Tiger slapp líklegast fyrir horn Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. júlí 2014 18:02 Tiger Woods. Vísir/Getty Slök hola var nálægt því að slá Tiger Woods úr leik á Opna breska meistaramótinu í golfi í dag. Tiger byrjaði illa annan daginn í röð og var þremur yfir eftir tvær holur í dag. Tiger lék á þremur undir á fyrsta keppnisdegi og var hann því heilt yfir á pari eftir tvær holur. Eftir þær lagaðist spilamennskan hjá Tiger og paraði hann næstu fimmtán holur. Þegar Tiger steig á sautjánda teig var ekkert sem benti til annars en að hann myndi komast í gegn um niðurskurðinn. Tiger valdi hinsvegar að slá með driver af teignum og sló út af brautinni(e. out of bounds). Ekki lærði hann af fyrri mistökum sínum því hann endurtók leikinn í annarri tilraun og þurfti að slá fimmta högg af teig á holunni. Hann náði hinsvegar að koma boltanum í holuna á þremur höggum og var því 3 höggum yfir pari fyrir lokaholuna. Talið var líklegt að til þess að ná í gegnum niðurskurðinn þyrftu leikmenn að leika á +2 yfir pari eða minna og hafði því Tiger aðeins eina holu til þess að laga stöðuna. Tiger byrjaði holuna vel og var teighöggið með þrjú tréinu til fyrirmyndar en annað höggið var slakt og lenti hann í karganum um það bil 30 metrum frá holu. Innáhöggið bjargaði Tiger fyrir horn og setti hann niður pútt fyrir fugli og fyrir vikið kemst hann líklegast í gegnum niðurskurðinn. Golf Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Sport „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Slök hola var nálægt því að slá Tiger Woods úr leik á Opna breska meistaramótinu í golfi í dag. Tiger byrjaði illa annan daginn í röð og var þremur yfir eftir tvær holur í dag. Tiger lék á þremur undir á fyrsta keppnisdegi og var hann því heilt yfir á pari eftir tvær holur. Eftir þær lagaðist spilamennskan hjá Tiger og paraði hann næstu fimmtán holur. Þegar Tiger steig á sautjánda teig var ekkert sem benti til annars en að hann myndi komast í gegn um niðurskurðinn. Tiger valdi hinsvegar að slá með driver af teignum og sló út af brautinni(e. out of bounds). Ekki lærði hann af fyrri mistökum sínum því hann endurtók leikinn í annarri tilraun og þurfti að slá fimmta högg af teig á holunni. Hann náði hinsvegar að koma boltanum í holuna á þremur höggum og var því 3 höggum yfir pari fyrir lokaholuna. Talið var líklegt að til þess að ná í gegnum niðurskurðinn þyrftu leikmenn að leika á +2 yfir pari eða minna og hafði því Tiger aðeins eina holu til þess að laga stöðuna. Tiger byrjaði holuna vel og var teighöggið með þrjú tréinu til fyrirmyndar en annað höggið var slakt og lenti hann í karganum um það bil 30 metrum frá holu. Innáhöggið bjargaði Tiger fyrir horn og setti hann niður pútt fyrir fugli og fyrir vikið kemst hann líklegast í gegnum niðurskurðinn.
Golf Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Sport „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira