SA lýsir yfir áhyggjum af launahækkunum stjórnenda Randver Kári Randversson skrifar 28. júlí 2014 15:39 Laun stjórnenda á íslenskum vinnumarkaði hækkuðu um 13% á síðasta ári. Vísir/Valli Í nýrri samantekt Frjálsrar verslunar yfir tekjur stjórnenda á íslenskum vinnumarkaði kemur fram að laun þeirra hafi hækkað verulega á milli ára. Frjáls verslun segir laun æðstu stjórnenda 200 stærstu fyrirtækja landsins hafa hækkað um 13%. Í fréttatilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins segir að þessar tölur séu nokkuð í takt við tölur Hagstofu Íslands yfir þróun launakjara stjórnenda á undanförnum árum. Þar megi sjá að heildarlaun stjórnenda hækkuðu á milli áranna 2012 og 2013 sem nemur 14% að jafnaði. Í samantekt Frjálsrar verslunar komi ennfremur fram að tekjur millistjórnenda hafi hækkað enn meira hlutfallslega. Þegar litið er á launaþróun síðustu átta ára megi sjá að heildarlaun stjórnenda hafi þróast með nokkuð svipuðum hætti og heildarlaun á almennum vinnumarkaði. Þannig hafi heildarlaun á almennum vinnumarkaði hækkað um 45,2% frá árinu 2006 en laun stjórnenda um 43,6%. Í kjölfar efnahagskreppunnar haustið 2008 lækkuðu stjórnendur umtalsvert í launum og vera kann að sú lækkun hafi verið að ganga til baka síðastliðið ár til samræmis við þróunina á vinnumarkaði í heild. Þrátt fyrir þetta valdi launahækkanir stjórnenda milli ára áhyggjum. Ljóst sé að umtalsvert launaskrið hafi orðið og hækkanir sem þessar rími afar illa við áherslur Samtaka atvinnulífsins um aukinn verðlagsstöðugleika og kaupmátt. Stjórnendur íslenskra fyrirtækja verði að sýna gott fordæmi og undanskilja ekki sjálfa sig í þeim breytingum sem verið sé að reyna að innleiða á íslenskum vinnumarkaði, þar sem launaþróun stuðlar að auknum kaupmætti á grundvelli stöðugs verðlags. Hér fyrir neðan má sjá mynd sem sýnir ársbreytingu heildarlauna á vinnumarkaði 2006-2013, annars vegar á vinnumarkaði alls og hins vegar hjá stjórnendum. Tekjur Mest lesið Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira
Í nýrri samantekt Frjálsrar verslunar yfir tekjur stjórnenda á íslenskum vinnumarkaði kemur fram að laun þeirra hafi hækkað verulega á milli ára. Frjáls verslun segir laun æðstu stjórnenda 200 stærstu fyrirtækja landsins hafa hækkað um 13%. Í fréttatilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins segir að þessar tölur séu nokkuð í takt við tölur Hagstofu Íslands yfir þróun launakjara stjórnenda á undanförnum árum. Þar megi sjá að heildarlaun stjórnenda hækkuðu á milli áranna 2012 og 2013 sem nemur 14% að jafnaði. Í samantekt Frjálsrar verslunar komi ennfremur fram að tekjur millistjórnenda hafi hækkað enn meira hlutfallslega. Þegar litið er á launaþróun síðustu átta ára megi sjá að heildarlaun stjórnenda hafi þróast með nokkuð svipuðum hætti og heildarlaun á almennum vinnumarkaði. Þannig hafi heildarlaun á almennum vinnumarkaði hækkað um 45,2% frá árinu 2006 en laun stjórnenda um 43,6%. Í kjölfar efnahagskreppunnar haustið 2008 lækkuðu stjórnendur umtalsvert í launum og vera kann að sú lækkun hafi verið að ganga til baka síðastliðið ár til samræmis við þróunina á vinnumarkaði í heild. Þrátt fyrir þetta valdi launahækkanir stjórnenda milli ára áhyggjum. Ljóst sé að umtalsvert launaskrið hafi orðið og hækkanir sem þessar rími afar illa við áherslur Samtaka atvinnulífsins um aukinn verðlagsstöðugleika og kaupmátt. Stjórnendur íslenskra fyrirtækja verði að sýna gott fordæmi og undanskilja ekki sjálfa sig í þeim breytingum sem verið sé að reyna að innleiða á íslenskum vinnumarkaði, þar sem launaþróun stuðlar að auknum kaupmætti á grundvelli stöðugs verðlags. Hér fyrir neðan má sjá mynd sem sýnir ársbreytingu heildarlauna á vinnumarkaði 2006-2013, annars vegar á vinnumarkaði alls og hins vegar hjá stjórnendum.
Tekjur Mest lesið Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira