Mikill eldur í Skeifunni Stefán Árni Pálsson skrifar 6. júlí 2014 20:33 visir/atli Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú hörðum höndum að því að hindra útbreiðslu elds sem logar í skeifunni. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var ræst út upp úr klukkan átta í kvöld. Starfsmaður Securitas, sem fréttamaður Vísis á svæðinu ræddi við, sagðist hafa verið fyrstur á svæðið. Fyrirtækinu hefði borist tilkynning um að öryggiskerfið hefði farið í gang í húsnæði efnalaugarinnar Fannar. Mikill svartur reykur liggur yfir borginni og sést hann vel um allt höfuðborgarsvæðið. Íbúar á Akranesi hafa einnig birt myndir ofan af Skaga þar sem svart reykskýið sést glögglega. Eldsupptökin voru í Efnalauginni Fönn en eldurinn hefur breiðst út um húsið. Reykkafarar hafa verið sendir inn í húsnæðið. Eldurinn er kominn yfir í húsnæði Rekstrarlands og Griffils sem eru fyrir aftan Rúmfatalagerinn. Það hús er að verða alelda. Þá ku veitingarstaðurinn Spice vera orðinn fullur af reyk en eldurinn mun ekki hafa náð þangað inn að svo stöddu. Slökkviliðið einbeitir sér fyrst og fremst að því að hefta útbreiðslu eldsins. Í Skeifunni 11 er staðsett, svo eitthvað sé nefnt, Efnalaugin Fönn, Rekstrarland, Miðstöð símenntunar, Húnvetningafélagið í Reykjavík, verslunirnar Víðir og Griffill og lögmannsstofa Magnúsar Jónssonar. Fleiri hundruð manns hafa safnast saman í Skeifunni að fylgjast með störfum slökkviliðs. Lögreglan og starfsmenn Securitas hafa girt af svæði svo slökkviliðið geti sinnt störfum sínum. Í samtali við Fréttastofu biðlar slökkviliðsmaður til fólks að halda sig frá svæðinu. Þarna séu mjög hættuleg efni í lofti og getur skapast töluverð hætta.Hreyfanleg stjórnstöð frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu er á leiðinni á svæðið þaðan sem lögregla og slökkvilið mun stýra aðgerðunum. Fleiri myndbönd eru neðst í fréttinni. Post by Ívar Þórir Daníelsson. Post by Halldór Sigurðsson. Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú hörðum höndum að því að hindra útbreiðslu elds sem logar í skeifunni. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var ræst út upp úr klukkan átta í kvöld. Starfsmaður Securitas, sem fréttamaður Vísis á svæðinu ræddi við, sagðist hafa verið fyrstur á svæðið. Fyrirtækinu hefði borist tilkynning um að öryggiskerfið hefði farið í gang í húsnæði efnalaugarinnar Fannar. Mikill svartur reykur liggur yfir borginni og sést hann vel um allt höfuðborgarsvæðið. Íbúar á Akranesi hafa einnig birt myndir ofan af Skaga þar sem svart reykskýið sést glögglega. Eldsupptökin voru í Efnalauginni Fönn en eldurinn hefur breiðst út um húsið. Reykkafarar hafa verið sendir inn í húsnæðið. Eldurinn er kominn yfir í húsnæði Rekstrarlands og Griffils sem eru fyrir aftan Rúmfatalagerinn. Það hús er að verða alelda. Þá ku veitingarstaðurinn Spice vera orðinn fullur af reyk en eldurinn mun ekki hafa náð þangað inn að svo stöddu. Slökkviliðið einbeitir sér fyrst og fremst að því að hefta útbreiðslu eldsins. Í Skeifunni 11 er staðsett, svo eitthvað sé nefnt, Efnalaugin Fönn, Rekstrarland, Miðstöð símenntunar, Húnvetningafélagið í Reykjavík, verslunirnar Víðir og Griffill og lögmannsstofa Magnúsar Jónssonar. Fleiri hundruð manns hafa safnast saman í Skeifunni að fylgjast með störfum slökkviliðs. Lögreglan og starfsmenn Securitas hafa girt af svæði svo slökkviliðið geti sinnt störfum sínum. Í samtali við Fréttastofu biðlar slökkviliðsmaður til fólks að halda sig frá svæðinu. Þarna séu mjög hættuleg efni í lofti og getur skapast töluverð hætta.Hreyfanleg stjórnstöð frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu er á leiðinni á svæðið þaðan sem lögregla og slökkvilið mun stýra aðgerðunum. Fleiri myndbönd eru neðst í fréttinni. Post by Ívar Þórir Daníelsson. Post by Halldór Sigurðsson.
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira