Spennu- og kvíðafiðrildi áður en hjólað er hringinn Hrund Þórsdóttir skrifar 24. júní 2014 13:54 Frá ræsingunni í Hörpu í morgun. Vísir/Arnþór Spennu- og kvíðafiðrildi togast á í mörgum, sem leggja í dag af stað í hjólreiðakeppni hringinn í kringum landið. Markmið WOW Cyclothon er að fá fólk út fyrir þægindarammann og safna um leið áheitum fyrir gott málefni. WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin hófst í morgun og stendur yfir fram á föstudag. Hjólað verður með boðsveitaformi hringinn í kringum landið, um Hvalfjörð og yfir Öxi, samtals 1332 kílómetra á innan við 72 tímum. Keppnin er nú haldin í þriðja sinn og taka 520 manns þátt, sem María Ögn Guðmundsdóttir, keppnisstjóri, segir mikla aukningu frá því í fyrra. „Markmiðið með WOW Cyclothon er að fá fólk til að hreyfa sig, fara út fyrir þægindarammann og safna áheitum til styrktar góðu málefni sem er núna bæklunarskurðdeild Landspítalans,“ segir María Ögn.Þegar hafa safnast um fjórar milljónir í áheitasöfnuninni, sem fram fer á heimasíðu keppninnar, wowcyclothon.is. Mikill skortur er á tækjum á bæklunarskurðdeildinni og María kveðst hafa viljað styrkja málefni sem tengdist hjólreiðum. „Það verður að segjast að það eru frístundaslys og þau rata inn á bæklunarskurðdeildina og sú deild hefur ekkii verið að fá mikið af gjöfum hingað til en það er þörf á nýju tæki og mér fannst þetta bara liggja beinast við.“Fjögurra og tíu manna liðin leggja af stað í kvöld en fjórir ofurhugar sem ætla að hjóla hringinn einir síns liðs, lögðu af stað í rigningu og roki í morgun. „Það er mikil tilhlökkun í fólki og margir með bæði kvíðahnút og spennuhnút og vita kannski ekki alveg hvernig þeim á að líða. Margir renna blint í sjóinn og þetta er stórt verkefni. Þetta fer í minningabankann. Þeir vita það sem hafa prófað að taka þátt í WOW Cyclothon að þetta er frekar einstakt.“ Arnþór Birkisson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var mættur í morgun í Hörpu og tók meðfylgjandi myndir. Wow Cyclothon Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Spennu- og kvíðafiðrildi togast á í mörgum, sem leggja í dag af stað í hjólreiðakeppni hringinn í kringum landið. Markmið WOW Cyclothon er að fá fólk út fyrir þægindarammann og safna um leið áheitum fyrir gott málefni. WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin hófst í morgun og stendur yfir fram á föstudag. Hjólað verður með boðsveitaformi hringinn í kringum landið, um Hvalfjörð og yfir Öxi, samtals 1332 kílómetra á innan við 72 tímum. Keppnin er nú haldin í þriðja sinn og taka 520 manns þátt, sem María Ögn Guðmundsdóttir, keppnisstjóri, segir mikla aukningu frá því í fyrra. „Markmiðið með WOW Cyclothon er að fá fólk til að hreyfa sig, fara út fyrir þægindarammann og safna áheitum til styrktar góðu málefni sem er núna bæklunarskurðdeild Landspítalans,“ segir María Ögn.Þegar hafa safnast um fjórar milljónir í áheitasöfnuninni, sem fram fer á heimasíðu keppninnar, wowcyclothon.is. Mikill skortur er á tækjum á bæklunarskurðdeildinni og María kveðst hafa viljað styrkja málefni sem tengdist hjólreiðum. „Það verður að segjast að það eru frístundaslys og þau rata inn á bæklunarskurðdeildina og sú deild hefur ekkii verið að fá mikið af gjöfum hingað til en það er þörf á nýju tæki og mér fannst þetta bara liggja beinast við.“Fjögurra og tíu manna liðin leggja af stað í kvöld en fjórir ofurhugar sem ætla að hjóla hringinn einir síns liðs, lögðu af stað í rigningu og roki í morgun. „Það er mikil tilhlökkun í fólki og margir með bæði kvíðahnút og spennuhnút og vita kannski ekki alveg hvernig þeim á að líða. Margir renna blint í sjóinn og þetta er stórt verkefni. Þetta fer í minningabankann. Þeir vita það sem hafa prófað að taka þátt í WOW Cyclothon að þetta er frekar einstakt.“ Arnþór Birkisson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var mættur í morgun í Hörpu og tók meðfylgjandi myndir.
Wow Cyclothon Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira