Íslenski boltinn

Garðar tryggði KV sigur á afmælisdaginn | Enn vinna Leiknismenn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vísir/Daníel
Vísir/Daníel
Leiknismenn styrktu stöðu sína á toppi 1. deildar eftir sterkan útisigur á BÍ/Bolungarvík á Ísafirði í dag. Þeir eru með sex stiga forystu eftir þrettán leiki.

Lokatölur urðu 3-2, en Leiknismenn léku einum manni færri síðustu tíu mínútur leiksins. Sindri Björnsson heldur áfram að fara á kostum í liði Leiknis, en hann skoraði sitt ellefta mark í sumar.

KV vann Tindastól í dramatískum leik á afmælisdegi KV, en þeir fagna um þessar mundir tíu ára afmæli. Garðar Ingi Leifsson skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Með sigrinum fer KV upp í sjöunda sæti deildarinnar.

KV-Tindastóll 3-2

1-0 Einar Már Þórisson (41.), 1-1 Fannar Örn Kolbeinson (43.), 2-1 Garðar Ingi Leifsson (45.), Leikmaður óþekktur (85.), 3-2 Garðar Ingi Leifsson (94.).

BÍ/Bolungarvík-Leiknir 2-3

0-1 Brynjar Hlöðversson (11.), 0-2 Sindri Björnsson (22.), 1-2 Nigel Quashie víti (25.), 1-3 Matthew Horth (72.), 2-3 Nigel Quashie víti (80.)

Rauð spjöld: Sindri Björnsson - Leikni (80.), Goran Jovanovski - BÍ/Bolungarvík (90.).

Upplýsingar eru fengnar frá www.urslit.net




Fleiri fréttir

Sjá meira


×