Flottur Toyota hrekkur Finnur Thorlacius skrifar 16. júní 2014 09:51 Toyota er um þessar mundir að kynna nýja gerð hins snaggaralega Aygo smábíls og fór fyrirtækið þessa líka skemmtilegu leið til að kynna hann. Ákveðið var að hrekkja aðeins vegfarendur með því að klæða ökumann bílsins nákvæmlega eins og framsæti bílsins og segja má að hann falli gersamlega inn í innréttingu hans. Því virðist sem enginn sé undir stýri bílsins. Að vonum eru þeir sem á vegi hans verða undrandi, því bíllinn virðist sjálfkeyrandi. Það er alveg þess virði að horfa á viðbrögð fólks við þessum vel heppnaða hrekk Toyota og kítla örlítið hláturtaugarnar. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent
Toyota er um þessar mundir að kynna nýja gerð hins snaggaralega Aygo smábíls og fór fyrirtækið þessa líka skemmtilegu leið til að kynna hann. Ákveðið var að hrekkja aðeins vegfarendur með því að klæða ökumann bílsins nákvæmlega eins og framsæti bílsins og segja má að hann falli gersamlega inn í innréttingu hans. Því virðist sem enginn sé undir stýri bílsins. Að vonum eru þeir sem á vegi hans verða undrandi, því bíllinn virðist sjálfkeyrandi. Það er alveg þess virði að horfa á viðbrögð fólks við þessum vel heppnaða hrekk Toyota og kítla örlítið hláturtaugarnar.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent