Upphitun fyrir UFC 174: Fyrri hluti Pétur Marinó Jónsson skrifar 13. júní 2014 14:15 Á laugardagskvöldið fer UFC 174 fram í Vancouver í Kanada. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Demetrious Johnson og Ali Bagautinov í titilbardaga í fluguvigtinni en fimm bardagar verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2. Í fyrri hluta upphitunarinnar kíkjum við á fyrstu þrjá bardaga kvöldsins.Ryan Bader (16-4-0) gegn Rafael Cavalcante (12-4-0) - léttþungavigt (92 kg)Ryan Bader sigraði 8. seríu The Ultimate Fighter og er góður alhliða bardagamaður. Hann er klárlega á topp 10 í sínum þyngdarflokki en á erfiðleikum með þá allra bestu. Hann tapar fyrir þeim allra bestu líkt og töpin gegn Jon Jones, Lyoto Machida og Glover Teixeira sýna en sigrar flesta aðra. Rafael „Feijao“ Cavalcante er fyrrum Strikeforce léttþungavigtarmeistarinn en þessi 34 ára Brasilíumaður er svart belti í brasilísku jiu-jitsu. Hann er engu að síður sterkari í standandi viðureign og gæti lent í vandræðum ef Bader dregur bardagann í gólfið. Stuttan kynningarþátt um Bader og „Feijao“ má sjá hér að ofan.3 atriði til að hafa í hugaBader er mjög opinn fyrir höggum standandi en það er hans langstærsti veikleiki11 af 12 sigrum „Feijao“ komið eftir rothöggBader er frábær glímumaður en Feijao ætlar líklegast halda bardaganum standandi.Andrei Arlovski (21-10-0) gegn Brendan Schaub (10-3-0) - þungavigtAndrei Arlovski var UFC þungavigtarmeistarinn árið 2005 og verður þetta fyrsti bardagi hans í samtökunum síðan 2008. Eftir að Arlovski yfirgaf UFC lenti hann í slæmri taphrynu þar sem hann var rotaður þrisvar á tveimur árum. Hann hefur síðan þá snúið við blaðinu og hefur unnið 6 af síðustu 8 bardögum. MMA ferill Brendan Scaub var ekki einu sinni byrjaður þegar Arlovski ákvað að yfirgefa UFC en Schaub hefur barist frá árinu 2008. Hann kom í UFC í gegnum The Ultimate Fighter þar sem hann tapaði í úrslitunum fyrir Roy Nelson. Síðan þá hefur ferill hans verið misjafn og hlaut sérstaklega neikvæða athygli eftir glímu sína á Metamoris þar sem hann sótti lítið sem ekkert.3 atriði til að hafa í hugaBáðir bardagamenn eru sagðir með glerhöku (þola illa högg)Arlovski er gamall sambó meistari og hefur aldrei tapað eftir uppgjafartakSchaub hefur aðeins tvisvar farið í dómaraákvörðun á ferlinumRyan Jimmo (19-3-0) gegn Ovince St. Preux (15-5-0) - léttþungavigt (92 kg) Fyrsti bardagi kvöldsins er í léttþungavigtinni milli Ryan Jimmo og Ovince St. Preux. Jimmo skipti úr karate yfir í MMA árið 2006 en fyrir utan einstaka spörk reynir hann umfram allt að yfirbuga andstæðinga sína með styrk sínum og heldur þeim þétt upp við búrið. Andstæðingur hans, Ovince St. Preux, er einnig líkamlega sterkur og mikill íþróttamaður. Ovince St. Preux er góður á öllum vígstöðum bardagans og blandar öllu saman í vel tímasettar fellur. St. Preux er á þriggja bardaga sigurgöngu en sigurvegarinn hér gæti komist á topp 10 á styrkleikalista UFC í léttþungavigtinni með sigri á laugardaginn.3 atriði til að hafa í hugaSamanlagt með 15 sigra eftir rothöggHvorugur hefur tapað með uppgjafartakiRyan Jimmo á fljótasta rothöggið í sögu UFC en hann rotaði Anthony Perosh eftir 7 sekúndurVísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sjá meira
