Lögreglumenn ósáttir með að hafa ekki verið kallaðir út Samúel Karl Ólason skrifar 7. júlí 2014 18:26 Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Vísir/Andri „Eins og ég hef heyrt af kollegum mínum, þá virðist vera að það hafi ekki verið gripið til stórs útkalls, eða allsherjarútkalls meðal lögreglumanna sem voru á frívakt líkt og til dæmis slökkviliðið gerði á brunavettvangi. Þeir kalla ekki til björgunarsveitarfólk til að sjá um slökkvistörf fyrir sig.“ Þetta sagði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagðist hafa heyrt af óánægju lögreglumanna með þetta fyrirkomulag, en sagði það ekki snúast um núning á milli lögreglu og björgunarsveita. „En þarna virðist hafa verið farin sú leið að kalla til björgunarsveitarfólk til að sinna störfum sem klárlega eru hlutverk lögreglu. Það er að hefta aðgang forvitinna vegfarnenda að hættusvæði sem klárlega skapaðist.“ „Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem þetta hefur gerst. Ástæðuna fyrir því veit ég svo sem ekki, en get farið út í að fabúlera á þá vegu að það kosti peninga að kalla lögreglumenn í vinnu og ég geri ekki ráð fyrir því að lögreglan sé að borga mikið fyrir þessa þjónustu björgunarsveitarinnar.“ Snorri segist óttast um að um sé að ræða bókhaldsdæmi sé að ræða, þar sem ekkert þurfi að greiða björgunarsveitarmönnum. „Ég veit ekki að nákvæmlega sé svo í pottinn búið, en það er kannski rétt að þið leitið svara.“ „Ég veit að það var fjöldinn allur af lögreglumönnum á frívakt svokallaðri, það er á milli vakta sem að í raun biðu bara við símann á eftir því að vera kallaðir til vinnu.“ Hann sagði að Landssamband lögreglumanna myndi leita eftir skýringum á þessu fyrirkomulagi. „Og sérlega í ljósi þess sem að ég sagði hér rétt áðan. Ég veit að það var fjöldi lögreglumanna sem nánast beið við símann og gerði sér grein fyrir því hættuástandi og þeirri þörf á lögreglumönnum sem var á vettvangi. Já við munum leita eftir skýringum til yfirvalda á því hvers vegna svona var í búið.“Nokkurs konar framlenging á lögreglumönnum Björgunarsveitir munu hafa boðist til að aðstoða lögreglu í Skeifunni sem var þegið. „Við vinnum mikið með þeim, eins og á menningarnótt, og þegar verkefnin eru mjög stór. Þá fáum við þá til okkar og erum þá alltaf með einn eða tvo lögregluþjóna með þeim,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. „Þeir eru nokkurskonar framlenging á okkur.“Björgunarsveitarmenn hafa þó ekkert vald í lögum til að stjórna mannfjölda. „Þess vegna er lögreglumaður með í hverjum hóp. Ef menn eru með eitthvað röfl er kallað í okkur. Þó er þetta yfirleitt tæklað á góðu nótunum.“ „Þegar við þurfum að fá mikinn fjölda á stuttum tíma er gott að leita til þeirra,“ segir Jóhann. „Það er ómetanlegt að hafa aðgang að svona snillingum. Þeir sinna þó bara almennri gæslu og þá getum við kannski sparað lögreglumenn í svona lokun og sinnt því sem við þurfum að sinna.“ Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
„Eins og ég hef heyrt af kollegum mínum, þá virðist vera að það hafi ekki verið gripið til stórs útkalls, eða allsherjarútkalls meðal lögreglumanna sem voru á frívakt líkt og til dæmis slökkviliðið gerði á brunavettvangi. Þeir kalla ekki til björgunarsveitarfólk til að sjá um slökkvistörf fyrir sig.“ Þetta sagði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagðist hafa heyrt af óánægju lögreglumanna með þetta fyrirkomulag, en sagði það ekki snúast um núning á milli lögreglu og björgunarsveita. „En þarna virðist hafa verið farin sú leið að kalla til björgunarsveitarfólk til að sinna störfum sem klárlega eru hlutverk lögreglu. Það er að hefta aðgang forvitinna vegfarnenda að hættusvæði sem klárlega skapaðist.“ „Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem þetta hefur gerst. Ástæðuna fyrir því veit ég svo sem ekki, en get farið út í að fabúlera á þá vegu að það kosti peninga að kalla lögreglumenn í vinnu og ég geri ekki ráð fyrir því að lögreglan sé að borga mikið fyrir þessa þjónustu björgunarsveitarinnar.“ Snorri segist óttast um að um sé að ræða bókhaldsdæmi sé að ræða, þar sem ekkert þurfi að greiða björgunarsveitarmönnum. „Ég veit ekki að nákvæmlega sé svo í pottinn búið, en það er kannski rétt að þið leitið svara.“ „Ég veit að það var fjöldinn allur af lögreglumönnum á frívakt svokallaðri, það er á milli vakta sem að í raun biðu bara við símann á eftir því að vera kallaðir til vinnu.“ Hann sagði að Landssamband lögreglumanna myndi leita eftir skýringum á þessu fyrirkomulagi. „Og sérlega í ljósi þess sem að ég sagði hér rétt áðan. Ég veit að það var fjöldi lögreglumanna sem nánast beið við símann og gerði sér grein fyrir því hættuástandi og þeirri þörf á lögreglumönnum sem var á vettvangi. Já við munum leita eftir skýringum til yfirvalda á því hvers vegna svona var í búið.“Nokkurs konar framlenging á lögreglumönnum Björgunarsveitir munu hafa boðist til að aðstoða lögreglu í Skeifunni sem var þegið. „Við vinnum mikið með þeim, eins og á menningarnótt, og þegar verkefnin eru mjög stór. Þá fáum við þá til okkar og erum þá alltaf með einn eða tvo lögregluþjóna með þeim,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. „Þeir eru nokkurskonar framlenging á okkur.“Björgunarsveitarmenn hafa þó ekkert vald í lögum til að stjórna mannfjölda. „Þess vegna er lögreglumaður með í hverjum hóp. Ef menn eru með eitthvað röfl er kallað í okkur. Þó er þetta yfirleitt tæklað á góðu nótunum.“ „Þegar við þurfum að fá mikinn fjölda á stuttum tíma er gott að leita til þeirra,“ segir Jóhann. „Það er ómetanlegt að hafa aðgang að svona snillingum. Þeir sinna þó bara almennri gæslu og þá getum við kannski sparað lögreglumenn í svona lokun og sinnt því sem við þurfum að sinna.“
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira