ESB til aðstoðar búlgarska bankakerfinu Randver Kári Randversson skrifar 30. júní 2014 12:32 Innistæðueigendur bíða fyrir utan banka í Sofiu á föstudag. Vísir/AP Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur samþykkt beiðni búlgarskra yfirvalda um aðstoð við fjármögnun nokkurra af stærstu bönkum landsins sem talið er að hafi orðið fyrir skipulögðum árásum. Fimm hafa verið handteknir vegna málsins. BBC greinir frá þessu. Framkvæmdastjórn ESB hefur framlengt lánalínu upp á 3,3 milljarða leva (um 2,3 milljarða dollara) til aðstoðar við búlgarska bankakerfið, en tveir búlgarskir bankar urðu fyrir áhlaupi í síðustu viku. Í tilkynningu frá framkvæmdastjórninni kemur fram að aðstoðin sem nú er veitt sé í samræmi við þá nauðsyn að tryggja fullnægjandi greiðsluflæði bankakerfisins við tilteknar aðstæður. Jafnframt er lögð áhersla á að bankakerfið í Búlgaríu sé í grundvallaratriðum traust, þar sem það sé vel fjármagnað og hafi góða greiðslugetu samanborið við önnur aðildarríki. Í síðustu viku varð KTB-bankinn, fjórði stærsti banki Búlgaríu, fyrir áhlaupi með þeim afleiðingum að seðlabanki landsins yfirtók bankann. Á föstudag þustu innistæðueigendur í þriðja stærsta banka landsins og tóku út innistæður sínar af ótta við að sá banki færi sömu leið. Fimm hafa verið handteknir, grunaðir um að hafa skipulagt atlögu að bankakerfinu. Búlgarski seðlabankinn hefur hvatt til þess að opinberir aðilar vinni saman að því að tryggja fjármálastöðugleika og grípi til lagalegra aðgerða gegn þeim sem hafi breitt út ósannindi um ástand búlgarska bankakerfisins. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur samþykkt beiðni búlgarskra yfirvalda um aðstoð við fjármögnun nokkurra af stærstu bönkum landsins sem talið er að hafi orðið fyrir skipulögðum árásum. Fimm hafa verið handteknir vegna málsins. BBC greinir frá þessu. Framkvæmdastjórn ESB hefur framlengt lánalínu upp á 3,3 milljarða leva (um 2,3 milljarða dollara) til aðstoðar við búlgarska bankakerfið, en tveir búlgarskir bankar urðu fyrir áhlaupi í síðustu viku. Í tilkynningu frá framkvæmdastjórninni kemur fram að aðstoðin sem nú er veitt sé í samræmi við þá nauðsyn að tryggja fullnægjandi greiðsluflæði bankakerfisins við tilteknar aðstæður. Jafnframt er lögð áhersla á að bankakerfið í Búlgaríu sé í grundvallaratriðum traust, þar sem það sé vel fjármagnað og hafi góða greiðslugetu samanborið við önnur aðildarríki. Í síðustu viku varð KTB-bankinn, fjórði stærsti banki Búlgaríu, fyrir áhlaupi með þeim afleiðingum að seðlabanki landsins yfirtók bankann. Á föstudag þustu innistæðueigendur í þriðja stærsta banka landsins og tóku út innistæður sínar af ótta við að sá banki færi sömu leið. Fimm hafa verið handteknir, grunaðir um að hafa skipulagt atlögu að bankakerfinu. Búlgarski seðlabankinn hefur hvatt til þess að opinberir aðilar vinni saman að því að tryggja fjármálastöðugleika og grípi til lagalegra aðgerða gegn þeim sem hafi breitt út ósannindi um ástand búlgarska bankakerfisins.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira