Flottur Toyota hrekkur Finnur Thorlacius skrifar 16. júní 2014 09:51 Toyota er um þessar mundir að kynna nýja gerð hins snaggaralega Aygo smábíls og fór fyrirtækið þessa líka skemmtilegu leið til að kynna hann. Ákveðið var að hrekkja aðeins vegfarendur með því að klæða ökumann bílsins nákvæmlega eins og framsæti bílsins og segja má að hann falli gersamlega inn í innréttingu hans. Því virðist sem enginn sé undir stýri bílsins. Að vonum eru þeir sem á vegi hans verða undrandi, því bíllinn virðist sjálfkeyrandi. Það er alveg þess virði að horfa á viðbrögð fólks við þessum vel heppnaða hrekk Toyota og kítla örlítið hláturtaugarnar. Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent
Toyota er um þessar mundir að kynna nýja gerð hins snaggaralega Aygo smábíls og fór fyrirtækið þessa líka skemmtilegu leið til að kynna hann. Ákveðið var að hrekkja aðeins vegfarendur með því að klæða ökumann bílsins nákvæmlega eins og framsæti bílsins og segja má að hann falli gersamlega inn í innréttingu hans. Því virðist sem enginn sé undir stýri bílsins. Að vonum eru þeir sem á vegi hans verða undrandi, því bíllinn virðist sjálfkeyrandi. Það er alveg þess virði að horfa á viðbrögð fólks við þessum vel heppnaða hrekk Toyota og kítla örlítið hláturtaugarnar.
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent