Martin Kaymer lék best á fyrsta hring á US Open 12. júní 2014 23:25 Martin Kaymer hefur leikið mjög vel á tímabilinu. AP/Getty Þjóðverjinn Martin Kaymer leiðir US Open eftir fyrsta hring en þessi 29 ára kylfingur lék Pinehurst völl nr.2 á 65 höggum eða fimm höggum undir pari. Völlurinn var gríðarlega erfiður viðureignar í dag og því er skor Kaymer afar gott en hann á þrjú högg á næstu menn sem koma á tveimur höggum undir pari. Það eru þeir Kevin Na, Brendon De Jonge og Graeme McDowell en sá síðastnefndi virðist ávalt finna sitt besta form þegar að US Open fer fram. Margir sterkir kylfingar eru ekki langt undan á einu höggi undir pari, meðal annars Keegan Bradley, Jordan Spieth, Brandt Snedeker, Henrik Stenson og hinn högglangi Dustin Johnson. Þá eru einnig margir á sléttu pari eins og Phil Mickelson, Ian Poulter og Rickie Fowler en ljóst er að Pinehurst völlur nr.2 á eftir að verða gríðarlega erfiður næstu daga og greinilegt að bestu kylfingar heims eiga stóra áskorun fyrir höndum eftir því sem líður á mótið.Rory Mcilroy byrjaði sæmilega, lék fyrsta hring á 71 höggi eða einu yfir pari og er jafn í 37.sæti ásamt mörgum öðrum. Annar hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni á morgun frá klukkan 17:00. Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þjóðverjinn Martin Kaymer leiðir US Open eftir fyrsta hring en þessi 29 ára kylfingur lék Pinehurst völl nr.2 á 65 höggum eða fimm höggum undir pari. Völlurinn var gríðarlega erfiður viðureignar í dag og því er skor Kaymer afar gott en hann á þrjú högg á næstu menn sem koma á tveimur höggum undir pari. Það eru þeir Kevin Na, Brendon De Jonge og Graeme McDowell en sá síðastnefndi virðist ávalt finna sitt besta form þegar að US Open fer fram. Margir sterkir kylfingar eru ekki langt undan á einu höggi undir pari, meðal annars Keegan Bradley, Jordan Spieth, Brandt Snedeker, Henrik Stenson og hinn högglangi Dustin Johnson. Þá eru einnig margir á sléttu pari eins og Phil Mickelson, Ian Poulter og Rickie Fowler en ljóst er að Pinehurst völlur nr.2 á eftir að verða gríðarlega erfiður næstu daga og greinilegt að bestu kylfingar heims eiga stóra áskorun fyrir höndum eftir því sem líður á mótið.Rory Mcilroy byrjaði sæmilega, lék fyrsta hring á 71 höggi eða einu yfir pari og er jafn í 37.sæti ásamt mörgum öðrum. Annar hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni á morgun frá klukkan 17:00.
Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira