Tiger er sársaukalaus Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. júní 2014 17:30 Tiger Woods á æfingarhring í gær. Vísir/Getty Tiger Woods verður með á Quicken Loans National mótinu sem hefst á Congressional Country Club í Washington í dag. Bein útsending verður á Golfstöðinni frá öllum fjórum dögum mótsins. Tiger sem hefur glímt við meiðsli undanfarna mánuði viðurkenndi á blaðamannafundi að hann væri að leika í fyrsta sinn í tvö ár án sársauka. Tiger hefur glímt við meiðsli í baki undanfarna mánuði og hefur ekki tekið þátt í móti frá því í upphafi mars. Þátttaka Tigers hefur gríðarleg áhrif á aðsóknina á mótið og þrefaldaðist eftirspurnin eftir miðum eftir að Tiger staðfesti þátttöku sína. „Það er langt síðan mér leið svona vel, ég er vel á undan áætlun. Markmiðið var að leika á Opna breska en að geta tekið þátt um helgina er bónus. Þetta er búið að taka langan tíma en ég ætti að gera beitt mér eins og ég vill um helgina,“ sagði Woods sem viðurkenndi að hann yrði aldrei sami kylfingurinn á ný. „Ég er búinn að eldast, ég fékk áfall þegar ég komst að því að kínverski strákurinn sem tók þátt á Masters á síðasta ári var ekki fæddur þegar ég vann minn fyrsta risatitil. Ég get ekki leikið eins og ég lék einu sinni, ég var næst högglengstur í mörg ár á eftir John Daly en hlutirnir breytast hratt. Yngri kylfingar eru stærri og sterkari en ég hef reynsluna og mun reyna að notfæra mér hana,“ sagði Tiger.Sýnt verður beint frá öllum hringjum á Quicken Loans National mótinu á Golfstöðinni um helgina. Golf Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Sport Aþena vann loksins leik Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods verður með á Quicken Loans National mótinu sem hefst á Congressional Country Club í Washington í dag. Bein útsending verður á Golfstöðinni frá öllum fjórum dögum mótsins. Tiger sem hefur glímt við meiðsli undanfarna mánuði viðurkenndi á blaðamannafundi að hann væri að leika í fyrsta sinn í tvö ár án sársauka. Tiger hefur glímt við meiðsli í baki undanfarna mánuði og hefur ekki tekið þátt í móti frá því í upphafi mars. Þátttaka Tigers hefur gríðarleg áhrif á aðsóknina á mótið og þrefaldaðist eftirspurnin eftir miðum eftir að Tiger staðfesti þátttöku sína. „Það er langt síðan mér leið svona vel, ég er vel á undan áætlun. Markmiðið var að leika á Opna breska en að geta tekið þátt um helgina er bónus. Þetta er búið að taka langan tíma en ég ætti að gera beitt mér eins og ég vill um helgina,“ sagði Woods sem viðurkenndi að hann yrði aldrei sami kylfingurinn á ný. „Ég er búinn að eldast, ég fékk áfall þegar ég komst að því að kínverski strákurinn sem tók þátt á Masters á síðasta ári var ekki fæddur þegar ég vann minn fyrsta risatitil. Ég get ekki leikið eins og ég lék einu sinni, ég var næst högglengstur í mörg ár á eftir John Daly en hlutirnir breytast hratt. Yngri kylfingar eru stærri og sterkari en ég hef reynsluna og mun reyna að notfæra mér hana,“ sagði Tiger.Sýnt verður beint frá öllum hringjum á Quicken Loans National mótinu á Golfstöðinni um helgina.
Golf Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Sport Aþena vann loksins leik Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira