Sport

Sharapova enn ein stórstjarnan sem úr leik á Wimbledon-mótinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Maria Sharapova.
Maria Sharapova. Vísir/Getty
Maria Sharapova frá Rússlandi er úr leik á Wimbledon-mótinu í tennis en hún féll út úr sextán manna úrslitunum í dag. Hún bætist þar með í hóp með fleiri stórstjörnum sem komust ekki langt á mótinu í  ár.

Maria Sharapova tapaði þá óvænt fyrir hinni þýsku Angelique Kerber sem er í níunda sæti á heimslistanum en Sharapova er númer fimm.

Angelique Kerber vann 7-6 (7-4), 4-6 og 6-4 og tryggði sér með því leik á móti hinni kanadísku Eugenie Bouchard í átta manna úrslitum.

Maria Sharapova vann Wimbledon-mótið fyrir tíu árum síðan en hefur síðan aðeins tekist einu sinni í níu tilraunum að komast í átta manna úrslit mótsins.

Wimbledon-mótið hefur boðið upp á óvænt úrslit í ár en fjórar af fimm hæstu á heimslistanum eru úr leik. Serena Williams og Li Na  duttu út í 3. umferð en Agnieszka Radwańska komst ekki í gegnum sextán manna úrslitin eins og Sharapova.

Hin rúmenska Simona Halep, sem er í 3. sæti á heimslistanum, er sú eina á topp fimm sem er enn með en hún hefur aldrei unnið risamót. Halep mætir Sabine Lisicki frá Þýskalandi í átta manna úrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×