Íslensk félög vildu ekki aðstoða við rannsókn á veðmálabraski Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. júní 2014 11:30 Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ. Vísir/Pjetur Dalvík/Reynir og Þór á Akureyri höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á ásökunum um veðmálabrask og hagræðingu úrslita leiks liðanna fyrr í vetur. Þetta kemur fram í fundargerð stjórnar KSÍ frá fundi hennar þann 11. apríl síðastliðinn en hún var nýlega birt á vef KSÍ. Þór og Dalvík/Reynir áttust við á Kjarnafæðismótinu þann 13. janúar og vann fyrrnefnda liðið öruggan sigur, 7-0.Akureyri vikublað greindi frá því síðar í mánuðinum að grunsemdir hefðu vaknað um að leikmenn Þórs hafi veðjað á úrslit leiksins á erlendri vefsíðu. Þeir hafi lagt aukalega undir ef þriggja marka sigur eða stærri ynnist. Enn fremur kom fram að þeir sem hefðu mest grætt á braskinu hafi fengið á bilinu 100-150 þúsund krónur í vasann. Þessu var alfarið neitað í yfirlýsingu sem meistaraflokkur Þórs sendi frá sér 30. janúar. Sveinn Elías Jónsson, fyrirliði Þórs, sagði áðurnefnda frétt vera heimildarlausa slúðurfrétt í yfirlýsingunni.Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, sagði í samtali við Fótbolta.net þann sama dag að óskað hefði verið eftir nánari upplýsingum frá félögum um málið. Þórir greindi svo frá því á fundi stjórnar KSÍ 11. apríl að það hefði engan árangur borið. Ætlunin hafi verið að leiða aðstoðar alþjóðlegra samtaka í rannsókninni en það hefði fallið um sjálft sig þegar félögin höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð, eins og fram kemur í yfirlýsingunni: „Framkvæmdastjóri greindi frá því að Þór og Dalvík/Reynir hefðu fengið sent bréf þar sem óskað var eftir frekari aðstoð félaganna við rannsókn á þeim ásökunum sem á leikmenn hafa verið bornar í fjölmiðlum um þátttöku þeirra í veðmáli á leik félaganna í janúar. Framkvæmdastjóri hafði leitað eftir aðstoð UEFA og SBIU í Englandi og var frekari rannsókn á málinu háð því að leikmenn og starfsmenn liðanna sem tóku þátt í umræddum leik veittu til þess skriflega heimild. Félögin höfnuðu frekari þátttöku við athugun á þessu máli og er því þar með lokið nema nýjar upplýsingar berist KSÍ,“ segir í fundargerðinni. Þór er í tíunda sæti Pepsi-deildar karla með fjögur stig eftir sex umferðir en Dalvík/Reynir er í áttunda sæti 2. deildar karla með fjögur stig eftir fjórar umferðir. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leikmenn Þórs grunaðir um að veðja á leik liðsins Fram kemur í frétt á vefsíðu Akureyri Víkurblað að upp hafa komið vísbendingar um að sumir leikmenn meistaraflokks Þórs Akureyrar hafi veðjað á leik sem þeir tóku sjálfir þátt í. Leikmennirnir eiga að hafa grætt sumir hverjir 100-150.000 krónur á veðmálinu. 29. janúar 2014 20:55 Yfirlýsing frá meistaraflokki Þórs: „Enginn okkar veðjaði á umræddan leik“ Leikmenn meistaraflokks Þórs í knattspyrnu hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af meintum veðmálum leikmanna. 30. janúar 2014 12:05 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Sjá meira
Dalvík/Reynir og Þór á Akureyri höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á ásökunum um veðmálabrask og hagræðingu úrslita leiks liðanna fyrr í vetur. Þetta kemur fram í fundargerð stjórnar KSÍ frá fundi hennar þann 11. apríl síðastliðinn en hún var nýlega birt á vef KSÍ. Þór og Dalvík/Reynir áttust við á Kjarnafæðismótinu þann 13. janúar og vann fyrrnefnda liðið öruggan sigur, 7-0.Akureyri vikublað greindi frá því síðar í mánuðinum að grunsemdir hefðu vaknað um að leikmenn Þórs hafi veðjað á úrslit leiksins á erlendri vefsíðu. Þeir hafi lagt aukalega undir ef þriggja marka sigur eða stærri ynnist. Enn fremur kom fram að þeir sem hefðu mest grætt á braskinu hafi fengið á bilinu 100-150 þúsund krónur í vasann. Þessu var alfarið neitað í yfirlýsingu sem meistaraflokkur Þórs sendi frá sér 30. janúar. Sveinn Elías Jónsson, fyrirliði Þórs, sagði áðurnefnda frétt vera heimildarlausa slúðurfrétt í yfirlýsingunni.Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, sagði í samtali við Fótbolta.net þann sama dag að óskað hefði verið eftir nánari upplýsingum frá félögum um málið. Þórir greindi svo frá því á fundi stjórnar KSÍ 11. apríl að það hefði engan árangur borið. Ætlunin hafi verið að leiða aðstoðar alþjóðlegra samtaka í rannsókninni en það hefði fallið um sjálft sig þegar félögin höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð, eins og fram kemur í yfirlýsingunni: „Framkvæmdastjóri greindi frá því að Þór og Dalvík/Reynir hefðu fengið sent bréf þar sem óskað var eftir frekari aðstoð félaganna við rannsókn á þeim ásökunum sem á leikmenn hafa verið bornar í fjölmiðlum um þátttöku þeirra í veðmáli á leik félaganna í janúar. Framkvæmdastjóri hafði leitað eftir aðstoð UEFA og SBIU í Englandi og var frekari rannsókn á málinu háð því að leikmenn og starfsmenn liðanna sem tóku þátt í umræddum leik veittu til þess skriflega heimild. Félögin höfnuðu frekari þátttöku við athugun á þessu máli og er því þar með lokið nema nýjar upplýsingar berist KSÍ,“ segir í fundargerðinni. Þór er í tíunda sæti Pepsi-deildar karla með fjögur stig eftir sex umferðir en Dalvík/Reynir er í áttunda sæti 2. deildar karla með fjögur stig eftir fjórar umferðir.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leikmenn Þórs grunaðir um að veðja á leik liðsins Fram kemur í frétt á vefsíðu Akureyri Víkurblað að upp hafa komið vísbendingar um að sumir leikmenn meistaraflokks Þórs Akureyrar hafi veðjað á leik sem þeir tóku sjálfir þátt í. Leikmennirnir eiga að hafa grætt sumir hverjir 100-150.000 krónur á veðmálinu. 29. janúar 2014 20:55 Yfirlýsing frá meistaraflokki Þórs: „Enginn okkar veðjaði á umræddan leik“ Leikmenn meistaraflokks Þórs í knattspyrnu hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af meintum veðmálum leikmanna. 30. janúar 2014 12:05 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Sjá meira
Leikmenn Þórs grunaðir um að veðja á leik liðsins Fram kemur í frétt á vefsíðu Akureyri Víkurblað að upp hafa komið vísbendingar um að sumir leikmenn meistaraflokks Þórs Akureyrar hafi veðjað á leik sem þeir tóku sjálfir þátt í. Leikmennirnir eiga að hafa grætt sumir hverjir 100-150.000 krónur á veðmálinu. 29. janúar 2014 20:55
Yfirlýsing frá meistaraflokki Þórs: „Enginn okkar veðjaði á umræddan leik“ Leikmenn meistaraflokks Þórs í knattspyrnu hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af meintum veðmálum leikmanna. 30. janúar 2014 12:05