Umfjöllun,viðtöl og myndir: Breiðablik - Fylkir 4-0 | Fanndís og Rakel sáu um Fylki Anton Ingi Leifsson á Kópavogsvelli skrifar 29. júlí 2014 17:00 Það var hart barist á Kópavogsvelli í kvöld. Vísir/Arnþór Breiðablik komst í annað sæti Peps-deildar kvenna með nokkuð þæginlegum 4-0 sigri á Fylki á Kópavogsvelli. Fanndís Friðriksdóttir og Rakel Hönnudóttir voru í banastuði, en öll mörkin komu í síðari hálfleik.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók myndirnar sem sjá má hér í myndaveislunni að ofan. Leikurinn var mest allur í eign Blika, en þó aðallega í síðari hálfleik þar sem þær skiptu um gír og keyrðu yfir Fylkisstelpur sem virtust þreyttar. Fyrri hálfleikur byrjaði vel, en síðan dró aðeins af leikmönnum. Blikastúlkur byrjuðu betur fyrstu mínúturnar, en meira jafnræði var síðan með liðunum. Fanndís átti tvö skot snemma, en inn vildi boltinn ekki og Þóra var vel með á nótunum í marki Fylkis. Leikurinn varð svo afar leiðinlegur í fyrri hálfleik eftir nokkuð fjörugar fyrstu mínútur. Bæði lið reyndu mikið að stinga boltanum inn fyrir varnir andstæðinganna sem gekk misvel. Besta færið fékk Telma Hjaltalín rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar hún mokaði boltanum framhjá eftir fína rispu Rakelar, fyrirliða Breiðabliks. Staðan í hálfleik var markalaus. Það voru liðnar átta mínútur af síðari hálfleik þegar fyrsta markið kom. Það gerði Fanndís úr vítaspyrnu eftir að hafa leikið á hálft Fylkis-liðið, en nú var á brattann að sækja fyrir gestina úr Árbænum sem höfðu ekki átt mörg færi í leiknum. Einungis þremur mínútum síðar kom annað mark Blika og þar var að verki Rakel eftir frábæran undirbúning Telmu Þrastardóttur. Fyrir leikinn höfðu Fylkisstúlkur skorað níu mörk í sumar í ellefu leikjum og afar ólíklegt að þær myndu skora þrjú mörk í einum og sama leiknum. Kópavogsliðið spilaði virkilega vel úr aðstæðunum eftir að þær komust yfir. Héldu boltanum vel innan liðsins og voru líklegri til að bæta við marki heldur en að fá á sig mark. Það var einmitt raunin rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok. Það virtist ekki breyta miklu þó Fjolla Shala fékk að líta reisupassann um tuttugu mínútum fyrir leikslok því gestirnir ógnuðu ekkert af viti. Rakel Hönnudóttir bætti við fjórða markinu tæpum tíu mínútum fyrir leikslok og sigldu Kópavogsbúar því afar mikilvægum þremur stigum í hús. Fanndís Friðriksdóttir var frábær í liði Blika og tók hún ófáa sprettina í kvöld þar sem hún skildi hálft Fylkisliðið eftir, en Rakel Hönnudóttir gerði einnig vel. Guðrún Arnardóttir átti einnig góðan leik í liði Blika sem og Ásta Eir Árnadóttir. Hún kom inná í hálfleik og kom inn af krafti eftir daufan fyrri hálfleik, en hún lagði meðal annars upp þriðja markið. Fylkisliðið virkaði afar þreytt sem er kannski skiljanlegt enda fór liðið í framlengingu og vítaspyrnukeppni á fimmtudag gegn Selfossi í bikarnum. Með sigrinum fer Breiðablik í annað sætið, átta stigum á eftir toppliði Stjörnunnar, en nýliðar Fylkis eru í fjórða sæti.Fylkisliðinu tókst ekki að finna netmöskvana.Vísir/ArnþórFanndís: Mörkin hefðu getað orðið fleiri „Við hefðum átt að vera búinn að skora í fyrri hálfleik, en mörkin hefðu hæglega getað orðið fleiri í fyrri hálfleik," sagði maður leiksins, Fanndís Friðriksdóttir, við Vísi í leikslok. „Við gerðum tvær breytingar í hálfleik, en þær sem fóru útaf voru búnar að skila sínu