Þegar þekkingarleysið réði ríkjum Gauti Skúlason skrifar 1. júlí 2014 16:54 Kveikjan að þessum pistli var sigur klæðskiptingsins Thomas Neuwirth í gervi Conchita Wurst í Eurovison í byrujun maí. Undirritaður telur sig þó ekki vera mikinn áhugamann um Eurovision og finnst sú tónlist sem þar er spiluð yfirleitt svo leiðinleg að hann myndi ekki einu sinni nenna að hlusta á hana í eigin jarðarför. Samt sem áður er undirritaður aðdáandi hugrekkis – hugrekkis sem felst í því að mannsekja leyfir sér að vera hún sjálf fyrir framan 180 milljónir manna. Það gerði Thomas svo sannarlega og á þann hátt að það bar virkilega af.HræðslanVið erum stöðugt að spá í það hvernig við eigum að vera frekar en hvernig við viljum vera. Ástæðan er sú að við erum hrædd um að vera dæmd af dómstólum samfélagsins sem fyrirbrigði vegna þess að við pössum ekki inn í hið félagslega skapaða „norm“. Ósjaldan fylgir okkur sú tilfinning að geta ekki stigið út fyrir viss mörk í gjörðum, útliti, hugsunarhætti eða lifnaðarháttum sökum þess að það er ekki viðurkennt sem hluti af eðlilegri hegðun.Samfestingurinn og grímanVið setjum ekki aðeins á okkur grímu sem hylur tilfinningar okkar, heldur klæðum við okkur einnig í samfesting samfélagsins og erum eins og við ,,eigum“ að vera. Þessi raun endurtekur sig heilu kynslóðirnar og þykir fullkomnlega eðlileg. En er það virkilega svo að við lifum í heimi þar sem ekki er hægt að koma sér þægilega fyrir í eigin líkama án þess að vera dæmd/ur fyrir það?SvariðÁn efa hræðir það undirritaðan að svarið við ofangreindri spurningu sé líklegast já. Þó hefur umræðan um hið félagslega skapaða norm orðið háværari á seinustu misserum. Vitundarvakning hefur orðið og smá saman áttum við okkur á því að við sjálf smíðum kassann sem rúmar það sem talið er eðlilegt. Ímyndun okkar er sú að fyrir utan þennan kassa sé hræðilegur heimur þess óeðlilega og óleyfilega. Heimurinn fyrir utan kassannFyrir utan kassann er það ekki hræðilegra en svo að þar býr hugrakkt fólk sem lýgur ekki að sjálfu sér, er eins og það vill vera og hefur komið sér þægileg fyrir í eigin líkama. Þar hefur verið kveikt í öllum grímum og samfestingum og fólk lætur sér fátt um finnast ef þú ert nákvæmlega eins og þú vilt vera (fyrir það færðu meira að segja stundum hrós). Þar hefur hið félagslega skapaða norm verið sett upp sem leiksýning, sýningin ber heitið „Þegar þekkingarleysið réði ríkjum“. Eitt sinn lék undirritaður hlutverk í sýningunni en ekki lengur, hann sagði upp - hvað með þig? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Kveikjan að þessum pistli var sigur klæðskiptingsins Thomas Neuwirth í gervi Conchita Wurst í Eurovison í byrujun maí. Undirritaður telur sig þó ekki vera mikinn áhugamann um Eurovision og finnst sú tónlist sem þar er spiluð yfirleitt svo leiðinleg að hann myndi ekki einu sinni nenna að hlusta á hana í eigin jarðarför. Samt sem áður er undirritaður aðdáandi hugrekkis – hugrekkis sem felst í því að mannsekja leyfir sér að vera hún sjálf fyrir framan 180 milljónir manna. Það gerði Thomas svo sannarlega og á þann hátt að það bar virkilega af.HræðslanVið erum stöðugt að spá í það hvernig við eigum að vera frekar en hvernig við viljum vera. Ástæðan er sú að við erum hrædd um að vera dæmd af dómstólum samfélagsins sem fyrirbrigði vegna þess að við pössum ekki inn í hið félagslega skapaða „norm“. Ósjaldan fylgir okkur sú tilfinning að geta ekki stigið út fyrir viss mörk í gjörðum, útliti, hugsunarhætti eða lifnaðarháttum sökum þess að það er ekki viðurkennt sem hluti af eðlilegri hegðun.Samfestingurinn og grímanVið setjum ekki aðeins á okkur grímu sem hylur tilfinningar okkar, heldur klæðum við okkur einnig í samfesting samfélagsins og erum eins og við ,,eigum“ að vera. Þessi raun endurtekur sig heilu kynslóðirnar og þykir fullkomnlega eðlileg. En er það virkilega svo að við lifum í heimi þar sem ekki er hægt að koma sér þægilega fyrir í eigin líkama án þess að vera dæmd/ur fyrir það?SvariðÁn efa hræðir það undirritaðan að svarið við ofangreindri spurningu sé líklegast já. Þó hefur umræðan um hið félagslega skapaða norm orðið háværari á seinustu misserum. Vitundarvakning hefur orðið og smá saman áttum við okkur á því að við sjálf smíðum kassann sem rúmar það sem talið er eðlilegt. Ímyndun okkar er sú að fyrir utan þennan kassa sé hræðilegur heimur þess óeðlilega og óleyfilega. Heimurinn fyrir utan kassannFyrir utan kassann er það ekki hræðilegra en svo að þar býr hugrakkt fólk sem lýgur ekki að sjálfu sér, er eins og það vill vera og hefur komið sér þægileg fyrir í eigin líkama. Þar hefur verið kveikt í öllum grímum og samfestingum og fólk lætur sér fátt um finnast ef þú ert nákvæmlega eins og þú vilt vera (fyrir það færðu meira að segja stundum hrós). Þar hefur hið félagslega skapaða norm verið sett upp sem leiksýning, sýningin ber heitið „Þegar þekkingarleysið réði ríkjum“. Eitt sinn lék undirritaður hlutverk í sýningunni en ekki lengur, hann sagði upp - hvað með þig?
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar