Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Breiðabliks, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðið í stað Söndru Sigurðardóttur.
Þetta er önnur breytingin á landsliðshópnum á skömmum tíma en fyrr í vkunni var Thelma Björk Einarsdóttir valin í hópinn í stað Mist Edvardsdóttur, sem greindist nýlega með krabbamein.
Ísland mætir Möltu í undankeppni HM 2015 á fimmtudag en leikurinn hefst klukkan 18.00.
Sonný inn fyrir Söndru

Tengdar fréttir

Thelma Björk inn í landsliðshópinn
Thelma Björk Einarsdóttir kemur inn í stað fyrir Mist Edvardsdóttir í íslenska landsliðshópnum fyrir leik liðsins gegn Möltu á fimmtudaginn.

Mist dregur sig úr landsliðshópnum vegna krabbameins
Mist Edvardsdóttir mun taka sér pásu frá fótboltanum eftir að hún greindist með krabbamein í eitlunum á dögunum.

Guðný Björk í hópnum gegn Dönum og Möltu
Freyr Alexandersson búinn að velja hópinn fyrir leikina gegn Danmörku og Möltu í undankeppni HM.

„Ég hugsa um þetta eins og hvert annað skítadjobb“
Landsliðskonan Mist Edvardsdóttir hefur greinst með eitilfrumukrabbamein.