30 þingmenn styðja áfengi í verslanir Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 11. júlí 2014 20:00 þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun á haustþingi leggja fram frumvarp sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Verði frumvarpið að lögum yrði áfengi selt í afmörkuði rými innan verslana og sá sem afgreiðir þarf að hafa náð tilskildum aldri. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem frumvarp af þessu tagi er lagt fram á Alþingi. Árið 2007 fluttu 17 þingmenn, þar á meðal Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, frumvarp sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Það mál hlaut þó ekki endanlega afgreiðslu Alþingis, ekki frekar en frumvarp sama efnis sem var lagt fram á Alþingi haustið 2008, eins og frægt var.Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en hann segir málið aðkallandi. „Ég held að þetta gæti breytt áfengisvenjum landsmanna. Þetta verði frekar að menningu okkar heldur en að þetta verði tabú eða spennandi. Þetta verði þá til þess að fólk kaupi frekar léttvín með matnum í staðinn fyrir að gera magninnkaup þegar að það á leið í bæinn eða í vínbúðina. Ég held að við leysum ekki áfengisvanda þjóðarinnar með höftum, heldur frekar með lausnum eins og að auka meðferðarúrræði og styrkja forvarnarsjóði í stað þess að setja boð og bönn,“ segir Vilhjálmur. Fréttastofa gerði óformlega könnun í dag meðal alþingismanna, en spurt var hvort þeir kæmu til með að styðja frumvarp Vilhjálms þess efnis að selja áfengi í verslunum. Öruggt þykir að allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins styðji málið. Þingmenn Bjartrar framtíðar eru þó ekki einhuga í þessu máli en að minnsta kosti þrír koma til með að styðja það en einn er á móti. Píratar koma allir til með að styðja frumvarp Vilhjálms en aðeins einn þingmaður Samfylkingarinnar, aðrir sem fréttastofa náði tali af vildu ekki gefa upp afstöðu sína. Fjórir þingmenn Framsóknarflokksins koma til með að styðja málið og þrír munu greiða atkvæða gegn því. Aðrir gefa ekki upp afstöðu. Þá er búast við að þingflokkur Vinstri grænna muni greiða allur greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Því liggur fyrir að 30 þingmenn, hið minnsta, munu koma til með að styðja frumvarpið. 22 þingmenn eru óákveðnir eða gefa ekki upp afstöðu, en aðeins tveir þessara þingmanna þurfa að greiða atkvæði með frumvarpinu, svo það verði samþykkt sem lög frá Alþingi. Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Sjá meira
þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun á haustþingi leggja fram frumvarp sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Verði frumvarpið að lögum yrði áfengi selt í afmörkuði rými innan verslana og sá sem afgreiðir þarf að hafa náð tilskildum aldri. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem frumvarp af þessu tagi er lagt fram á Alþingi. Árið 2007 fluttu 17 þingmenn, þar á meðal Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, frumvarp sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Það mál hlaut þó ekki endanlega afgreiðslu Alþingis, ekki frekar en frumvarp sama efnis sem var lagt fram á Alþingi haustið 2008, eins og frægt var.Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en hann segir málið aðkallandi. „Ég held að þetta gæti breytt áfengisvenjum landsmanna. Þetta verði frekar að menningu okkar heldur en að þetta verði tabú eða spennandi. Þetta verði þá til þess að fólk kaupi frekar léttvín með matnum í staðinn fyrir að gera magninnkaup þegar að það á leið í bæinn eða í vínbúðina. Ég held að við leysum ekki áfengisvanda þjóðarinnar með höftum, heldur frekar með lausnum eins og að auka meðferðarúrræði og styrkja forvarnarsjóði í stað þess að setja boð og bönn,“ segir Vilhjálmur. Fréttastofa gerði óformlega könnun í dag meðal alþingismanna, en spurt var hvort þeir kæmu til með að styðja frumvarp Vilhjálms þess efnis að selja áfengi í verslunum. Öruggt þykir að allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins styðji málið. Þingmenn Bjartrar framtíðar eru þó ekki einhuga í þessu máli en að minnsta kosti þrír koma til með að styðja það en einn er á móti. Píratar koma allir til með að styðja frumvarp Vilhjálms en aðeins einn þingmaður Samfylkingarinnar, aðrir sem fréttastofa náði tali af vildu ekki gefa upp afstöðu sína. Fjórir þingmenn Framsóknarflokksins koma til með að styðja málið og þrír munu greiða atkvæða gegn því. Aðrir gefa ekki upp afstöðu. Þá er búast við að þingflokkur Vinstri grænna muni greiða allur greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Því liggur fyrir að 30 þingmenn, hið minnsta, munu koma til með að styðja frumvarpið. 22 þingmenn eru óákveðnir eða gefa ekki upp afstöðu, en aðeins tveir þessara þingmanna þurfa að greiða atkvæði með frumvarpinu, svo það verði samþykkt sem lög frá Alþingi.
Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Sjá meira