Biður fólk um að dæma ekki Ísraela Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. júlí 2014 11:09 "Þetta er eilíf hryðjuverkaógn. Alla daga, allan ársins hring.“ vísir/afp „Hér er lítil áróðursmaskína sem er óþreytandi við að breiða út áróður gegn Ísrael. Þetta er fámennur en hávær hópur, sem ég kalla auðtrúa Íslendinga, að fordæma Ísraela,“ sagði Ólöf Einarsdóttir í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Þúsundir söfnuðust saman á Ingólfstorgi í gær til að mótmæla framferði Ísraelshers á Gasa undanfarnar vikur. Stríðsástand ríkir á Gasasvæðinu og átökin þau blóðugustu í áraraðir. Hundruð óbreyttra borgara liggja nú í valnum og þúsundir eru særðir. Ólöfu Einarsdóttur finnst umræðan um Ísraela og Palestínumenn hafa þróast á rangan veg. Ekki sé rétt að taka afstöðu til ákveðins hóps, þegar skilningur á málinu er jafnvel ekki fyrir hendi. „Það er svo alvarlegt að setja sig í eitthvað dómarasæti. Hinn almenni borgari á Íslandi hefur engan skilning eða þekkingu á stöðu mála,“ segir Ólöf. Ólöf bjó með ísraelskum eiginmanni sínum og dóttur á samyrkjubúi í Suður-Ísrael, því svæði sem árásirnar hafa verið hvað mestar undanfarin ár. Samyrkjubúið var víggirt, sem og önnur bú og þorp á svæðinu og vaktað af hermönnum allan sólarhringinn. Loftvarnarbirgi eru inni í hverju húsi, sem kveðið er á um í byggingareglum þarlendis. „Þetta er eilíf hryðjuverkaógn. Alla daga, allan ársins hring.“Gegndarlausar árásir „Mér fannst ég samt þokkalega örugg þarna þrátt fyrir gegndarlausar árásir. En á árunum 2011 og 2012 þá skutu Hamas og fleiri hryðjuverkasamtök á Gasaströndinni um tvö þúsund eldflaugum yfir á Suður-Ísrael. Til að setja þetta í samhengi þá eru þetta um þrjár eldflaugar á dag, en þetta kom í hrinum.“ Árásirnar eru linnulausar á beggja bóga, en eru vopn Hamas talin mun vanþróaðri en háþróuð vopn Ísraelsmanna. Ólöf segir Ísraelsmenn hafa lært af sárri reynslu og því sé ógrynni fjármuna varið í að verja fólkið.„Nota almenna borgara sem mannlegan skjöld“ „Þetta er eina ástæðan fyrir því að Ísraelsmenn eru ekki að falla í eins miklum mæli og hinir og það er svo kaldhæðnislegt að Ísraelsmenn þurfi að réttlæta það. Það vita það allir sem eitthvað vita um þessa deilu að þetta eru hryðjuverkasamtök og þeir nota almenna borgara sem mannlegan skjöld. Þeir planta sér mitt á meðal borgaranna. Skjóta rótum í íbúðahverfum. Nota bakgarðafólks til að skjóta þessum eldflaugum. “ Ólöf biðlar til fólks að sýna báðum aðilum skilning og að dæma ekki fyrr en skilningur er fyrir hendi. „Þetta hryggir mig hreinlega. Ég hef sterka réttlætis- og siðferðiskennd og auðvitað hef ég samúð með óbreyttum borgurum sem liggja í valnum á Gasaströndinni. En ég fordæmi ekki Ísrael. Þau eru að berjast við hryðjuverk, hryðjuverkasamtök og við eigum að standa með þeim gegn hryðjuverkaógn.“ Gasa Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
„Hér er lítil áróðursmaskína sem er óþreytandi við að breiða út áróður gegn Ísrael. Þetta er fámennur en hávær hópur, sem ég kalla auðtrúa Íslendinga, að fordæma Ísraela,“ sagði Ólöf Einarsdóttir í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Þúsundir söfnuðust saman á Ingólfstorgi í gær til að mótmæla framferði Ísraelshers á Gasa undanfarnar vikur. Stríðsástand ríkir á Gasasvæðinu og átökin þau blóðugustu í áraraðir. Hundruð óbreyttra borgara liggja nú í valnum og þúsundir eru særðir. Ólöfu Einarsdóttur finnst umræðan um Ísraela og Palestínumenn hafa þróast á rangan veg. Ekki sé rétt að taka afstöðu til ákveðins hóps, þegar skilningur á málinu er jafnvel ekki fyrir hendi. „Það er svo alvarlegt að setja sig í eitthvað dómarasæti. Hinn almenni borgari á Íslandi hefur engan skilning eða þekkingu á stöðu mála,“ segir Ólöf. Ólöf bjó með ísraelskum eiginmanni sínum og dóttur á samyrkjubúi í Suður-Ísrael, því svæði sem árásirnar hafa verið hvað mestar undanfarin ár. Samyrkjubúið var víggirt, sem og önnur bú og þorp á svæðinu og vaktað af hermönnum allan sólarhringinn. Loftvarnarbirgi eru inni í hverju húsi, sem kveðið er á um í byggingareglum þarlendis. „Þetta er eilíf hryðjuverkaógn. Alla daga, allan ársins hring.“Gegndarlausar árásir „Mér fannst ég samt þokkalega örugg þarna þrátt fyrir gegndarlausar árásir. En á árunum 2011 og 2012 þá skutu Hamas og fleiri hryðjuverkasamtök á Gasaströndinni um tvö þúsund eldflaugum yfir á Suður-Ísrael. Til að setja þetta í samhengi þá eru þetta um þrjár eldflaugar á dag, en þetta kom í hrinum.“ Árásirnar eru linnulausar á beggja bóga, en eru vopn Hamas talin mun vanþróaðri en háþróuð vopn Ísraelsmanna. Ólöf segir Ísraelsmenn hafa lært af sárri reynslu og því sé ógrynni fjármuna varið í að verja fólkið.„Nota almenna borgara sem mannlegan skjöld“ „Þetta er eina ástæðan fyrir því að Ísraelsmenn eru ekki að falla í eins miklum mæli og hinir og það er svo kaldhæðnislegt að Ísraelsmenn þurfi að réttlæta það. Það vita það allir sem eitthvað vita um þessa deilu að þetta eru hryðjuverkasamtök og þeir nota almenna borgara sem mannlegan skjöld. Þeir planta sér mitt á meðal borgaranna. Skjóta rótum í íbúðahverfum. Nota bakgarðafólks til að skjóta þessum eldflaugum. “ Ólöf biðlar til fólks að sýna báðum aðilum skilning og að dæma ekki fyrr en skilningur er fyrir hendi. „Þetta hryggir mig hreinlega. Ég hef sterka réttlætis- og siðferðiskennd og auðvitað hef ég samúð með óbreyttum borgurum sem liggja í valnum á Gasaströndinni. En ég fordæmi ekki Ísrael. Þau eru að berjast við hryðjuverk, hryðjuverkasamtök og við eigum að standa með þeim gegn hryðjuverkaógn.“
Gasa Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira