Ragnar Már vann á Hellu | Fékk níu fugla Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júní 2014 15:42 Ragnar Már Garðarsson var magnaður í dag. gsimyndir.net Frábær lokahringur Ragnars Más Garðarssonar, GKG, skilaði honum sigri á öðru móti Eimskipsmótaraðarinnar í golfi. Það fór fram á Hellu um helgina en Ragnar Már var ekki á meðal þriggja efstu keppendanna fyrir lokahringinn í dag. Hann lék hins vegar á als oddi í dag og kom í hús á 62 höggum eða átta undir pari vallarins. Hann var samtals á tveimur höggum undir pari eftir hringina þrjá en fékk alls níu fugla og einn skolla í dag.Gísli Sveinbergsson, GK, kom næstur á pari eftir hringina þrjá en hann spilaði á 67 höggum, þremur undir pari vallarins, í dag.Fannar Ingi Steingrímsson, GHG og Heiðar Davíð Bragason, GHD komu svo næstir á tveimur höggum yfir pari. Haraldur Franklín Magnús, GR, varð fimmti á þremur yfir. Í kvennaflokki bar Berglind Björnsdóttir, GR, sigur úr býtum þrátt fyrir að hafa ekki náð sér á strik í dag. Hún spilaði á sjö yfir pari og endaði á níu yfir pari. Hún var einu höggi á undan Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, GK, sem spilaði á tveimur höggum yfir pari á lokahringnum í dag. Fimm kylfingar deildu svo þriðja sætinu en Sunna Víðisdóttir, Íslandsmeistarinn og sú sem vann fyrsta mót Eimskipsmótaraðarinnar um síðustu helgi, endaði í tíunda sæti. Nánari úrslit má finna á golf.is. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Frábær lokahringur Ragnars Más Garðarssonar, GKG, skilaði honum sigri á öðru móti Eimskipsmótaraðarinnar í golfi. Það fór fram á Hellu um helgina en Ragnar Már var ekki á meðal þriggja efstu keppendanna fyrir lokahringinn í dag. Hann lék hins vegar á als oddi í dag og kom í hús á 62 höggum eða átta undir pari vallarins. Hann var samtals á tveimur höggum undir pari eftir hringina þrjá en fékk alls níu fugla og einn skolla í dag.Gísli Sveinbergsson, GK, kom næstur á pari eftir hringina þrjá en hann spilaði á 67 höggum, þremur undir pari vallarins, í dag.Fannar Ingi Steingrímsson, GHG og Heiðar Davíð Bragason, GHD komu svo næstir á tveimur höggum yfir pari. Haraldur Franklín Magnús, GR, varð fimmti á þremur yfir. Í kvennaflokki bar Berglind Björnsdóttir, GR, sigur úr býtum þrátt fyrir að hafa ekki náð sér á strik í dag. Hún spilaði á sjö yfir pari og endaði á níu yfir pari. Hún var einu höggi á undan Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, GK, sem spilaði á tveimur höggum yfir pari á lokahringnum í dag. Fimm kylfingar deildu svo þriðja sætinu en Sunna Víðisdóttir, Íslandsmeistarinn og sú sem vann fyrsta mót Eimskipsmótaraðarinnar um síðustu helgi, endaði í tíunda sæti. Nánari úrslit má finna á golf.is.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira