James Hetfield talsetur heimildarþætti um dýraveiðar Orri Freyr Rúnarsson skrifar 2. júní 2014 16:17 James Hetfield, söngvari Metallica, er annar frá vinstri. nordicphotos/getty Söngvari Metallica, James Hetfield, mun talsetja nýja þætti á History Channel í Bandaríkjunum. Þættirnar kallast The Hunt og í þeim er ferðast með hóp af veiðimönnum til Alaska að veiða brúnbirni. En James Hetfield er sjálfur mikill veiðimaður. Aðeins tvisvar á ári gefst útvöldum veiðimönnum tækifæri á að veiða brúnbirni á Kodiak svæðinu í Alaska en birnirnir þar eru stærstu landrándýr á jörðinni. Á hverju ári sækja þúsundir veiðimanna um að taka þátt í veiðinni en aðeins lítill hluti fær leyfi til að veiða á svæðinu og eru gríðarstrangar reglugerðir varðandi alla veiði þar. Hver hópur fær 10 daga til að veiða birnina og er nauðsynlegt fyrir þá að vera með vanan og innfæddan leiðsögumann. En hópurinn þarf að lifa á landinu í þá 10 daga sem veiðin stendur yfir og bera allar byrgðir sjálfir. Þá þarf hópurinn að glíma við hrjóstrugt landslag, síbreytilegt veður og bráðgáfaðar skepnur þannig að mörkin á milli veiðimanns og bráðar verður oft óljós. Eins og áður segir er James Hetfield vanur veiðimaður og stökk hann á tækifærið á að talsetja þessa þáttaröð sem samanstendur af átta þáttum um veiðiferðina. Annars er það að frétta af Metallica að „Svarta platan“ með hljómsveitinni náði að rjúfa 16 milljóna múrinn í síðustu viku og var þar með fyrsta platan síðan 1991 til að seljast í yfir 16 milljónum eintaka í Bandaríkjunum. En í síðustu viku seldust 3000 eintök af plötunni og er því heildarfjöldi seldra eintaka í Bandaríkjunum 16.002.000. Þá mun hljómsveitin Metallica einnig koma fram á Glastonbury hátíðinni í sumar og er það í fyrsta skipti sem þeir spila þar. Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: Björt framtíð heimsótti þá sem eiga sér ekki mikla framtíð Harmageddon Sannleikurinn: Alltof sterkar perur niðri í héraðsdómi Harmageddon Vegakerfi úr sólarsellum er klárlega framtíðin Harmageddon Sannleikurinn: 30 prósent geta ekki lesið sér til gagns Harmageddon Fimm bestu lögin sem stappa í mann stálinu í skammdeginu Harmageddon Óvinir internetsins Harmageddon Sannleikurinn: Ögmundur segir það notalegt að vita til þess að Bandaríkin fylgist með ráðamönnum Harmageddon Prins Póló á toppi Pepsi Max lista X977 Harmageddon
Söngvari Metallica, James Hetfield, mun talsetja nýja þætti á History Channel í Bandaríkjunum. Þættirnar kallast The Hunt og í þeim er ferðast með hóp af veiðimönnum til Alaska að veiða brúnbirni. En James Hetfield er sjálfur mikill veiðimaður. Aðeins tvisvar á ári gefst útvöldum veiðimönnum tækifæri á að veiða brúnbirni á Kodiak svæðinu í Alaska en birnirnir þar eru stærstu landrándýr á jörðinni. Á hverju ári sækja þúsundir veiðimanna um að taka þátt í veiðinni en aðeins lítill hluti fær leyfi til að veiða á svæðinu og eru gríðarstrangar reglugerðir varðandi alla veiði þar. Hver hópur fær 10 daga til að veiða birnina og er nauðsynlegt fyrir þá að vera með vanan og innfæddan leiðsögumann. En hópurinn þarf að lifa á landinu í þá 10 daga sem veiðin stendur yfir og bera allar byrgðir sjálfir. Þá þarf hópurinn að glíma við hrjóstrugt landslag, síbreytilegt veður og bráðgáfaðar skepnur þannig að mörkin á milli veiðimanns og bráðar verður oft óljós. Eins og áður segir er James Hetfield vanur veiðimaður og stökk hann á tækifærið á að talsetja þessa þáttaröð sem samanstendur af átta þáttum um veiðiferðina. Annars er það að frétta af Metallica að „Svarta platan“ með hljómsveitinni náði að rjúfa 16 milljóna múrinn í síðustu viku og var þar með fyrsta platan síðan 1991 til að seljast í yfir 16 milljónum eintaka í Bandaríkjunum. En í síðustu viku seldust 3000 eintök af plötunni og er því heildarfjöldi seldra eintaka í Bandaríkjunum 16.002.000. Þá mun hljómsveitin Metallica einnig koma fram á Glastonbury hátíðinni í sumar og er það í fyrsta skipti sem þeir spila þar.
Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: Björt framtíð heimsótti þá sem eiga sér ekki mikla framtíð Harmageddon Sannleikurinn: Alltof sterkar perur niðri í héraðsdómi Harmageddon Vegakerfi úr sólarsellum er klárlega framtíðin Harmageddon Sannleikurinn: 30 prósent geta ekki lesið sér til gagns Harmageddon Fimm bestu lögin sem stappa í mann stálinu í skammdeginu Harmageddon Óvinir internetsins Harmageddon Sannleikurinn: Ögmundur segir það notalegt að vita til þess að Bandaríkin fylgist með ráðamönnum Harmageddon Prins Póló á toppi Pepsi Max lista X977 Harmageddon
Sannleikurinn: Ögmundur segir það notalegt að vita til þess að Bandaríkin fylgist með ráðamönnum Harmageddon
Sannleikurinn: Ögmundur segir það notalegt að vita til þess að Bandaríkin fylgist með ráðamönnum Harmageddon