Sprengihætta í Skeifunni | Liðsauki frá Keflavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júlí 2014 22:18 Frá vettvangi um tíuleytið. Vísir/Gísli Berg Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til fólks að halda sig fjarri brunavettvangi í Skeifunni vegna sprengihættu. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að mikilvægt sé að útkallsaðilar fái frið til að sinna sínu erfiða verkefni. Fólk sé því beðið um að halda sig vel frá vettvangi. Reykkafarar hafa verið sendir inn í húsnæði Fannar í Skeifunni en þeir vita þó ekki nákvæmlega hvað bíður þeirra þar innandyra. Hefur slökkvistarf að miklu leyti byggst á því að takmarka útbreiðslu eldsins sem átti upptök sín í þvottahúsi Fannar. Bensínstöð Atlantsolíu er rétt við brunasvæðið og sömuleiðis er verslun Olís í Skeifunni, Rekstrarland, með ýmsar vörur til sölu. Slökkviliðsmenn af höfuðborgarsvæðinu glíma við eldinn og njóta liðsinnis félaga sinna úr slökkviliðinu á Suðurnesjum að því er Víkurfréttir greina frá. Tveir slökkvibílar frá Slökkviliðinu á Suðurnesjum hafa verið sendir til höfuðborgarinnar auk eins sjúkrabíls. Reykjarmökkinn má sjá allt frá Akranesi suður í Reykjanesbæ. Slökkviliðsmenn virðast hafa náð að hefta útbreiðslu brunans og vinna nú að því að ráða niðurlögum hans. Post by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. Post by Helgi Jóhann Hauksson. Iceland is burning down #iceland #bruni pic.twitter.com/tBA0hplpJQ— alexandra ivalu (@alexandraivalu) July 6, 2014 Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Tengdar fréttir Mikill eldur í Skeifunni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna mikils elds sem logar í Skeifunni. 6. júlí 2014 20:33 Eldurinn kviknaði í Þvottahúsi Fannar "Það var unnið í þvottahúsinu í dag en enginn var við störf þegar eldurinn kom upp. Þar er náttúrulega mikill eldsmatur, þar sem við erum að þvo lín fyrir hótel og öldrunarheimili," segir Þorvarður Helgason, verkstjóri hjá Fönn. 6. júlí 2014 21:46 „Við munum rísa úr öskunni fljótt“ Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans, sem á og rekur verslunina Griffil, gengur út frá því að allt sé farið sem þar sé innandyra. 6. júlí 2014 22:00 Hættuástand í Skeifunni: Margmenni á svæðinu Fólk er beðið að halda sig fjarri Skeifunni í Reykjavík. 6. júlí 2014 21:52 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til fólks að halda sig fjarri brunavettvangi í Skeifunni vegna sprengihættu. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að mikilvægt sé að útkallsaðilar fái frið til að sinna sínu erfiða verkefni. Fólk sé því beðið um að halda sig vel frá vettvangi. Reykkafarar hafa verið sendir inn í húsnæði Fannar í Skeifunni en þeir vita þó ekki nákvæmlega hvað bíður þeirra þar innandyra. Hefur slökkvistarf að miklu leyti byggst á því að takmarka útbreiðslu eldsins sem átti upptök sín í þvottahúsi Fannar. Bensínstöð Atlantsolíu er rétt við brunasvæðið og sömuleiðis er verslun Olís í Skeifunni, Rekstrarland, með ýmsar vörur til sölu. Slökkviliðsmenn af höfuðborgarsvæðinu glíma við eldinn og njóta liðsinnis félaga sinna úr slökkviliðinu á Suðurnesjum að því er Víkurfréttir greina frá. Tveir slökkvibílar frá Slökkviliðinu á Suðurnesjum hafa verið sendir til höfuðborgarinnar auk eins sjúkrabíls. Reykjarmökkinn má sjá allt frá Akranesi suður í Reykjanesbæ. Slökkviliðsmenn virðast hafa náð að hefta útbreiðslu brunans og vinna nú að því að ráða niðurlögum hans. Post by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. Post by Helgi Jóhann Hauksson. Iceland is burning down #iceland #bruni pic.twitter.com/tBA0hplpJQ— alexandra ivalu (@alexandraivalu) July 6, 2014
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Tengdar fréttir Mikill eldur í Skeifunni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna mikils elds sem logar í Skeifunni. 6. júlí 2014 20:33 Eldurinn kviknaði í Þvottahúsi Fannar "Það var unnið í þvottahúsinu í dag en enginn var við störf þegar eldurinn kom upp. Þar er náttúrulega mikill eldsmatur, þar sem við erum að þvo lín fyrir hótel og öldrunarheimili," segir Þorvarður Helgason, verkstjóri hjá Fönn. 6. júlí 2014 21:46 „Við munum rísa úr öskunni fljótt“ Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans, sem á og rekur verslunina Griffil, gengur út frá því að allt sé farið sem þar sé innandyra. 6. júlí 2014 22:00 Hættuástand í Skeifunni: Margmenni á svæðinu Fólk er beðið að halda sig fjarri Skeifunni í Reykjavík. 6. júlí 2014 21:52 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Mikill eldur í Skeifunni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna mikils elds sem logar í Skeifunni. 6. júlí 2014 20:33
Eldurinn kviknaði í Þvottahúsi Fannar "Það var unnið í þvottahúsinu í dag en enginn var við störf þegar eldurinn kom upp. Þar er náttúrulega mikill eldsmatur, þar sem við erum að þvo lín fyrir hótel og öldrunarheimili," segir Þorvarður Helgason, verkstjóri hjá Fönn. 6. júlí 2014 21:46
„Við munum rísa úr öskunni fljótt“ Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans, sem á og rekur verslunina Griffil, gengur út frá því að allt sé farið sem þar sé innandyra. 6. júlí 2014 22:00
Hættuástand í Skeifunni: Margmenni á svæðinu Fólk er beðið að halda sig fjarri Skeifunni í Reykjavík. 6. júlí 2014 21:52