og þær sem komu inn gerðu mjög vel. Við tókum til í hausnum á okkur í hálfleik og ætluðum okkur þetta meira en þær," og aðspurð hvort breyttist milli hálfleika svaraði Fanndís. „Ég bara veit það ekki. Það gekk flest allt upp í síðari hálfleik hjá okkur og mörkin hefðu meira segja getað orðið fleiri, þannig ég get ekki verið annað en sátt," sem segist ætla elta Stjörnuna fram í rauðan dauðann. „Vonandi misstíga þær sig. Annars er annað sætið okkar fyrsta, getum við ekki orðað það þannig?" sagði hress Fanndís sem elskar að spila í græna búningnum. „Já, mér líður mjög vel í grænu," sagði Fanndís brosandi í leikslok.Vísir/ArnþórRagna Lóa: Verða allir inn í vítateig „Það sem fór úrskeiðis var að þær byrjuðu af feykilega miklum krafti í síðari hálfleik og þær tóku okkur á hraðanum og kraftinum. Þeim langaði þetta meira en okkur," sagði svekkt Ragna Lóa, þjálfari Fylkis, í leikslok. „Ekki meiri þreyta en í þeim. Hlynur (þjálfari Breiðabliks) er þó með meiri breidd, en þær voru bara miklu ákveðarnari og þær áttu góðan leik. Þetta er fúlt, en við verðum að taka þessu og halda áfram," og aðspurð hvort það hafi brostið eitthver stífla í dag svaraði Ragna. „Það brast stífla í dag. Það láku inn fjögur og það er fúlt útaf við erum búnar að spila mjög góðan varnarleik, en hann var slakur í dag." „Það var alltaf að fara vera erfitt að halda þessu öðru sæti. Við erum með lið sem er spáð sjöunda sæti og við erum ekkert ósátt með stöðu okkar núna. Við ætlum bara halda áfram og reyna hala inn fleiri stig," sem hlakkar til næsta leiks sem er við Stjörnuna, sem hefur einungis tapað einum leik í sumar. „Það verður bara hörkuleikur. Það verður þjappað og allir inn í vítateig," sagði Ragna Lóa að lokum og glotti við tönn. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
Breiðablik komst í annað sæti Peps-deildar kvenna með nokkuð þæginlegum 4-0 sigri á Fylki á Kópavogsvelli. Fanndís Friðriksdóttir og Rakel Hönnudóttir voru í banastuði, en öll mörkin komu í síðari hálfleik.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók myndirnar sem sjá má hér í myndaveislunni að ofan. Leikurinn var mest allur í eign Blika, en þó aðallega í síðari hálfleik þar sem þær skiptu um gír og keyrðu yfir Fylkisstelpur sem virtust þreyttar. Fyrri hálfleikur byrjaði vel, en síðan dró aðeins af leikmönnum. Blikastúlkur byrjuðu betur fyrstu mínúturnar, en meira jafnræði var síðan með liðunum. Fanndís átti tvö skot snemma, en inn vildi boltinn ekki og Þóra var vel með á nótunum í marki Fylkis. Leikurinn varð svo afar leiðinlegur í fyrri hálfleik eftir nokkuð fjörugar fyrstu mínútur. Bæði lið reyndu mikið að stinga boltanum inn fyrir varnir andstæðinganna sem gekk misvel. Besta færið fékk Telma Hjaltalín rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar hún mokaði boltanum framhjá eftir fína rispu Rakelar, fyrirliða Breiðabliks. Staðan í hálfleik var markalaus. Það voru liðnar átta mínútur af síðari hálfleik þegar fyrsta markið kom. Það gerði Fanndís úr vítaspyrnu eftir að hafa leikið á hálft Fylkis-liðið, en nú var á brattann að sækja fyrir gestina úr Árbænum sem höfðu ekki átt mörg færi í leiknum. Einungis þremur mínútum síðar kom annað mark Blika og þar var að verki Rakel eftir frábæran undirbúning Telmu Þrastardóttur. Fyrir leikinn höfðu Fylkisstúlkur skorað níu mörk í sumar í ellefu leikjum og afar ólíklegt að þær myndu skora