Reynir Traustason segir Gísla Frey lekamanninn Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2014 12:28 Reynir biður Þórey afsökunar og tilkynnir að sá sem lak minnisblaðinu sé Gísli Freyr, hinn aðstoðarmaður Hönnu Birnu. „Við gerðum klárlega mistök. Þórey er með stöðu grunaðs manns. Mistök okkar eru þau að rugla henni saman við starfsmann B – starfsmaður B er Gísli Freyr Valdórsson, hinn aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Við biðjum Þórey afdráttarlaust afsökunar á að hafa bendlað hana við þennan gjörning Gísla,“ segir Reynir Traustason ritstjóri DV og áréttar að Þórey sé ekki starfsmaður B. Vísir hefur greint frá þessum málum í morgun og hafa nokkrar vendingar orðið. Í DV í morgun kemur fram að sú sem lak umdeildu minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos seint á síðasta ári, hafi verið Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu innanríkisráðherra. Nákvæmara er reyndar að segja að í fréttinni sé því haldið fram að hún sé starfsmaður B. sem nefndur er í nýlegum Hæstaréttardómi, sem sá sem lögregla hafi rökstuddan grun um að hafi verið sá eða sú sem lak minnisblaðinu. Í kjölfarið sendi Þórey frá sér yfirlýsingu þar sem hún tilkynnir að hún ætli að fara í mál við DV vegna rangfærslna sem hún segir ítrekaðar í blaðinu, um þetta mál. Uppfært 13:00Ekki hefur enn tekist að ná tali af Gísla Frey, þrátt fyrir tilraunir.Reynir biður Þórey afsökunar á mistökum DV; hún er ekki starfsmaður B, heldur sé sá Gísli Freyr.Yfirlýsing DVBáðir aðstoðarmennirnir grunaðirAfsökunarbeiðni til Þóreyjar VilhjálmsdótturÞórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, er með stöðu grunaðs í rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna leka úr innanríkisráðuneytinu, líkt og kom fram í DV í dag.Þórey er hins vegar ekki sá grunaði sem gengur undir nafninu „Starfsmaður B“ í skýrslu saksóknara. Starfsmaður B er Gísli Freyr Valdórsson, annar aðstoðarmaður ráðherrans.DV biður Þóreyju afsökunar á því að hafa tengt hana við meint atferli „Starfsmanns B“ í úttekt á lekamálinu í helgarblaði DV. Mistökin eru á ábyrgð DV og koma til vegna rangra tenginga milli heimilda sem ritstjórn hafði aflað sér og á grundvelli þess að einungis er vísað til eins starfsmanns með réttarstöðu grunaðs manns í dómsskjölum. Um er að ræða mistök sem ritstjórn DV harmar, enda stendur aldrei til að tengja aðila máls ómaklega við það sem aðrir málsaðilar eru grunaðir um.DV leggur þunga áherslu á rannsóknarblaðamennsku og mun í kjölfarið yfirfara heimildarvinnslu sem tengjast þessu tiltekna atriði málsins. Þetta breytir hins vegar ekki öðrum staðreyndum málsins.Reynt hafði verið að ná í Þóreyju, sem er starfandi upplýsingafulltrúi í ráðuneytinu, síðastliðna þrjá daga. Skilin hafa verið eftir áríðandi skilaboð til hennar þar sem henni var gerð grein fyrir efni fréttarinnar og óskað eftir viðbrögðum. Vísað hefur verið til hennar sem upplýsingafulltrúa þegar haft er samband við ráðuneytið og því hafa engin viðbrögð fengist frá ráðuneytinu. Þórey hefur enn ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum DV. Undir ritar Ingibjörg Dögg, aðstoðarritstjóri DV. Lekamálið Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
„Við gerðum klárlega mistök. Þórey er með stöðu grunaðs manns. Mistök okkar eru þau að rugla henni saman við starfsmann B – starfsmaður B er Gísli Freyr Valdórsson, hinn aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Við biðjum Þórey afdráttarlaust afsökunar á að hafa bendlað hana við þennan gjörning Gísla,“ segir Reynir Traustason ritstjóri DV og áréttar að Þórey sé ekki starfsmaður B. Vísir hefur greint frá þessum málum í morgun og hafa nokkrar vendingar orðið. Í DV í morgun kemur fram að sú sem lak umdeildu minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos seint á síðasta ári, hafi verið Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu innanríkisráðherra. Nákvæmara er reyndar að segja að í fréttinni sé því haldið fram að hún sé starfsmaður B. sem nefndur er í nýlegum Hæstaréttardómi, sem sá sem lögregla hafi rökstuddan grun um að hafi verið sá eða sú sem lak minnisblaðinu. Í kjölfarið sendi Þórey frá sér yfirlýsingu þar sem hún tilkynnir að hún ætli að fara í mál við DV vegna rangfærslna sem hún segir ítrekaðar í blaðinu, um þetta mál. Uppfært 13:00Ekki hefur enn tekist að ná tali af Gísla Frey, þrátt fyrir tilraunir.Reynir biður Þórey afsökunar á mistökum DV; hún er ekki starfsmaður B, heldur sé sá Gísli Freyr.Yfirlýsing DVBáðir aðstoðarmennirnir grunaðirAfsökunarbeiðni til Þóreyjar VilhjálmsdótturÞórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, er með stöðu grunaðs í rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna leka úr innanríkisráðuneytinu, líkt og kom fram í DV í dag.Þórey er hins vegar ekki sá grunaði sem gengur undir nafninu „Starfsmaður B“ í skýrslu saksóknara. Starfsmaður B er Gísli Freyr Valdórsson, annar aðstoðarmaður ráðherrans.DV biður Þóreyju afsökunar á því að hafa tengt hana við meint atferli „Starfsmanns B“ í úttekt á lekamálinu í helgarblaði DV. Mistökin eru á ábyrgð DV og koma til vegna rangra tenginga milli heimilda sem ritstjórn hafði aflað sér og á grundvelli þess að einungis er vísað til eins starfsmanns með réttarstöðu grunaðs manns í dómsskjölum. Um er að ræða mistök sem ritstjórn DV harmar, enda stendur aldrei til að tengja aðila máls ómaklega við það sem aðrir málsaðilar eru grunaðir um.DV leggur þunga áherslu á rannsóknarblaðamennsku og mun í kjölfarið yfirfara heimildarvinnslu sem tengjast þessu tiltekna atriði málsins. Þetta breytir hins vegar ekki öðrum staðreyndum málsins.Reynt hafði verið að ná í Þóreyju, sem er starfandi upplýsingafulltrúi í ráðuneytinu, síðastliðna þrjá daga. Skilin hafa verið eftir áríðandi skilaboð til hennar þar sem henni var gerð grein fyrir efni fréttarinnar og óskað eftir viðbrögðum. Vísað hefur verið til hennar sem upplýsingafulltrúa þegar haft er samband við ráðuneytið og því hafa engin viðbrögð fengist frá ráðuneytinu. Þórey hefur enn ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum DV. Undir ritar Ingibjörg Dögg, aðstoðarritstjóri DV.
Lekamálið Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira