Jim Furyk er í góðum málum á Opna kanadíska fyrir lokahringinn 27. júlí 2014 10:36 Furyk er í kunnuglegri stöðu á Opna kanadíska. AP/Getty Bandaríkjamaðurinn reynslumikli, Jim Furyk, hefur þriggja högga forystu fyrir lokahringinn á Opna kanadíska meistaramótinu sem fram fer á hinum fallega Royal Montreal velli. Furyk hefur leikið fyrstu þrjá hringina á 15 höggum undir pari, þremur höggum betur heldur en Suður-Afríkumaðurinn Tim Clark sem er í öðru sæti á 12 höggum undir pari. Kyle Stanley kemur í þriðja sæti á 10 höggum undir pari. Fyrir utan Furyk eru fá þekkt nöfn sem eru í toppbaráttunni enda margir af bestu kylfingum heims sem taka sér frí frá PGA-mótaröðinni þessa helgina til að undirbúa sig undir næsta heimsmót sem fram fer á Firestone vellinum í næstu viku. Þar á Tiger Woods titil að verja en mótið er eitt það stærsta á PGA-mótaröðinni á hverju ári. Það verður áhugavert að sjá hvort að Furyk tekst að landa sínum sautjánda sigri á PGA-mótaröðinni á ferlinum í kvöld en þessi viðkunnanlegi kylfingur hefur verið í frábæru formi að undanförnu. Lokahringurinn á verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00 í dag. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn reynslumikli, Jim Furyk, hefur þriggja högga forystu fyrir lokahringinn á Opna kanadíska meistaramótinu sem fram fer á hinum fallega Royal Montreal velli. Furyk hefur leikið fyrstu þrjá hringina á 15 höggum undir pari, þremur höggum betur heldur en Suður-Afríkumaðurinn Tim Clark sem er í öðru sæti á 12 höggum undir pari. Kyle Stanley kemur í þriðja sæti á 10 höggum undir pari. Fyrir utan Furyk eru fá þekkt nöfn sem eru í toppbaráttunni enda margir af bestu kylfingum heims sem taka sér frí frá PGA-mótaröðinni þessa helgina til að undirbúa sig undir næsta heimsmót sem fram fer á Firestone vellinum í næstu viku. Þar á Tiger Woods titil að verja en mótið er eitt það stærsta á PGA-mótaröðinni á hverju ári. Það verður áhugavert að sjá hvort að Furyk tekst að landa sínum sautjánda sigri á PGA-mótaröðinni á ferlinum í kvöld en þessi viðkunnanlegi kylfingur hefur verið í frábæru formi að undanförnu. Lokahringurinn á verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00 í dag.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira