Birgir Leifur með fjögurra högga forystu á Leirdalsvelli Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júlí 2014 19:51 Birgir Leifur Hafþórsson er í góðum málum í Leirdalnum. vísir/daníel Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari úr GKG, er með forystu í karlaflokki eftir tvo hringi á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á heimavelli hans í Leirdalnum. Birgir Leifur spilaði á 68 höggum í dag, eða þremur höggum undir pari vallarins og er samtals á átta höggum undir pari eftir 36 holur. Hann var tveimur höggum undir pari eftir fyrri níu holurnar í dag, en fékk svo tvöfaldan skolla á tíundu holu og var kominn á parið. En Birgir Leifur lét það ekki á sig fá heldur fékk fugla á holum númer 12, 14 og 15 og kláraði á þremur höggum undir pari.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Leirdalsvelli í dag og tók myndirnar sem sjá má hér að ofan og neðan.Sigmundur Einar Másson spilaði vel í dag.vísir/daníelAnnar heimamaður, Sigmundur Einar Másson, sem varð Íslandsmeistari fyrir átta árum, er í öðru sæti á fjórum höggum undir pari eftir að hafa spilað völlinn á 67 höggum í dag. Sigmundur Einar var á parinu í gær, en fékk fimm fugla og einn skolla dag og spilaði á fjórum höggum undir pari vallarins.Þórður Rafn Gissurarson úr GR er þriðji á tveimur höggum undir pari, en hann spilaði á 69 höggum í dag eða tveimur höggum undir pari vallarins. Rétt eins og Sigmundur Einar var hann á parinu í gær. Hinn 16 ára gamli Gísli Sveinbergsson úr GK náði ekki að fylgja eftir góðum fyrsta degi, en hann spilaði á 73 höggum í dag, eða tveimur höggum yfir pari. Hann er í fjórða sæti á einu höggi undir pari, sem er engu að síðu góður árangur hjá þessum gríðarlega efnilega kylfing.Staða efstu manna: 1. Birgir Leifur Hafþórsson GKG -8 (-5 og -3) 2. Sigmundur Einar Másson GKG -4 (par og -4) 3. Þórður Rafn Gissurarson GR -2 (par og -2) 4. Gísli Sveinbergsson GK -1 (-3 og +2) 5. Kristján Þór Einarsson GKj par (+2 og -2)Þórður Rafn Gissurarson er tveimur undir.vísir/daníelUngstirnið Gísli Sveinbergsson er enn í baráttunni.vísir/daníel Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn og Ragnhildur efstar og jafnar Birgir Leifur Hafþórsson að stinga af hjá körlunum. 25. júlí 2014 17:45 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari úr GKG, er með forystu í karlaflokki eftir tvo hringi á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á heimavelli hans í Leirdalnum. Birgir Leifur spilaði á 68 höggum í dag, eða þremur höggum undir pari vallarins og er samtals á átta höggum undir pari eftir 36 holur. Hann var tveimur höggum undir pari eftir fyrri níu holurnar í dag, en fékk svo tvöfaldan skolla á tíundu holu og var kominn á parið. En Birgir Leifur lét það ekki á sig fá heldur fékk fugla á holum númer 12, 14 og 15 og kláraði á þremur höggum undir pari.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Leirdalsvelli í dag og tók myndirnar sem sjá má hér að ofan og neðan.Sigmundur Einar Másson spilaði vel í dag.vísir/daníelAnnar heimamaður, Sigmundur Einar Másson, sem varð Íslandsmeistari fyrir átta árum, er í öðru sæti á fjórum höggum undir pari eftir að hafa spilað völlinn á 67 höggum í dag. Sigmundur Einar var á parinu í gær, en fékk fimm fugla og einn skolla dag og spilaði á fjórum höggum undir pari vallarins.Þórður Rafn Gissurarson úr GR er þriðji á tveimur höggum undir pari, en hann spilaði á 69 höggum í dag eða tveimur höggum undir pari vallarins. Rétt eins og Sigmundur Einar var hann á parinu í gær. Hinn 16 ára gamli Gísli Sveinbergsson úr GK náði ekki að fylgja eftir góðum fyrsta degi, en hann spilaði á 73 höggum í dag, eða tveimur höggum yfir pari. Hann er í fjórða sæti á einu höggi undir pari, sem er engu að síðu góður árangur hjá þessum gríðarlega efnilega kylfing.Staða efstu manna: 1. Birgir Leifur Hafþórsson GKG -8 (-5 og -3) 2. Sigmundur Einar Másson GKG -4 (par og -4) 3. Þórður Rafn Gissurarson GR -2 (par og -2) 4. Gísli Sveinbergsson GK -1 (-3 og +2) 5. Kristján Þór Einarsson GKj par (+2 og -2)Þórður Rafn Gissurarson er tveimur undir.vísir/daníelUngstirnið Gísli Sveinbergsson er enn í baráttunni.vísir/daníel
Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn og Ragnhildur efstar og jafnar Birgir Leifur Hafþórsson að stinga af hjá körlunum. 25. júlí 2014 17:45 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn og Ragnhildur efstar og jafnar Birgir Leifur Hafþórsson að stinga af hjá körlunum. 25. júlí 2014 17:45