Birgir Leifur með fjögurra högga forystu á Leirdalsvelli Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júlí 2014 19:51 Birgir Leifur Hafþórsson er í góðum málum í Leirdalnum. vísir/daníel Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari úr GKG, er með forystu í karlaflokki eftir tvo hringi á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á heimavelli hans í Leirdalnum. Birgir Leifur spilaði á 68 höggum í dag, eða þremur höggum undir pari vallarins og er samtals á átta höggum undir pari eftir 36 holur. Hann var tveimur höggum undir pari eftir fyrri níu holurnar í dag, en fékk svo tvöfaldan skolla á tíundu holu og var kominn á parið. En Birgir Leifur lét það ekki á sig fá heldur fékk fugla á holum númer 12, 14 og 15 og kláraði á þremur höggum undir pari.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Leirdalsvelli í dag og tók myndirnar sem sjá má hér að ofan og neðan.Sigmundur Einar Másson spilaði vel í dag.vísir/daníelAnnar heimamaður, Sigmundur Einar Másson, sem varð Íslandsmeistari fyrir átta árum, er í öðru sæti á fjórum höggum undir pari eftir að hafa spilað völlinn á 67 höggum í dag. Sigmundur Einar var á parinu í gær, en fékk fimm fugla og einn skolla dag og spilaði á fjórum höggum undir pari vallarins.Þórður Rafn Gissurarson úr GR er þriðji á tveimur höggum undir pari, en hann spilaði á 69 höggum í dag eða tveimur höggum undir pari vallarins. Rétt eins og Sigmundur Einar var hann á parinu í gær. Hinn 16 ára gamli Gísli Sveinbergsson úr GK náði ekki að fylgja eftir góðum fyrsta degi, en hann spilaði á 73 höggum í dag, eða tveimur höggum yfir pari. Hann er í fjórða sæti á einu höggi undir pari, sem er engu að síðu góður árangur hjá þessum gríðarlega efnilega kylfing.Staða efstu manna: 1. Birgir Leifur Hafþórsson GKG -8 (-5 og -3) 2. Sigmundur Einar Másson GKG -4 (par og -4) 3. Þórður Rafn Gissurarson GR -2 (par og -2) 4. Gísli Sveinbergsson GK -1 (-3 og +2) 5. Kristján Þór Einarsson GKj par (+2 og -2)Þórður Rafn Gissurarson er tveimur undir.vísir/daníelUngstirnið Gísli Sveinbergsson er enn í baráttunni.vísir/daníel Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn og Ragnhildur efstar og jafnar Birgir Leifur Hafþórsson að stinga af hjá körlunum. 25. júlí 2014 17:45 Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari úr GKG, er með forystu í karlaflokki eftir tvo hringi á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á heimavelli hans í Leirdalnum. Birgir Leifur spilaði á 68 höggum í dag, eða þremur höggum undir pari vallarins og er samtals á átta höggum undir pari eftir 36 holur. Hann var tveimur höggum undir pari eftir fyrri níu holurnar í dag, en fékk svo tvöfaldan skolla á tíundu holu og var kominn á parið. En Birgir Leifur lét það ekki á sig fá heldur fékk fugla á holum númer 12, 14 og 15 og kláraði á þremur höggum undir pari.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Leirdalsvelli í dag og tók myndirnar sem sjá má hér að ofan og neðan.Sigmundur Einar Másson spilaði vel í dag.vísir/daníelAnnar heimamaður, Sigmundur Einar Másson, sem varð Íslandsmeistari fyrir átta árum, er í öðru sæti á fjórum höggum undir pari eftir að hafa spilað völlinn á 67 höggum í dag. Sigmundur Einar var á parinu í gær, en fékk fimm fugla og einn skolla dag og spilaði á fjórum höggum undir pari vallarins.Þórður Rafn Gissurarson úr GR er þriðji á tveimur höggum undir pari, en hann spilaði á 69 höggum í dag eða tveimur höggum undir pari vallarins. Rétt eins og Sigmundur Einar var hann á parinu í gær. Hinn 16 ára gamli Gísli Sveinbergsson úr GK náði ekki að fylgja eftir góðum fyrsta degi, en hann spilaði á 73 höggum í dag, eða tveimur höggum yfir pari. Hann er í fjórða sæti á einu höggi undir pari, sem er engu að síðu góður árangur hjá þessum gríðarlega efnilega kylfing.Staða efstu manna: 1. Birgir Leifur Hafþórsson GKG -8 (-5 og -3) 2. Sigmundur Einar Másson GKG -4 (par og -4) 3. Þórður Rafn Gissurarson GR -2 (par og -2) 4. Gísli Sveinbergsson GK -1 (-3 og +2) 5. Kristján Þór Einarsson GKj par (+2 og -2)Þórður Rafn Gissurarson er tveimur undir.vísir/daníelUngstirnið Gísli Sveinbergsson er enn í baráttunni.vísir/daníel
Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn og Ragnhildur efstar og jafnar Birgir Leifur Hafþórsson að stinga af hjá körlunum. 25. júlí 2014 17:45 Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn og Ragnhildur efstar og jafnar Birgir Leifur Hafþórsson að stinga af hjá körlunum. 25. júlí 2014 17:45