Atli: Var búinn að kaupa miða á Þjóðhátíð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. júlí 2014 22:46 Atli Jóhannsson fiskaði víti sem Ólafur Karl Finsen skoraði úr. vísir/daníel Atli Jóhannsson brosti breitt í viðtölum við fjölmiðla eftir 3-2 sigur Stjörnunnar á Motherwell í kvöld en hann tryggði sínum mönnum sigur með glæsilegu marki í framlengingu. „Það var smá yfirvinna hjá okkur í dag en Ingvar var eitthvað slappur í markinu og við ákváðum að sleppa vítakeppninni,“ sagði Atli í léttum dúr. Markið dýrmæta skoraði hann eftir að hafa fengið boltann eftir innkast Ólafs Karls Finsen en Atli viðurkenndi að hann hafi ekki verið að hugsa neitt sérstakt þegar hann lét bara vaða að marki. „Það kom hlaup frá framliggjandi miðjumanni og ég fór því í hans stöðu. Það fylgdi mér enginn og þá var ekkert annað að gera en að negla á markið, enda með vindinn í bakið.“ Atli virtist einfaldlega hissa þegar hann horfði á eftir boltanum í markið. „Ég sá ekki hvert boltinn fór. Ég hélt fyrst að hann hafði farið yfir. Svo sá ég Ólaf Karl brosa út að eyrum og þá þurfti maður að finna eitthvað fagn. Það gekk eitthvað illa - menn trúðu þessu bara ekki.“ Hann lofaði þó lið Motherwell og sagði að þar væri sterkt lið á ferð. „Ég held að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir hversu öflugt þetta lið er. Það er mikill hraði í spilinu og alltaf eitthvað að gerast - því var það svo sterkt hjá okkur að koma til baka, og það tvisvar.“ „Þetta er skemmtilegt. Á þessum lifum við. Stuðningsmennirnir voru frábærir og menn vilja oft hætta að hvetja þegar liðið lendir undir en það gerðist ekki í kvöld. Við þurfum líka á slíkum stuðningi að halda og þeir hjálpuðu okkur að koma til baka.“ Stjarnan mætir næst Lech Poznan frá Póllandi og Atla líst vel á þá rimmu. „Ég var reyndar búinn að bóka miða á Þjóðhátíð og þarf því að breyta mínum plönum eitthvað. En þetta er ævintýri sem heldur áfram hjá okkur.“ Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Motherwell 3-2 | Milljónamark Atla Atli Jóhannsson skaut Stjörnunni áfram í Evrópudeildinni með ótrúlegu marki. 24. júlí 2014 17:11 Toft fékk í magann Rene Toft, leikmaður Stjörnunnar, þurfti að fara á klósettið í framlengingunni gegn Motherwell í kvöld. 24. júlí 2014 22:44 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Atli Jóhannsson brosti breitt í viðtölum við fjölmiðla eftir 3-2 sigur Stjörnunnar á Motherwell í kvöld en hann tryggði sínum mönnum sigur með glæsilegu marki í framlengingu. „Það var smá yfirvinna hjá okkur í dag en Ingvar var eitthvað slappur í markinu og við ákváðum að sleppa vítakeppninni,“ sagði Atli í léttum dúr. Markið dýrmæta skoraði hann eftir að hafa fengið boltann eftir innkast Ólafs Karls Finsen en Atli viðurkenndi að hann hafi ekki verið að hugsa neitt sérstakt þegar hann lét bara vaða að marki. „Það kom hlaup frá framliggjandi miðjumanni og ég fór því í hans stöðu. Það fylgdi mér enginn og þá var ekkert annað að gera en að negla á markið, enda með vindinn í bakið.“ Atli virtist einfaldlega hissa þegar hann horfði á eftir boltanum í markið. „Ég sá ekki hvert boltinn fór. Ég hélt fyrst að hann hafði farið yfir. Svo sá ég Ólaf Karl brosa út að eyrum og þá þurfti maður að finna eitthvað fagn. Það gekk eitthvað illa - menn trúðu þessu bara ekki.“ Hann lofaði þó lið Motherwell og sagði að þar væri sterkt lið á ferð. „Ég held að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir hversu öflugt þetta lið er. Það er mikill hraði í spilinu og alltaf eitthvað að gerast - því var það svo sterkt hjá okkur að koma til baka, og það tvisvar.“ „Þetta er skemmtilegt. Á þessum lifum við. Stuðningsmennirnir voru frábærir og menn vilja oft hætta að hvetja þegar liðið lendir undir en það gerðist ekki í kvöld. Við þurfum líka á slíkum stuðningi að halda og þeir hjálpuðu okkur að koma til baka.“ Stjarnan mætir næst Lech Poznan frá Póllandi og Atla líst vel á þá rimmu. „Ég var reyndar búinn að bóka miða á Þjóðhátíð og þarf því að breyta mínum plönum eitthvað. En þetta er ævintýri sem heldur áfram hjá okkur.“
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Motherwell 3-2 | Milljónamark Atla Atli Jóhannsson skaut Stjörnunni áfram í Evrópudeildinni með ótrúlegu marki. 24. júlí 2014 17:11 Toft fékk í magann Rene Toft, leikmaður Stjörnunnar, þurfti að fara á klósettið í framlengingunni gegn Motherwell í kvöld. 24. júlí 2014 22:44 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Motherwell 3-2 | Milljónamark Atla Atli Jóhannsson skaut Stjörnunni áfram í Evrópudeildinni með ótrúlegu marki. 24. júlí 2014 17:11
Toft fékk í magann Rene Toft, leikmaður Stjörnunnar, þurfti að fara á klósettið í framlengingunni gegn Motherwell í kvöld. 24. júlí 2014 22:44