Tenórinn um franska landsliðið: „Þeir höguðu sér eins og kjánar“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 30. júní 2014 13:12 Jóhann Friðgeir er sáttur með flutning sinn. „Þeir höguðu sér eins og kjánar, þessir ágætu leikmenn. Flutningurinn var góður, það var ekkert út á hann að setja,“ segir Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór um flutning hans á franska þjóðsöngnum fyrir leik Íslands og Frakklands árið 1998. í franska blaðinu L'Équipe sagði að flutningur Jóhanns á La Marseillaise, þjóðsöngi Frakka, hafi verið sá versti í sögunni á undan kappleik. Umfjöllun blaðsins um söng Jóhanns kom til vegna þess að vegna tæknilegra vandamála var ekki hægt að spila þjóðsöng Frakka fyrir leik landsliðsins gegn Hondúras á HM í Brasilíu. Vísir greindi frá málinu fyrr í dag.Með stórt og breitt brak „Ég er með stórt og breitt bak. Ég tek þessu með miklu jafnaðargeði,“ segir tenórinn um umfjöllun franska blaðsins. „Þeir hafa alltaf verið í miklum metum hjá mér, þessir leikmenn. En hegðun þeirra var ekki upp á marga fiska fyrir þennan leik. Þeir létu eins og kjánar niðri í Baldurshaga, þeir hlógu í búningsherbergjunum og hlógu líka þegar forsetinn var að taka í höndina á þeim, það var eitthvað voðalega fyndið allt þarna,“ bætir hann við.Veit af hverju þeir eru að hlæja Jóhann segist vita af hverju þeir voru að hlæja. „Ég veit alveg af hverju þeir eru að hlæja, en ég get ekki sagt það.“Er engin leið að fá það upp úr þér? „Nei, ég þori ekki að segja frá því, það var dálítið súrt hjá þeim blessuðum.Sjálfsagt hefur þeim líka fundist fyndið að sjá mig í smóking þarna. Við vorum flottir þarna við Ólafur Vignir Albertsson.“Hvað finnst frökkum? Vísir ræddi við franskan mann, búsettan í París, og bað hann að hlusta á frammistöðu Jóhanns. Hann sagðist muna vel eftir þessu atviki, því mikið hafi verið talað um þetta í Frakklandi á sínum tíma. Hann telur að frönsku landsliðsmennirnir hafi hlegið því framburður Jóhanns minni á framburð Austur-Evrópubúa á frönsku. Hann bendir þó á að Jóhann þurfi í raun ekkert að skammast sín fyrir flutninginn, því það sé alþekkt í Frakklandi að Fabien Barthez og Bixante Lizarazu, tveir af þeim sem sjáist hlæja fyrir leikinn, séu þekktir trúðar. Hann segir þá tvo vera þekkta í Frakklandi fyrir fyndin uppátæki og þarna hafi tenórinn orðið skotspónn einhvers gríns. Tengdar fréttir Flutningur franska þjóðsöngsins í Laugardal sá versti Jóhann Friðgeir Valdimarsson fær ekki góða dóma fyrir flutninginn á La Marseillaise 1998. 30. júní 2014 12:15 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
„Þeir höguðu sér eins og kjánar, þessir ágætu leikmenn. Flutningurinn var góður, það var ekkert út á hann að setja,“ segir Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór um flutning hans á franska þjóðsöngnum fyrir leik Íslands og Frakklands árið 1998. í franska blaðinu L'Équipe sagði að flutningur Jóhanns á La Marseillaise, þjóðsöngi Frakka, hafi verið sá versti í sögunni á undan kappleik. Umfjöllun blaðsins um söng Jóhanns kom til vegna þess að vegna tæknilegra vandamála var ekki hægt að spila þjóðsöng Frakka fyrir leik landsliðsins gegn Hondúras á HM í Brasilíu. Vísir greindi frá málinu fyrr í dag.Með stórt og breitt brak „Ég er með stórt og breitt bak. Ég tek þessu með miklu jafnaðargeði,“ segir tenórinn um umfjöllun franska blaðsins. „Þeir hafa alltaf verið í miklum metum hjá mér, þessir leikmenn. En hegðun þeirra var ekki upp á marga fiska fyrir þennan leik. Þeir létu eins og kjánar niðri í Baldurshaga, þeir hlógu í búningsherbergjunum og hlógu líka þegar forsetinn var að taka í höndina á þeim, það var eitthvað voðalega fyndið allt þarna,“ bætir hann við.Veit af hverju þeir eru að hlæja Jóhann segist vita af hverju þeir voru að hlæja. „Ég veit alveg af hverju þeir eru að hlæja, en ég get ekki sagt það.“Er engin leið að fá það upp úr þér? „Nei, ég þori ekki að segja frá því, það var dálítið súrt hjá þeim blessuðum.Sjálfsagt hefur þeim líka fundist fyndið að sjá mig í smóking þarna. Við vorum flottir þarna við Ólafur Vignir Albertsson.“Hvað finnst frökkum? Vísir ræddi við franskan mann, búsettan í París, og bað hann að hlusta á frammistöðu Jóhanns. Hann sagðist muna vel eftir þessu atviki, því mikið hafi verið talað um þetta í Frakklandi á sínum tíma. Hann telur að frönsku landsliðsmennirnir hafi hlegið því framburður Jóhanns minni á framburð Austur-Evrópubúa á frönsku. Hann bendir þó á að Jóhann þurfi í raun ekkert að skammast sín fyrir flutninginn, því það sé alþekkt í Frakklandi að Fabien Barthez og Bixante Lizarazu, tveir af þeim sem sjáist hlæja fyrir leikinn, séu þekktir trúðar. Hann segir þá tvo vera þekkta í Frakklandi fyrir fyndin uppátæki og þarna hafi tenórinn orðið skotspónn einhvers gríns.
Tengdar fréttir Flutningur franska þjóðsöngsins í Laugardal sá versti Jóhann Friðgeir Valdimarsson fær ekki góða dóma fyrir flutninginn á La Marseillaise 1998. 30. júní 2014 12:15 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Flutningur franska þjóðsöngsins í Laugardal sá versti Jóhann Friðgeir Valdimarsson fær ekki góða dóma fyrir flutninginn á La Marseillaise 1998. 30. júní 2014 12:15