Upphitun fyrir bardaga Gunnars og Cummings | Myndband
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnar Nelson mætir Zak Cummings eftir viku i Dublin.Vísir/Getty
Eftir viku mætast þeir Gunnar Nelson og Bandaríkjamaðurinn Zak Cummings á UFC bardagakvöldi í O2 Arena í Dublin. Bardaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl. 19:00.
Í þessu skemmtilega myndbandi, sem má sjá hér að neðan, er hitað upp fyrir þennan risabardaga. Fylgst er með undirbúningi bardagakappanna og þeir Gunnar og Cummings eru báðir teknir talir sem og málsmetandi menn í bardagaheiminum.