Fótbolti

Dóra María: Eigum að geta tryggt okkur þrjú stig

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kvennalandslið Íslands í fótbolta mætir Danmörku í undankeppni HM 2015. Leikurinn er mikilvægur í baráttunni um þriðja sætið.

Stelpurnar hafa æft í Danmörku undanfarna daga en þær sem spiluðu í Pepsi-deildinni komu ögn þreyttar til móts við hópinn.

„Við tókum þrjá leiki á einni viku með bikarnum og þurftum að hrista það úr okkur, en það eru komnir 2-3 dagar síðan þannig það er farið. Við erum ferskar,“ sagði Dóra María Lárusdóttir í viðtali við Hilmar Þór Guðmundsson, starfmann KSÍ, eftir æfingu í dag.

Hún hefur trú á þremur stigum. „Þær eru með mjög gott lið. Vel spilandi og tekknískar. Við höfum unnið þær; gerðum það á Algarve fyrir nokkrum árum. Okkar spilamennska á að geta tryggt okkur þrjú stig á móti þessu liði,“ sagði Dóra en er Danmörk að spila undir getu?

„Þær eru í efsta styrkleikaflokki í þessum riðli þannig þær ættu að vera í betri stöðu. En þær eru búnar að tapa á móti Sviss þannig líklega eru þær að spila undir getu.“

Ísland er í harðri baráttu við Dani og Ísrael um annað sæti riðilsins.

„Ísrael spilar öðruvísi en við Norðurlandaþjóðirnar. Munurinn á Danmörku og Íslandi er ekki mikill en við eigum að vera með betra lið en Ísrael,“ sagði Dóra María Lárusdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×