Atli: Var búinn að kaupa miða á Þjóðhátíð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. júlí 2014 22:46 Atli Jóhannsson fiskaði víti sem Ólafur Karl Finsen skoraði úr. vísir/daníel Atli Jóhannsson brosti breitt í viðtölum við fjölmiðla eftir 3-2 sigur Stjörnunnar á Motherwell í kvöld en hann tryggði sínum mönnum sigur með glæsilegu marki í framlengingu. „Það var smá yfirvinna hjá okkur í dag en Ingvar var eitthvað slappur í markinu og við ákváðum að sleppa vítakeppninni,“ sagði Atli í léttum dúr. Markið dýrmæta skoraði hann eftir að hafa fengið boltann eftir innkast Ólafs Karls Finsen en Atli viðurkenndi að hann hafi ekki verið að hugsa neitt sérstakt þegar hann lét bara vaða að marki. „Það kom hlaup frá framliggjandi miðjumanni og ég fór því í hans stöðu. Það fylgdi mér enginn og þá var ekkert annað að gera en að negla á markið, enda með vindinn í bakið.“ Atli virtist einfaldlega hissa þegar hann horfði á eftir boltanum í markið. „Ég sá ekki hvert boltinn fór. Ég hélt fyrst að hann hafði farið yfir. Svo sá ég Ólaf Karl brosa út að eyrum og þá þurfti maður að finna eitthvað fagn. Það gekk eitthvað illa - menn trúðu þessu bara ekki.“ Hann lofaði þó lið Motherwell og sagði að þar væri sterkt lið á ferð. „Ég held að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir hversu öflugt þetta lið er. Það er mikill hraði í spilinu og alltaf eitthvað að gerast - því var það svo sterkt hjá okkur að koma til baka, og það tvisvar.“ „Þetta er skemmtilegt. Á þessum lifum við. Stuðningsmennirnir voru frábærir og menn vilja oft hætta að hvetja þegar liðið lendir undir en það gerðist ekki í kvöld. Við þurfum líka á slíkum stuðningi að halda og þeir hjálpuðu okkur að koma til baka.“ Stjarnan mætir næst Lech Poznan frá Póllandi og Atla líst vel á þá rimmu. „Ég var reyndar búinn að bóka miða á Þjóðhátíð og þarf því að breyta mínum plönum eitthvað. En þetta er ævintýri sem heldur áfram hjá okkur.“ Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Motherwell 3-2 | Milljónamark Atla Atli Jóhannsson skaut Stjörnunni áfram í Evrópudeildinni með ótrúlegu marki. 24. júlí 2014 17:11 Toft fékk í magann Rene Toft, leikmaður Stjörnunnar, þurfti að fara á klósettið í framlengingunni gegn Motherwell í kvöld. 24. júlí 2014 22:44 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
Atli Jóhannsson brosti breitt í viðtölum við fjölmiðla eftir 3-2 sigur Stjörnunnar á Motherwell í kvöld en hann tryggði sínum mönnum sigur með glæsilegu marki í framlengingu. „Það var smá yfirvinna hjá okkur í dag en Ingvar var eitthvað slappur í markinu og við ákváðum að sleppa vítakeppninni,“ sagði Atli í léttum dúr. Markið dýrmæta skoraði hann eftir að hafa fengið boltann eftir innkast Ólafs Karls Finsen en Atli viðurkenndi að hann hafi ekki verið að hugsa neitt sérstakt þegar hann lét bara vaða að marki. „Það kom hlaup frá framliggjandi miðjumanni og ég fór því í hans stöðu. Það fylgdi mér enginn og þá var ekkert annað að gera en að negla á markið, enda með vindinn í bakið.“ Atli virtist einfaldlega hissa þegar hann horfði á eftir boltanum í markið. „Ég sá ekki hvert boltinn fór. Ég hélt fyrst að hann hafði farið yfir. Svo sá ég Ólaf Karl brosa út að eyrum og þá þurfti maður að finna eitthvað fagn. Það gekk eitthvað illa - menn trúðu þessu bara ekki.“ Hann lofaði þó lið Motherwell og sagði að þar væri sterkt lið á ferð. „Ég held að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir hversu öflugt þetta lið er. Það er mikill hraði í spilinu og alltaf eitthvað að gerast - því var það svo sterkt hjá okkur að koma til baka, og það tvisvar.“ „Þetta er skemmtilegt. Á þessum lifum við. Stuðningsmennirnir voru frábærir og menn vilja oft hætta að hvetja þegar liðið lendir undir en það gerðist ekki í kvöld. Við þurfum líka á slíkum stuðningi að halda og þeir hjálpuðu okkur að koma til baka.“ Stjarnan mætir næst Lech Poznan frá Póllandi og Atla líst vel á þá rimmu. „Ég var reyndar búinn að bóka miða á Þjóðhátíð og þarf því að breyta mínum plönum eitthvað. En þetta er ævintýri sem heldur áfram hjá okkur.“
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Motherwell 3-2 | Milljónamark Atla Atli Jóhannsson skaut Stjörnunni áfram í Evrópudeildinni með ótrúlegu marki. 24. júlí 2014 17:11 Toft fékk í magann Rene Toft, leikmaður Stjörnunnar, þurfti að fara á klósettið í framlengingunni gegn Motherwell í kvöld. 24. júlí 2014 22:44 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Motherwell 3-2 | Milljónamark Atla Atli Jóhannsson skaut Stjörnunni áfram í Evrópudeildinni með ótrúlegu marki. 24. júlí 2014 17:11
Toft fékk í magann Rene Toft, leikmaður Stjörnunnar, þurfti að fara á klósettið í framlengingunni gegn Motherwell í kvöld. 24. júlí 2014 22:44
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti