Ísraelar boða hertar árásir á Gaza Heimir Már Pétursson skrifar 9. júlí 2014 20:00 Forsætisráðherra Ísraels boðar harðari árásir á Gaza þar til Hamas-liðar láta af flugskeytaárásum á suðurhluta Ísraels. Hátt í fjörtíu manns hafa fallið í loftárásum Ísraelsmanna undanfarna daga, þeirra á meðal konur og börn. Ísraelsmenn héldu áfram lofárásum sínum á Gaza í nótt eftir harðar árásir í gær og í dag hafa þeir skotið tæplega fimmtíu eldflaugum á Gazaborg og byggðirnar þar í kring. Herinn segist hafa um fjögur hundruð skotmörk í siktinu á Gaza, stöðvar hernaðararms Hamas samtakanna og jarðgöng sem grafinn hafa verið til að komast á milli staða og yfir landamærin til Egyptalands. Flugskeytin lenda þó oft á íbúðabyggð og hefur fjöldi heimila verið sprengdur í loft upp. Undanfarna daga hafa að minnsta kosti 35 manns fallið á Gaza, um helmingur þeirra óbreyttir borgarar, þar af fjórar konur og þrjú börn. Hundruð manna hafa særst og hafa neyðarmóttökur í borginni vart undan að taka á móti særðu fólki. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels segir að hert verði á árásunum þar til Hamasliðar láti af flugskeytaárásum sínum á suðurhluta Ísraels. Ekkert mannfall hefur orðið vegna þeirra árása, enda eru flugskeyti Hamas mun vanþróaðri en háþróuð vopn Ísraelsmanna. Þá hafa Ísraelsmenn náð að skjóta niður mörg af flugskeytum Hamas, m.a. við Tel Aviv og Jerúsalem. Um 40 þúsund manna varalið ísrelska hersins er í viðbragðsstöðu til innrásar á Gaza, en Ísraelsmenn hafa áður sýnt að þeir eru til alls líklegir telji þeir sér ógnað. Það gæti því enn átt eftir að hitna í kolunum á Gaza með tilheyrandi mannfalli. Gasa Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Forsætisráðherra Ísraels boðar harðari árásir á Gaza þar til Hamas-liðar láta af flugskeytaárásum á suðurhluta Ísraels. Hátt í fjörtíu manns hafa fallið í loftárásum Ísraelsmanna undanfarna daga, þeirra á meðal konur og börn. Ísraelsmenn héldu áfram lofárásum sínum á Gaza í nótt eftir harðar árásir í gær og í dag hafa þeir skotið tæplega fimmtíu eldflaugum á Gazaborg og byggðirnar þar í kring. Herinn segist hafa um fjögur hundruð skotmörk í siktinu á Gaza, stöðvar hernaðararms Hamas samtakanna og jarðgöng sem grafinn hafa verið til að komast á milli staða og yfir landamærin til Egyptalands. Flugskeytin lenda þó oft á íbúðabyggð og hefur fjöldi heimila verið sprengdur í loft upp. Undanfarna daga hafa að minnsta kosti 35 manns fallið á Gaza, um helmingur þeirra óbreyttir borgarar, þar af fjórar konur og þrjú börn. Hundruð manna hafa særst og hafa neyðarmóttökur í borginni vart undan að taka á móti særðu fólki. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels segir að hert verði á árásunum þar til Hamasliðar láti af flugskeytaárásum sínum á suðurhluta Ísraels. Ekkert mannfall hefur orðið vegna þeirra árása, enda eru flugskeyti Hamas mun vanþróaðri en háþróuð vopn Ísraelsmanna. Þá hafa Ísraelsmenn náð að skjóta niður mörg af flugskeytum Hamas, m.a. við Tel Aviv og Jerúsalem. Um 40 þúsund manna varalið ísrelska hersins er í viðbragðsstöðu til innrásar á Gaza, en Ísraelsmenn hafa áður sýnt að þeir eru til alls líklegir telji þeir sér ógnað. Það gæti því enn átt eftir að hitna í kolunum á Gaza með tilheyrandi mannfalli.
Gasa Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira