Ógleymanlegur afmælisdagur hjá Coetzee Jón Júlíus Karlsson skrifar 18. júlí 2014 15:24 George Coetzee er meðal efstu kylfinga á Opna breska. Vísir/AP George Coetzee frá Suður-Afríku átti svo sannarlega magnaðan 28 ára afmælisdag. Coetzee er meðal efstu manna á samtals fimm höggum undir pari á Opna breska eftir að hafa leikið annan hring mótsins á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Hringurinn var flottur hjá Coetzee sérstaklega í ljósi þess að sterkur vindur í morgun á Royal Liverpool gerði mörgum kylfingum erfitt fyrir. „Þetta er mitt eftirlætis risamót og gaman að leika vel í því,“ sagði hinn hægláti Coetzee sem tryggði sér keppnisrétt í mótinu með því að sigra Joburg Open mótið á Evrópumótaröðinni snemma á þessu ári. „Það er svalt að sjá nafnið sitt á toppi skortöflunnar,“ sagði Coetzee sem viðurkennir að það hafi tekið á taugarnar að vera efstur þegar hann gekk inn á 18. flöt í morgun. „Það á ekki að trufla hvernig þú leikur en það kannski hafði áhrif á mig að ég missti pútt á 16. braut. Þetta gerist þegar þú ert í forystu. Það er frábært að leika svona vel í svona virtu golfmóti og einnig á afmælisdeginum.“ Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
George Coetzee frá Suður-Afríku átti svo sannarlega magnaðan 28 ára afmælisdag. Coetzee er meðal efstu manna á samtals fimm höggum undir pari á Opna breska eftir að hafa leikið annan hring mótsins á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Hringurinn var flottur hjá Coetzee sérstaklega í ljósi þess að sterkur vindur í morgun á Royal Liverpool gerði mörgum kylfingum erfitt fyrir. „Þetta er mitt eftirlætis risamót og gaman að leika vel í því,“ sagði hinn hægláti Coetzee sem tryggði sér keppnisrétt í mótinu með því að sigra Joburg Open mótið á Evrópumótaröðinni snemma á þessu ári. „Það er svalt að sjá nafnið sitt á toppi skortöflunnar,“ sagði Coetzee sem viðurkennir að það hafi tekið á taugarnar að vera efstur þegar hann gekk inn á 18. flöt í morgun. „Það á ekki að trufla hvernig þú leikur en það kannski hafði áhrif á mig að ég missti pútt á 16. braut. Þetta gerist þegar þú ert í forystu. Það er frábært að leika svona vel í svona virtu golfmóti og einnig á afmælisdeginum.“
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira