Íranar reiðubúnir að verja helga staði í Írak Randver Kári Randversson skrifar 18. júní 2014 13:38 Hassan Rouhani, forseti Írans, hét því í gær að verja helga staði sjía í Írak. Vísir/AFP Hassan Rouhani, forseti Írans, hét því í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi að verja heilaga staði sjía-múslima í Írak ef nauðsyn krefðist. Þetta kemur fram á vef Reuters. Rouhani sagði að íranska þjóðin myndi ekki hika við að verja helgidóma í Karbala, Najaf, Kadhimiya og Samarra. Jafnframt sagði forsetinn að fjöldi fólks í Íran væri reiðubúinn að fara til Írak til að berjast, en lagði þó áherslu á að Írakar væru færir um að verja sig sjálfir, þar sem sjíar, súnnítar og kúrdar væru tilbúnir til að færa fórnir. Hörð átök eru nú á svæðinu norður af Bagdad þar sem er að finna marga af helgustu stöðum sjía-múslima. Stjórnarherinn leitast nú við að verja borgina Samarra, sem er einn helgasti staður sjía-múslima en talið er að uppreisnarmenn muni einnig sækja að borgunum Najaf og Karbala sem hafa tilheyrt sjía-múslimum frá því á miðöldum. Átökin í Írak að undanförnu gætu snúist upp í stríð á milli trúarhópa þar sem uppreisnarmenn í Írak, sem leiddir eru af samtökunum ISIS, eru að stærstum hluta súnnítar en meirihluti írösku þjóðarinnar eru sjíar og eru þeir í meirihluta í ríkisstjórn Íraks. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Íbúar í Bagdad hamstra matvæli Íbúar í Bagdad höfuðborg Íraks eru byrjaðir að hamstra matvæli og safna vatni en vígamenn Isis samtakanna nálgast nú borgina óðfluga. 18. júní 2014 07:23 Ráðist á stærstu olíuhreinsunarstöð Íraks Auknar líkur á olíuskorti og rafmagnsleysi í Írak. 18. júní 2014 10:39 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Hassan Rouhani, forseti Írans, hét því í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi að verja heilaga staði sjía-múslima í Írak ef nauðsyn krefðist. Þetta kemur fram á vef Reuters. Rouhani sagði að íranska þjóðin myndi ekki hika við að verja helgidóma í Karbala, Najaf, Kadhimiya og Samarra. Jafnframt sagði forsetinn að fjöldi fólks í Íran væri reiðubúinn að fara til Írak til að berjast, en lagði þó áherslu á að Írakar væru færir um að verja sig sjálfir, þar sem sjíar, súnnítar og kúrdar væru tilbúnir til að færa fórnir. Hörð átök eru nú á svæðinu norður af Bagdad þar sem er að finna marga af helgustu stöðum sjía-múslima. Stjórnarherinn leitast nú við að verja borgina Samarra, sem er einn helgasti staður sjía-múslima en talið er að uppreisnarmenn muni einnig sækja að borgunum Najaf og Karbala sem hafa tilheyrt sjía-múslimum frá því á miðöldum. Átökin í Írak að undanförnu gætu snúist upp í stríð á milli trúarhópa þar sem uppreisnarmenn í Írak, sem leiddir eru af samtökunum ISIS, eru að stærstum hluta súnnítar en meirihluti írösku þjóðarinnar eru sjíar og eru þeir í meirihluta í ríkisstjórn Íraks.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Íbúar í Bagdad hamstra matvæli Íbúar í Bagdad höfuðborg Íraks eru byrjaðir að hamstra matvæli og safna vatni en vígamenn Isis samtakanna nálgast nú borgina óðfluga. 18. júní 2014 07:23 Ráðist á stærstu olíuhreinsunarstöð Íraks Auknar líkur á olíuskorti og rafmagnsleysi í Írak. 18. júní 2014 10:39 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Íbúar í Bagdad hamstra matvæli Íbúar í Bagdad höfuðborg Íraks eru byrjaðir að hamstra matvæli og safna vatni en vígamenn Isis samtakanna nálgast nú borgina óðfluga. 18. júní 2014 07:23
Ráðist á stærstu olíuhreinsunarstöð Íraks Auknar líkur á olíuskorti og rafmagnsleysi í Írak. 18. júní 2014 10:39