Hinn svissneski Federer sem er í fjórða sæti á heimslistanum í tennis átti nokkuð náðugan dag en hann vann fyrstu þrjú settin og tók leikurinn aðeins tæplega tvo klukkutíma.
Federer nýtti sér mistök Raonic í fyrsta settinu og vann settið 6-4. Í öðru settinu leiddi Raonic lengst af en Federer var aldrei langt undan og eftir að hann jafnaði metin 4-4 setti Svisslendingurinn í gír og vann settið 6-4.
Þriðja settið var keimlíkt öðru settinu. Raonic hafði undirtökin í upphafi og leiddi fyrstu mínútur leiksins en Federer sigldi framúr eftir að hafa jafnað 4-4. Nýtti hann sér reynsluna til þess að klára settið og með því vinna leikinn.
Takist Federer að sigra Djokovic á sunnudaginn verður það átjándi sigur Federer á einum af stórmótunum fjórum og fyrsti stórmeistaratitill hans í tvö ár. Sýnt verður frá úrslitaleiknum í beinni á Stöð 2 Sport á sunnudaginn.
