Spennu- og kvíðafiðrildi áður en hjólað er hringinn Hrund Þórsdóttir skrifar 24. júní 2014 13:54 Frá ræsingunni í Hörpu í morgun. Vísir/Arnþór Spennu- og kvíðafiðrildi togast á í mörgum, sem leggja í dag af stað í hjólreiðakeppni hringinn í kringum landið. Markmið WOW Cyclothon er að fá fólk út fyrir þægindarammann og safna um leið áheitum fyrir gott málefni. WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin hófst í morgun og stendur yfir fram á föstudag. Hjólað verður með boðsveitaformi hringinn í kringum landið, um Hvalfjörð og yfir Öxi, samtals 1332 kílómetra á innan við 72 tímum. Keppnin er nú haldin í þriðja sinn og taka 520 manns þátt, sem María Ögn Guðmundsdóttir, keppnisstjóri, segir mikla aukningu frá því í fyrra. „Markmiðið með WOW Cyclothon er að fá fólk til að hreyfa sig, fara út fyrir þægindarammann og safna áheitum til styrktar góðu málefni sem er núna bæklunarskurðdeild Landspítalans,“ segir María Ögn.Þegar hafa safnast um fjórar milljónir í áheitasöfnuninni, sem fram fer á heimasíðu keppninnar, wowcyclothon.is. Mikill skortur er á tækjum á bæklunarskurðdeildinni og María kveðst hafa viljað styrkja málefni sem tengdist hjólreiðum. „Það verður að segjast að það eru frístundaslys og þau rata inn á bæklunarskurðdeildina og sú deild hefur ekkii verið að fá mikið af gjöfum hingað til en það er þörf á nýju tæki og mér fannst þetta bara liggja beinast við.“Fjögurra og tíu manna liðin leggja af stað í kvöld en fjórir ofurhugar sem ætla að hjóla hringinn einir síns liðs, lögðu af stað í rigningu og roki í morgun. „Það er mikil tilhlökkun í fólki og margir með bæði kvíðahnút og spennuhnút og vita kannski ekki alveg hvernig þeim á að líða. Margir renna blint í sjóinn og þetta er stórt verkefni. Þetta fer í minningabankann. Þeir vita það sem hafa prófað að taka þátt í WOW Cyclothon að þetta er frekar einstakt.“ Arnþór Birkisson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var mættur í morgun í Hörpu og tók meðfylgjandi myndir. Wow Cyclothon Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Spennu- og kvíðafiðrildi togast á í mörgum, sem leggja í dag af stað í hjólreiðakeppni hringinn í kringum landið. Markmið WOW Cyclothon er að fá fólk út fyrir þægindarammann og safna um leið áheitum fyrir gott málefni. WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin hófst í morgun og stendur yfir fram á föstudag. Hjólað verður með boðsveitaformi hringinn í kringum landið, um Hvalfjörð og yfir Öxi, samtals 1332 kílómetra á innan við 72 tímum. Keppnin er nú haldin í þriðja sinn og taka 520 manns þátt, sem María Ögn Guðmundsdóttir, keppnisstjóri, segir mikla aukningu frá því í fyrra. „Markmiðið með WOW Cyclothon er að fá fólk til að hreyfa sig, fara út fyrir þægindarammann og safna áheitum til styrktar góðu málefni sem er núna bæklunarskurðdeild Landspítalans,“ segir María Ögn.Þegar hafa safnast um fjórar milljónir í áheitasöfnuninni, sem fram fer á heimasíðu keppninnar, wowcyclothon.is. Mikill skortur er á tækjum á bæklunarskurðdeildinni og María kveðst hafa viljað styrkja málefni sem tengdist hjólreiðum. „Það verður að segjast að það eru frístundaslys og þau rata inn á bæklunarskurðdeildina og sú deild hefur ekkii verið að fá mikið af gjöfum hingað til en það er þörf á nýju tæki og mér fannst þetta bara liggja beinast við.“Fjögurra og tíu manna liðin leggja af stað í kvöld en fjórir ofurhugar sem ætla að hjóla hringinn einir síns liðs, lögðu af stað í rigningu og roki í morgun. „Það er mikil tilhlökkun í fólki og margir með bæði kvíðahnút og spennuhnút og vita kannski ekki alveg hvernig þeim á að líða. Margir renna blint í sjóinn og þetta er stórt verkefni. Þetta fer í minningabankann. Þeir vita það sem hafa prófað að taka þátt í WOW Cyclothon að þetta er frekar einstakt.“ Arnþór Birkisson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var mættur í morgun í Hörpu og tók meðfylgjandi myndir.
Wow Cyclothon Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira