Rjúkandi sala á pylsum í brunanum í gær Kjartan Atli Kjartansson skrifar 7. júlí 2014 13:07 Egill með pylsuna í gær. Mynd/Andrea Rán Jóhannsdóttir Löng röð myndaðist fyrir utan pylsusjoppuna Borgarpylsur í Skeifunni í gærkvöldi, þegar mikið af fólki mætti til að horfa á brunann þar. Hulda Ólafsdóttir eigandi var stödd þarna fyrir í sjoppunni fyrir tilviljun og ákvað að selja svöngum gestum pylsur. „Við lokum klukkan hálf sjö á sunnudögum og það var eins í gær. En ég þurfti að skjótast þarna með tuskur og fleira áður en ég fór í sumarbústað,“ útskýrir Hulda og heldur áfram: „Ég kom þarna upp úr hálf níu í gærkvöldi og þá sá ég að bruninn var byrjaður.“ Mikið af fólki hafði þá safnast saman nálægt Borgarpylsum. „Svo kemur einn maður og spyr mig hvort ég eigi pylsur. Ég svaraði honum þannig að ég ætti tvær pylsur frá því að ég lokaði og bauð honum þær. Hann þáði það boð. Síðan bættust við fleiri sem vildi pylsur þannig að ég ákvað að opna bara. Ég var með opið í svona korter til tuttugu mínútur og það seldist bara nokkuð vel hjá mér. En svo var ég beðin um að loka, því svæðinu í kring var lokað.“Borgarpylsur í morgun. Nóg var að gera í gær.Vísir/Vilhelm„Hefur verið eins og sautjándi júní“ Einn þeirra sem fékk sér pylsu var Egill Ólafur Thorarensen, rappari og einn af skipuleggjendum Secret Solstice hátíðarinnar. „Þetta hefur bara verið eins á sautjánda júní fyrir pyslusalann. Þarna var löng röð, allir vildu pylsu,“ segir hann og bætir við: „Þetta var mjög góð pylsa sem ég fékk þarna.“ Egill var staddur í nágrenni brunans og ákvað að kíkja á staðinn. „Já, við vorum þarna rétt hjá og kíktum. Þarna var minn fyrsti vinnustaður að brenna, ég vann þarna í BT þegar ég var sextán ára. Það var mjög sérstakt að horfa upp á þetta.“ Egill sést með pylsuna hér á myndinni að ofan. „Myndin var tekin rétt áður en lögreglan færði bandið aftar og bað fólk að yfirgefa svæðið. Að sjálfsögðu hlýddum við því og fórum.“ Hér að neðan smá sjá tíst um röðina fyrir utan Borgarpylsur.Borgarpylsur grunaðir? #samsæri pic.twitter.com/a2U2yqYIrW— Ásgrímur Gunnarsson (@asigunn) July 6, 2014 Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Tengdar fréttir Skeifubruninn: „Því meira sem brennur því meiri reykur“ "Það hefur brunnið í þessu húsi áður,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um brunann í Skeifunni 11. 7. júlí 2014 00:47 Mikill eldur í Skeifunni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna mikils elds sem logar í Skeifunni. 6. júlí 2014 20:33 „Við munum rísa úr öskunni fljótt“ Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans, sem á og rekur verslunina Griffil, gengur út frá því að allt sé farið sem þar sé innandyra. 6. júlí 2014 22:00 Hættuástand í Skeifunni: Margmenni á svæðinu Fólk er beðið að halda sig fjarri Skeifunni í Reykjavík. 6. júlí 2014 21:52 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Löng röð myndaðist fyrir utan pylsusjoppuna Borgarpylsur í Skeifunni í gærkvöldi, þegar mikið af fólki mætti til að horfa á brunann þar. Hulda Ólafsdóttir eigandi var stödd þarna fyrir í sjoppunni fyrir tilviljun og ákvað að selja svöngum gestum pylsur. „Við lokum klukkan hálf sjö á sunnudögum og það var eins í gær. En ég þurfti að skjótast þarna með tuskur og fleira áður en ég fór í sumarbústað,“ útskýrir Hulda og heldur áfram: „Ég kom þarna upp úr hálf níu í gærkvöldi og þá sá ég að bruninn var byrjaður.“ Mikið af fólki hafði þá safnast saman nálægt Borgarpylsum. „Svo kemur einn maður og spyr mig hvort ég eigi pylsur. Ég svaraði honum þannig að ég ætti tvær pylsur frá því að ég lokaði og bauð honum þær. Hann þáði það boð. Síðan bættust við fleiri sem vildi pylsur þannig að ég ákvað að opna bara. Ég var með opið í svona korter til tuttugu mínútur og það seldist bara nokkuð vel hjá mér. En svo var ég beðin um að loka, því svæðinu í kring var lokað.“Borgarpylsur í morgun. Nóg var að gera í gær.Vísir/Vilhelm„Hefur verið eins og sautjándi júní“ Einn þeirra sem fékk sér pylsu var Egill Ólafur Thorarensen, rappari og einn af skipuleggjendum Secret Solstice hátíðarinnar. „Þetta hefur bara verið eins á sautjánda júní fyrir pyslusalann. Þarna var löng röð, allir vildu pylsu,“ segir hann og bætir við: „Þetta var mjög góð pylsa sem ég fékk þarna.“ Egill var staddur í nágrenni brunans og ákvað að kíkja á staðinn. „Já, við vorum þarna rétt hjá og kíktum. Þarna var minn fyrsti vinnustaður að brenna, ég vann þarna í BT þegar ég var sextán ára. Það var mjög sérstakt að horfa upp á þetta.“ Egill sést með pylsuna hér á myndinni að ofan. „Myndin var tekin rétt áður en lögreglan færði bandið aftar og bað fólk að yfirgefa svæðið. Að sjálfsögðu hlýddum við því og fórum.“ Hér að neðan smá sjá tíst um röðina fyrir utan Borgarpylsur.Borgarpylsur grunaðir? #samsæri pic.twitter.com/a2U2yqYIrW— Ásgrímur Gunnarsson (@asigunn) July 6, 2014
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Tengdar fréttir Skeifubruninn: „Því meira sem brennur því meiri reykur“ "Það hefur brunnið í þessu húsi áður,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um brunann í Skeifunni 11. 7. júlí 2014 00:47 Mikill eldur í Skeifunni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna mikils elds sem logar í Skeifunni. 6. júlí 2014 20:33 „Við munum rísa úr öskunni fljótt“ Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans, sem á og rekur verslunina Griffil, gengur út frá því að allt sé farið sem þar sé innandyra. 6. júlí 2014 22:00 Hættuástand í Skeifunni: Margmenni á svæðinu Fólk er beðið að halda sig fjarri Skeifunni í Reykjavík. 6. júlí 2014 21:52 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Skeifubruninn: „Því meira sem brennur því meiri reykur“ "Það hefur brunnið í þessu húsi áður,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um brunann í Skeifunni 11. 7. júlí 2014 00:47
Mikill eldur í Skeifunni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna mikils elds sem logar í Skeifunni. 6. júlí 2014 20:33
„Við munum rísa úr öskunni fljótt“ Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans, sem á og rekur verslunina Griffil, gengur út frá því að allt sé farið sem þar sé innandyra. 6. júlí 2014 22:00
Hættuástand í Skeifunni: Margmenni á svæðinu Fólk er beðið að halda sig fjarri Skeifunni í Reykjavík. 6. júlí 2014 21:52