóða. Hægt er að fljúga til Parísar frá London á sama verði með einkaþotu og ódýrustu miðarnir með British Airways kosta, sömu leið. Adam Twidell, forstjóri PrivateFly, segir að fyrirtækið bjóði upp á sérstök tilboð á ákveðnum flugleiðum með stuttum fyrirvara. Þegar fyrirtækið fær spurnir af því að einkaþotur þurfi að ferðast tómar á milli borga (sem á ensku er kallað „empty leg“), býður það viðskiptavinum sínum að kaupa ódýrt far með vélinni. Verð fargjaldsins fer eftir því hvernig flugvél er flogið með, en viðskiptavinir þurfa ekki að hafa áhyggjur af því hversu margir ferðast með vélinni. Hægt er að kaupa stakan miða í einkaþotuna. Tidwell viðurkennir að PrivateFly geti ekki alltaf tryggt viðskiptavinum sínum far aftur heim. Stundum gengur það upp en oft þurfa viðskiptavinirnir að leita til annarra flugfélaga til þess að komast heim. En það breytir því ekki að verðið á sumum fargjöldum veitir fólki tækifæri til þess að upplifa lúxus fyrir lítinn pening. Í umfjöllun Telegraph um málið kemur til dæmis fram að hægt er að spara talsverðar upphæðir í lengri flugum – sérstaklega þegar verðið á fargjöldum PrivateFly er borið saman við verðið á fyrsta farrými ýmissa flugfélaga.Uppfært 14:55Upphaflega var hlekkur inni í fréttinni sem sýndi leiðina á milli Nice og þorpsins Cannes Ecluse, en ekki Nice og borgarinnar Cannes. Það hefur nú verið leiðrétt. Vísir þakkar ábendingar lesenda.
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira