Djokovic í úrslit eftir harða baráttu

Hann mætir annað hvort Roger Federer eða Milos Raonic í úrslitunum á sunnudag en sýnt er beint frá mótinu á Stöð 2 Sport.
Djokovic þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum í dag gegn hinum 23 ára Búlgara sem var að spila í undanúrslitum stórmóts í tennis í fyrsta sinn á ferlinum.
Serbinn, sem er í öðru sæti heimslistans, vann fyrsta settið 6-4 og steig vart feilspor. Hann tók svo 3-1 forystu í öðru setti en þá vaknaði Dimitrov skyndilega til lífsins og sneri viðureigninni sér í vil með frábærri frammistöðu. Hann vann næstu fimm lotur í röð og settið, 6-3.
Þriðja og fjórða sett voru æsispennandi og hvorugur gaf tommu eftir. Bráðabana þurfti í báðum settum og Djokovic vann það fyrra örugglega, 7-2.
Dimitrov fékk alls fjögur tækifæri til að tryggja sér sigur í fjórða setti og þvinga þar með fram oddasett en alltaf átti Djokovic svar. Hann vann bráðabanann, 9-7, eftir að hafa lent 6-3 undir, og fagnaði afar góðum sigri.
Dimitrov getur þó gengið stoltur frá viðureigninni en hann sló út ríkjandi meistara, heimamanninn Andy Murray, úr leik í fjórðungsúrslitum.
Tengdar fréttir

Federer vann svissneska stríðið
Roger Federer er kominn í undanúrslit á Wimbledon-mótinu í tennis eftir sigur á landa sínum Stan Wawrinka í átta manna úrslitum í dag. Hann veit ekki hver mótherji hans verður fyrr en seinna í kvöld.

Nítján ára Ástrali sló Nadal út á Wimbledon-mótinu
Spánverjinn Rafael Nadal sem er efstur á heimslistanum í tennis er úr leik á Wimbledon-mótinu eftir tap á móti lítt þekktum Ástrala í kvöld.

Murray úr leik á Wimbledon
Meistarinn tapaði óvænt fyrir 23 ára Búlgara.

Nadal-baninn ætlar sér á toppinn
Nítján ára Ástrali vann Rafael Nadal í 16 manna úrslitum á Wimbledon í gær.

Yfirburðirnir að taka enda?
Novak Djokovic og Roger Federer eru komnir í undanúrslitin á Wimbledon-mótinu í tennis en landslagið á meðal þeirra bestu hefur verið að breytast.

Nadal-baninn úr leik á Wimbledon-mótinu - Raonic í undanúrslit
Ástralinn Nick Kyrgios náði ekki að fylgja eftir sigrinum á Rafael Nadal, efsta manni heimslistans, því þessi 19 ára strákur tapað í kvöld fyrir Kanadamanninum Milos Raonic í átta manna úrslitum á Wimbledon-mótinu í tennis.

Djokovic lenti undir en vann
Novak Djokovic, efsti maður heimslistans, er kominn áfram í undanúrslit Wimbledon-mótsins.