Reynir Traustason segir Gísla Frey lekamanninn Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2014 12:28 Reynir biður Þórey afsökunar og tilkynnir að sá sem lak minnisblaðinu sé Gísli Freyr, hinn aðstoðarmaður Hönnu Birnu. „Við gerðum klárlega mistök. Þórey er með stöðu grunaðs manns. Mistök okkar eru þau að rugla henni saman við starfsmann B – starfsmaður B er Gísli Freyr Valdórsson, hinn aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Við biðjum Þórey afdráttarlaust afsökunar á að hafa bendlað hana við þennan gjörning Gísla,“ segir Reynir Traustason ritstjóri DV og áréttar að Þórey sé ekki starfsmaður B. Vísir hefur greint frá þessum málum í morgun og hafa nokkrar vendingar orðið. Í DV í morgun kemur fram að sú sem lak umdeildu minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos seint á síðasta ári, hafi verið Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu innanríkisráðherra. Nákvæmara er reyndar að segja að í fréttinni sé því haldið fram að hún sé starfsmaður B. sem nefndur er í nýlegum Hæstaréttardómi, sem sá sem lögregla hafi rökstuddan grun um að hafi verið sá eða sú sem lak minnisblaðinu. Í kjölfarið sendi Þórey frá sér yfirlýsingu þar sem hún tilkynnir að hún ætli að fara í mál við DV vegna rangfærslna sem hún segir ítrekaðar í blaðinu, um þetta mál. Uppfært 13:00Ekki hefur enn tekist að ná tali af Gísla Frey, þrátt fyrir tilraunir.Reynir biður Þórey afsökunar á mistökum DV; hún er ekki starfsmaður B, heldur sé sá Gísli Freyr.Yfirlýsing DVBáðir aðstoðarmennirnir grunaðirAfsökunarbeiðni til Þóreyjar VilhjálmsdótturÞórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, er með stöðu grunaðs í rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna leka úr innanríkisráðuneytinu, líkt og kom fram í DV í dag.Þórey er hins vegar ekki sá grunaði sem gengur undir nafninu „Starfsmaður B“ í skýrslu saksóknara. Starfsmaður B er Gísli Freyr Valdórsson, annar aðstoðarmaður ráðherrans.DV biður Þóreyju afsökunar á því að hafa tengt hana við meint atferli „Starfsmanns B“ í úttekt á lekamálinu í helgarblaði DV. Mistökin eru á ábyrgð DV og koma til vegna rangra tenginga milli heimilda sem ritstjórn hafði aflað sér og á grundvelli þess að einungis er vísað til eins starfsmanns með réttarstöðu grunaðs manns í dómsskjölum. Um er að ræða mistök sem ritstjórn DV harmar, enda stendur aldrei til að tengja aðila máls ómaklega við það sem aðrir málsaðilar eru grunaðir um.DV leggur þunga áherslu á rannsóknarblaðamennsku og mun í kjölfarið yfirfara heimildarvinnslu sem tengjast þessu tiltekna atriði málsins. Þetta breytir hins vegar ekki öðrum staðreyndum málsins.Reynt hafði verið að ná í Þóreyju, sem er starfandi upplýsingafulltrúi í ráðuneytinu, síðastliðna þrjá daga. Skilin hafa verið eftir áríðandi skilaboð til hennar þar sem henni var gerð grein fyrir efni fréttarinnar og óskað eftir viðbrögðum. Vísað hefur verið til hennar sem upplýsingafulltrúa þegar haft er samband við ráðuneytið og því hafa engin viðbrögð fengist frá ráðuneytinu. Þórey hefur enn ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum DV. Undir ritar Ingibjörg Dögg, aðstoðarritstjóri DV. Lekamálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Við gerðum klárlega mistök. Þórey er með stöðu grunaðs manns. Mistök okkar eru þau að rugla henni saman við starfsmann B – starfsmaður B er Gísli Freyr Valdórsson, hinn aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Við biðjum Þórey afdráttarlaust afsökunar á að hafa bendlað hana við þennan gjörning Gísla,“ segir Reynir Traustason ritstjóri DV og áréttar að Þórey sé ekki starfsmaður B. Vísir hefur greint frá þessum málum í morgun og hafa nokkrar vendingar orðið. Í DV í morgun kemur fram að sú sem lak umdeildu minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos seint á síðasta ári, hafi verið Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu innanríkisráðherra. Nákvæmara er reyndar að segja að í fréttinni sé því haldið fram að hún sé starfsmaður B. sem nefndur er í nýlegum Hæstaréttardómi, sem sá sem lögregla hafi rökstuddan grun um að hafi verið sá eða sú sem lak minnisblaðinu. Í kjölfarið sendi Þórey frá sér yfirlýsingu þar sem hún tilkynnir að hún ætli að fara í mál við DV vegna rangfærslna sem hún segir ítrekaðar í blaðinu, um þetta mál. Uppfært 13:00Ekki hefur enn tekist að ná tali af Gísla Frey, þrátt fyrir tilraunir.Reynir biður Þórey afsökunar á mistökum DV; hún er ekki starfsmaður B, heldur sé sá Gísli Freyr.Yfirlýsing DVBáðir aðstoðarmennirnir grunaðirAfsökunarbeiðni til Þóreyjar VilhjálmsdótturÞórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, er með stöðu grunaðs í rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna leka úr innanríkisráðuneytinu, líkt og kom fram í DV í dag.Þórey er hins vegar ekki sá grunaði sem gengur undir nafninu „Starfsmaður B“ í skýrslu saksóknara. Starfsmaður B er Gísli Freyr Valdórsson, annar aðstoðarmaður ráðherrans.DV biður Þóreyju afsökunar á því að hafa tengt hana við meint atferli „Starfsmanns B“ í úttekt á lekamálinu í helgarblaði DV. Mistökin eru á ábyrgð DV og koma til vegna rangra tenginga milli heimilda sem ritstjórn hafði aflað sér og á grundvelli þess að einungis er vísað til eins starfsmanns með réttarstöðu grunaðs manns í dómsskjölum. Um er að ræða mistök sem ritstjórn DV harmar, enda stendur aldrei til að tengja aðila máls ómaklega við það sem aðrir málsaðilar eru grunaðir um.DV leggur þunga áherslu á rannsóknarblaðamennsku og mun í kjölfarið yfirfara heimildarvinnslu sem tengjast þessu tiltekna atriði málsins. Þetta breytir hins vegar ekki öðrum staðreyndum málsins.Reynt hafði verið að ná í Þóreyju, sem er starfandi upplýsingafulltrúi í ráðuneytinu, síðastliðna þrjá daga. Skilin hafa verið eftir áríðandi skilaboð til hennar þar sem henni var gerð grein fyrir efni fréttarinnar og óskað eftir viðbrögðum. Vísað hefur verið til hennar sem upplýsingafulltrúa þegar haft er samband við ráðuneytið og því hafa engin viðbrögð fengist frá ráðuneytinu. Þórey hefur enn ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum DV. Undir ritar Ingibjörg Dögg, aðstoðarritstjóri DV.
Lekamálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira