Ólafía Þórunn og Ragnhildur efstar og jafnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júlí 2014 17:45 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð Íslandsmeistari 2011. vísir/daníel GR-ingarnir Ólafa Þórunn Kristinsdóttir og RagnhildurKristinsdóttir eru efstar og jafnar á fjórum höggum yfir pari eftir annan keppnisdag á Íslandsmeistaramótinu í höggleik sem fram fer á Leirdalsvelli.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, skellti sér í Leirdalinn í dag og tók myndirnar sem sjá má í þessari frétt. Ólafía Þórunn lék vel í dag, en hún spilaði völlinn á 70 höggum eða einu höggi undir pari vallarins. Ragnhildur fékk fjóra fugla og fjóra skolla og var á parinu í dag.Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK spilaði á einu höggi undir pari í dag líkt og Ólafía Þórunn, en hún er í þriðja sæti á fimm höggum yfir pari, höggi á undan tvöfalda Íslandsmeistaranum Valdísi Þóru Jónsdóttur úr GL sem er á sex höggum yfir pari eftir tvo hringi. Þessar fjórar bera af eftir fyrstu tvo hringina á Íslandsmótinu, en næst kemur KarenGuðnadóttir á ellefu höggum yfir pari vallarins. Það stefnir í harða baráttu um Íslandsmeistaratitilinn.Birgir Leifur stefnir hraðbyri að sjötta Íslandsmeistaratitlinum.vísir/daníelEfstu menn í karlaflokki eru rétt ríflega hálfnaðir í dag, en þar er Birgir Leifur Hafþórsson kominn í örugga forystu. Hann er að spila á tveimur höggum undir pari í dag og er samtals á sjö höggum undir pari eftir níu holur.Gísli Sveinbergsson, Sigmundur Einar Másson og Þórður Rafn Gissurason koma næstir á einu höggi undir pari, en bæði Sigmundur og Þórður Rafn eru höggi undir pari í dag.Ragnhildur Kristinsdóttir er jöfn Ólafíu Þórunni.vísir/daníelValdís Þóra Jónsdóttir hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari.vísir/daníelGuðrún Brá Björgvinsdóttir er í baráttunni.vísir/daníel Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
GR-ingarnir Ólafa Þórunn Kristinsdóttir og RagnhildurKristinsdóttir eru efstar og jafnar á fjórum höggum yfir pari eftir annan keppnisdag á Íslandsmeistaramótinu í höggleik sem fram fer á Leirdalsvelli.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, skellti sér í Leirdalinn í dag og tók myndirnar sem sjá má í þessari frétt. Ólafía Þórunn lék vel í dag, en hún spilaði völlinn á 70 höggum eða einu höggi undir pari vallarins. Ragnhildur fékk fjóra fugla og fjóra skolla og var á parinu í dag.Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK spilaði á einu höggi undir pari í dag líkt og Ólafía Þórunn, en hún er í þriðja sæti á fimm höggum yfir pari, höggi á undan tvöfalda Íslandsmeistaranum Valdísi Þóru Jónsdóttur úr GL sem er á sex höggum yfir pari eftir tvo hringi. Þessar fjórar bera af eftir fyrstu tvo hringina á Íslandsmótinu, en næst kemur KarenGuðnadóttir á ellefu höggum yfir pari vallarins. Það stefnir í harða baráttu um Íslandsmeistaratitilinn.Birgir Leifur stefnir hraðbyri að sjötta Íslandsmeistaratitlinum.vísir/daníelEfstu menn í karlaflokki eru rétt ríflega hálfnaðir í dag, en þar er Birgir Leifur Hafþórsson kominn í örugga forystu. Hann er að spila á tveimur höggum undir pari í dag og er samtals á sjö höggum undir pari eftir níu holur.Gísli Sveinbergsson, Sigmundur Einar Másson og Þórður Rafn Gissurason koma næstir á einu höggi undir pari, en bæði Sigmundur og Þórður Rafn eru höggi undir pari í dag.Ragnhildur Kristinsdóttir er jöfn Ólafíu Þórunni.vísir/daníelValdís Þóra Jónsdóttir hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari.vísir/daníelGuðrún Brá Björgvinsdóttir er í baráttunni.vísir/daníel
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira