Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni náði sínum ársbesta árangri á minningarmóti um Josefa Odlozila í Prag í gær.
Þetta var í fyrsta sinn frá Ólympíuleikunum í London 2012 sem Ásdís kastaði yfir 60 metra.
Ásdís kastaði 60,03 m í fyrsta kasti en kastsería hennar var heilt yfir mjög jöfn. Þetta veitir góð fyrirheit það sem framundan er en Ásdís tekur þátt í Demantamótinu í New York á laugardaginn.
Ólympíumeistarinn Barbora Spotakova frá Tékklandi sigraði á mótinu með kasti upp á 64,08 metra. Í öðru sæti var hin úkraínska Hanna Hatsko með 62,03 metra kast.
Í myndbandinu má sjá kast Ásdísar en það kemur eftir 58:30 mínútur.
Ásdís nældi í brons í Prag | Myndband
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið






Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi
Íslenski boltinn




Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls
Körfubolti