Á laugardagskvöldið fer UFC 174 fram í Vancouver í Kanada. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Demetrious Johnson og Ali Bagautinov í titilbardaga í fluguvigtinni en fimm bardagar verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2. Í fyrri hluta upphitunarinnar kíkjum við á fyrstu þrjá bardaga kvöldsins.Ryan Bader (16-4-0) gegn Rafael Cavalcante (12-4-0) - léttþungavigt (92 kg)Ryan Bader sigraði 8. seríu The Ultimate Fighter og er góður alhliða bardagamaður. Hann er klárlega á topp 10 í sínum þyngdarflokki en á erfiðleikum með þá allra bestu. Hann tapar fyrir þeim allra bestu líkt og töpin gegn Jon Jones, Lyoto Machida og Glover Teixeira sýna en sigrar flesta aðra. Rafael „Feijao“ Cavalcante er fyrrum Strikeforce léttþungavigtarmeistarinn en þessi 34 ára Brasilíumaður er svart belti í brasilísku jiu-jitsu. Hann er engu að síður sterkari í standandi viðureign og gæti lent í vandræðum ef Bader dregur bardagann í gólfið. Stuttan kynningarþátt um Bader og „Feijao“ má sjá hér að ofan.3 atriði til að hafa í hugaBader er mjög opinn fyrir höggum standandi en það er hans langstærsti veikleiki11 af 12 sigrum „Feijao“ komið eftir rothöggBader er frábær glímumaður en Feijao ætlar líklegast halda bardaganum standandi.Andrei Arlovski (21-10-0) gegn Brendan Schaub (10-3-0) - þungavigtAndrei Arlovski var UFC þungavigtarmeistarinn árið 2005 og verður þetta fyrsti bardagi hans í samtökunum síðan 2008. Eftir að Arlovski yfirgaf UFC lenti hann í slæmri taphrynu þar sem hann var rotaður þrisvar á tveimur árum. Hann hefur síðan þá snúið við blaðinu og hefur unnið 6 af síðustu 8 bardögum. MMA ferill Brendan Scaub var ekki einu sinni byrjaður þegar Arlovski ákvað að yfirgefa UFC en Schaub hefur barist frá árinu 2008. Hann kom í UFC í gegnum The Ultimate Fighter þar sem hann tapaði í úrslitunum fyrir Roy Nelson. Síðan þá hefur ferill hans verið misjafn og hlaut sérstaklega neikvæða athygli eftir glímu sína á Metamoris þar sem hann sótti lítið sem ekkert.3 atriði til að hafa í hugaBáðir bardagamenn eru sagðir með glerhöku (þola illa högg)Arlovski er gamall sambó meistari og hefur aldrei tapað eftir uppgjafartakSchaub hefur aðeins tvisvar farið í dómaraákvörðun á ferlinumRyan Jimmo (19-3-0) gegn Ovince St. Preux (15-5-0) - léttþungavigt (92 kg) Fyrsti bardagi kvöldsins er í léttþungavigtinni milli Ryan Jimmo og Ovince St. Preux. Jimmo skipti úr karate yfir í MMA árið 2006 en fyrir utan einstaka spörk reynir hann umfram allt að yfirbuga andstæðinga sína með styrk sínum og heldur þeim þétt upp við búrið. Andstæðingur hans, Ovince St. Preux, er einnig líkamlega sterkur og mikill íþróttamaður. Ovince St. Preux er góður á öllum vígstöðum bardagans og blandar öllu saman í vel tímasettar fellur. St. Preux er á þriggja bardaga sigurgöngu en sigurvegarinn hér gæti komist á topp 10 á styrkleikalista UFC í léttþungavigtinni með sigri á laugardaginn.3 atriði til að hafa í hugaSamanlagt með 15 sigra eftir rothöggHvorugur hefur tapað með uppgjafartakiRyan Jimmo á fljótasta rothöggið í sögu UFC en hann rotaði Anthony Perosh eftir 7 sekúndurVísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sjá meira