Viðskipti erlent

Amazon kynnir nýjan farsíma

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Jeff Bezos á kynningunni í gær.
Jeff Bezos á kynningunni í gær. VISIR/AFP
Bandaríska stórfyrirtækið Amazon, sem er hvað helst þekkt fyrir að reka samnefnda vefverslun, kynnti í gær til sögunnar nýjan síma fyrirtækisins sem hefur hlotið nafnið Fire phone eða „Eldsíminn“. Amazon hefur áður sent frá sér lestölvuna Kindle sem hefur notið töluverðrar hylli á undanförnum árum.

Stofn­andi Amazon og fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Jeff Bezos, kynnti nýja sím­ann á blaðamanna­fundi í gær í Seattle í Banda­ríkj­un­um.

Síminn skartar meðal annars 13 megapixla myndavél, tveimur Dolby digital plus hátölurum, 4,7 tommu skjá sem fer vel í hendi og gerir hann notandanum kleift að kaupa það sem fyrir augu ber, en myndavél símans getur auðkennt um 100 milljón mismunandi hluti og flett þeim upp á netinu og í vefvefslun Amazon.

Rafhlaða símans endist 285 stundir í bið, hægt er að tala í hann samfleytt í 22 klukkustundir og leika tónlist í 65 stundir áður en hleðslan rafhlöðunnar klárast.

Síminn mun kosta allt frá 200 bandaríkjadollurum og frekari upplýsingar um hann má nálgast í myndbandinu hér að neðan og á vefsíðu Amazon.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×