Fótbolti

Alfreð búinn að ná samkomulagi við Real Sociedad

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Alfreð Finnbogason, leikmaður Heerenveen, hefur komist að samkomulagi um kaup og kjör við spænska úrvalsdeildarfélagið Real Sociedad. Aðeins er beðið eftir því að félögin komist að samkomulagi um kaupverð.

Þetta er fullyrt í Morgunblaðinu í dag. Síðustu daga hafa spænskir fjölmiðlar fjallað um áhuga Real Sociedad á Alfreð sem varð markahæsti leikmaður hollensku úrvalsdeildarinnar síðastliðið tímabil.

El Diario Vasco fullyrðir að ef Antoine Griezmann verði seldur, eins og allt útlit er fyrir, verði peningurinn að hluta notaður til að kaupa Alfreð.

Alfreð hefur einnig verið orðaður við Olympiakos í Grikklandi, sem og fleiri félög í Evrópu. Hann skoraði 29 mörk í 31 leik í hollensku úrvalsdeildinni í vetur en enginn Íslendingur hefur skorað fleiri mörk í efstu deild í Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×