þrjú mörk í einum og sama leiknum. Kópavogsliðið spilaði virkilega vel úr aðstæðunum eftir að þær komust yfir. Héldu boltanum vel innan liðsins og voru líklegri til að bæta við marki heldur en að fá á sig mark. Það var einmitt raunin rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok. Það virtist ekki breyta miklu þó Fjolla Shala fékk að líta reisupassann um tuttugu mínútum fyrir leikslok því gestirnir ógnuðu ekkert af viti. Rakel Hönnudóttir bætti við fjórða markinu tæpum tíu mínútum fyrir leikslok og sigldu Kópavogsbúar því afar mikilvægum þremur stigum í hús. Fanndís Friðriksdóttir var frábær í liði Blika og tók hún ófáa sprettina í kvöld þar sem hún skildi hálft Fylkisliðið eftir, en Rakel Hönnudóttir gerði einnig vel. Guðrún Arnardóttir átti einnig góðan leik í liði Blika sem og Ásta Eir Árnadóttir. Hún kom inná í hálfleik og kom inn af krafti eftir daufan fyrri hálfleik, en hún lagði meðal annars upp þriðja markið. Fylkisliðið virkaði afar þreytt sem er kannski skiljanlegt enda fór liðið í framlengingu og vítaspyrnukeppni á fimmtudag gegn Selfossi í bikarnum. Með sigrinum fer Breiðablik í annað sætið, átta stigum á eftir toppliði Stjörnunnar, en nýliðar Fylkis eru í fjórða sæti.Fylkisliðinu tókst ekki að finna netmöskvana.Vísir/ArnþórFanndís: Mörkin hefðu getað orðið fleiri „Við hefðum átt að vera búinn að skora í fyrri hálfleik, en mörkin hefðu hæglega getað orðið fleiri í fyrri hálfleik," sagði maður leiksins, Fanndís Friðriksdóttir, við Vísi í leikslok. „Við gerðum tvær breytingar í hálfleik, en þær sem fóru útaf voru búnar að skila sínu og þær sem komu inn gerðu mjög vel. Við tókum til í hausnum á okkur í hálfleik og ætluðum okkur þetta meira en þær," og aðspurð hvort breyttist milli hálfleika svaraði Fanndís. „Ég bara veit það ekki. Það gekk flest allt upp í síðari hálfleik hjá okkur og mörkin hefðu meira segja getað orðið fleiri, þannig ég get ekki verið annað en sátt," sem segist ætla elta Stjörnuna fram í rauðan dauðann. „Vonandi misstíga þær sig. Annars er annað sætið okkar fyrsta, getum við ekki orðað það þannig?" sagði hress Fanndís sem elskar að spila í græna búningnum. „Já, mér líður mjög vel í grænu," sagði Fanndís brosandi í leikslok.Vísir/ArnþórRagna Lóa: Verða allir inn í vítateig „Það sem fór úrskeiðis var að þær byrjuðu af feykilega miklum krafti í síðari hálfleik og þær tóku okkur á hraðanum og kraftinum. Þeim langaði þetta meira en okkur," sagði svekkt Ragna Lóa, þjálfari Fylkis, í leikslok. „Ekki meiri þreyta en í þeim. Hlynur (þjálfari Breiðabliks) er þó með meiri breidd, en þær voru bara miklu ákveðarnari og þær áttu góðan leik. Þetta er fúlt, en við verðum að taka þessu og halda áfram," og aðspurð hvort það hafi brostið eitthver stífla í dag svaraði Ragna. „Það brast stífla í dag. Það láku inn fjögur og það er fúlt útaf við erum búnar að spila mjög góðan varnarleik, en hann var slakur í dag." „Það var alltaf að fara vera erfitt að halda þessu öðru sæti. Við erum með lið sem er spáð sjöunda sæti og við erum ekkert ósátt með stöðu okkar núna. Við ætlum bara halda áfram og reyna hala inn fleiri stig," sem hlakkar til næsta leiks sem er við Stjörnuna, sem hefur einungis tapað einum leik í sumar. „Það verður bara hörkuleikur. Það verður þjappað og allir inn í vítateig," sagði Ragna Lóa að lokum og glotti við tönn.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn