Sport

Aníta komin til Oregon

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Gunnar Páll Jóakimsson
Aníta Hinriksdóttir og Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari hennar, eru komin til Bandaríkjanna þar sem HM u-19 ára í frjálsíþróttum hefst í næstu viku.

Mótið hefst á þriðjudag og hefur Aníta leik í undanriðlum í 800 m hlaupi á fyrsta keppnisdegi. Undanúrslit fara fram á miðvikudag og úrslitahlaupið fer fram klukkan 03.00 aðfaranótt föstudags.

Aníta er ríkjandi heimsmeistari sautján ára og yngri í greininni auk þess sem hún varð Evrópumeistari nítján ára og yngri í fyrra.

Með í för er Kári Steinn Karlsson sem undirbýr sig nú að kappi fyrir EM fullorðinna í Zürich síðar í sumar en Gunnar Páll er einnig þjálfari hans.

Alls hafa fimm íslenskir keppendur náð lágmarki fyrir HM í Eugene. Þau eru Hilmar Örn Jónsson (sleggjukast), Jóhann Björn Sigurbjörnsson (200 m hlaup), Kolbeinn Höður Gunnarsson (200 m hlaup), Sindri Hrafn Guðmundsson (spjótkast) auk Anítu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×