Rikki G missti sig í útsendingu: "Það má segja að ég hafi fengið röddina frá mömmu" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 25. júlí 2014 16:52 Stórkostlegt sigurmark Atla Jóhannssonar fyrir Stjörnuna í gær vakti mikla athygli. En lýsing Ríkharðs Óskar Guðnasonar, sem er einnig þekktur sem Rikki G, vakti ekki síður athygli. Þegar Atli skoraði hreinlega trylltist Ríkharð og lýsti markinu af rosalegri innlifun, og má heyra það hér að ofan. „Það má segja að ég hafi fengið röddina frá mömmu minni. Þannig að þegar ég fer upp á háa C-ið fer Vínardrengjakórinn að spyrja hvað er að frétta,“ segir hann og heldur áfram kátur: „Satt best að segja fannst mér, í svona fimm sekúndur, eins og ég væri bara einn heima í stofu að horfa á leikinn. Svo þegar ég sá Loga Ólafsson hlæja fattaði ég að ég var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Svo spilaði það líka inn í viðbrögðin hvernig stúkan brást við. Ég hélt bara að stúkan myndi gefa sig. Þetta var bara yndislegt.“Markið var auðvitað magnað. „Já, ég held að margir geri sér kannski ekki alveg grein fyrir þessu. Þetta er rosalegt augnablik. Þarna er Atli að skora stórkostlegt mark fyrir Stjörnuna í Evrópukeppni. Leikurinn er gegn gríðarlega sterkum andstæðingi, við skulum athuga að Motherwell var í öðru sæti skosku úrvalsdeildarinnar í fyrra, sem er frábær árangur. Þetta er því alvöru lið. Leikurinn í gær var magnaður. Umgjörðin í Garðabænum var algjörlega til fyrirmyndar. Manni leið eins og maður væri í útlöndum að lýsa. Það er mjög gaman að fylgjast með uppganginum í Garðabæ.“ Íslenski boltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Slapp vel frá rafmagnsleysinu ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Sjá meira
Stórkostlegt sigurmark Atla Jóhannssonar fyrir Stjörnuna í gær vakti mikla athygli. En lýsing Ríkharðs Óskar Guðnasonar, sem er einnig þekktur sem Rikki G, vakti ekki síður athygli. Þegar Atli skoraði hreinlega trylltist Ríkharð og lýsti markinu af rosalegri innlifun, og má heyra það hér að ofan. „Það má segja að ég hafi fengið röddina frá mömmu minni. Þannig að þegar ég fer upp á háa C-ið fer Vínardrengjakórinn að spyrja hvað er að frétta,“ segir hann og heldur áfram kátur: „Satt best að segja fannst mér, í svona fimm sekúndur, eins og ég væri bara einn heima í stofu að horfa á leikinn. Svo þegar ég sá Loga Ólafsson hlæja fattaði ég að ég var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Svo spilaði það líka inn í viðbrögðin hvernig stúkan brást við. Ég hélt bara að stúkan myndi gefa sig. Þetta var bara yndislegt.“Markið var auðvitað magnað. „Já, ég held að margir geri sér kannski ekki alveg grein fyrir þessu. Þetta er rosalegt augnablik. Þarna er Atli að skora stórkostlegt mark fyrir Stjörnuna í Evrópukeppni. Leikurinn er gegn gríðarlega sterkum andstæðingi, við skulum athuga að Motherwell var í öðru sæti skosku úrvalsdeildarinnar í fyrra, sem er frábær árangur. Þetta er því alvöru lið. Leikurinn í gær var magnaður. Umgjörðin í Garðabænum var algjörlega til fyrirmyndar. Manni leið eins og maður væri í útlöndum að lýsa. Það er mjög gaman að fylgjast með uppganginum í Garðabæ.“
Íslenski boltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Slapp vel frá rafmagnsleysinu ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Sjá meira