Dalvík/Reynir neitaði beiðni KSÍ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. júní 2014 12:00 Mynd/dalviksport.is Stefán Garðar Níelsson, formaður knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis, hefur staðfest að félagið hafi ekki orðið við beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á veðmálabraski í tengslum við leik liðsins gegn Þór í janúar. „Það er rétt,“ sagði Stefán Garðar í samtali við Vísi en Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, færði til bókar á fundi stjórnar sambandsins 11. apríl að rannsókn þess á ásökunum um veðmálabrask í umræddum leik hafi ekki náð lengra þar sem umrædd félög vildu ekki veita frekari aðstoð. „Það eru nokkrar ástæður fyrir því. Við vorum til að mynda með nokkur ungmenni undir sextán ára aldri á skýrslu í þessum leik og hefðum því þurft samþykki forráðamanna til að fá þeirra undirskriftir,“ sagði Stefán Garðar. „Þegar þessi beiðni kom voru svo fjórir aðrir leikmenn farnir í önnur félög. Það var meðal annars þess vegna sem við vildum ekki fara lengra með málið.“Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, sagði að félagið hefði verið reiðubúið að halda áfram með málið. „Það er af og frá að við höfnuðum þessu. Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að aðstoða KSÍ í þessu máli,“ segir Aðalsteinn Ingi en leikmenn liðsins lágu undir ásökunum um að hafa hagrætt úrslitum leiksins í ágóðaskyni. „Leikmenn Þórs voru allir látnir skrifa undir skjal þess efnis að þeir hefðu ekki tekið þátt í neinu ólöglegu eða ósiðlegu. Þeir kvittuðu allir undir það.“ Á sínum tíma barst yfirlýsing frá meistaraflokki Þórs þar sem leikmenn báru af sér ásakanir sem birtust í Akureyri vikublaði. Aðalsteinn Ingi sagði að félagið stæði við hana. „Það veit enginn hvaða ásakanir þetta eru því engra heimilda var getið í fréttinni. Ég bað líka um upplýsingar á sínum tíma en fékk engar. Það var því lítið hægt að vinna með þetta. Ég fékk staðfestingu á því að leikmenn Þórs hafi ekki gert neitt ólöglegt og meira get ég ekki gert.“ Stefán Garðar segir að um þarfa áminningu hafi verið að ræða fyrir íslenskt knattspyrnusamfélag. Hann neitar því að félagið hafi nokkuð að fela. „Það lítur kannski þannig út en svo er ekki. Það var gott að fá þessa umræðu og ég held að allir í knattspyrnunni á Íslandi hafi haft gott af henni. Enda er það fáránlegt að það skuli vera hægt að græða fullt af pening á leik í æfingamóti í janúar á Íslandi.“ „Þetta ákveðna atvik fannst mér mjög leiðinlegt og málið var erfitt fyrir félagið. Þetta var ekki okkur til framdráttar.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslensk félög vildu ekki aðstoða við rannsókn á veðmálabraski Dalvík/Reynir og Þór á Akureyri höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á ásökunum um veðmálabrask og hagræðingu úrslita leiks liðanna fyrr í vetur. 4. júní 2014 11:30 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
Stefán Garðar Níelsson, formaður knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis, hefur staðfest að félagið hafi ekki orðið við beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á veðmálabraski í tengslum við leik liðsins gegn Þór í janúar. „Það er rétt,“ sagði Stefán Garðar í samtali við Vísi en Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, færði til bókar á fundi stjórnar sambandsins 11. apríl að rannsókn þess á ásökunum um veðmálabrask í umræddum leik hafi ekki náð lengra þar sem umrædd félög vildu ekki veita frekari aðstoð. „Það eru nokkrar ástæður fyrir því. Við vorum til að mynda með nokkur ungmenni undir sextán ára aldri á skýrslu í þessum leik og hefðum því þurft samþykki forráðamanna til að fá þeirra undirskriftir,“ sagði Stefán Garðar. „Þegar þessi beiðni kom voru svo fjórir aðrir leikmenn farnir í önnur félög. Það var meðal annars þess vegna sem við vildum ekki fara lengra með málið.“Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, sagði að félagið hefði verið reiðubúið að halda áfram með málið. „Það er af og frá að við höfnuðum þessu. Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að aðstoða KSÍ í þessu máli,“ segir Aðalsteinn Ingi en leikmenn liðsins lágu undir ásökunum um að hafa hagrætt úrslitum leiksins í ágóðaskyni. „Leikmenn Þórs voru allir látnir skrifa undir skjal þess efnis að þeir hefðu ekki tekið þátt í neinu ólöglegu eða ósiðlegu. Þeir kvittuðu allir undir það.“ Á sínum tíma barst yfirlýsing frá meistaraflokki Þórs þar sem leikmenn báru af sér ásakanir sem birtust í Akureyri vikublaði. Aðalsteinn Ingi sagði að félagið stæði við hana. „Það veit enginn hvaða ásakanir þetta eru því engra heimilda var getið í fréttinni. Ég bað líka um upplýsingar á sínum tíma en fékk engar. Það var því lítið hægt að vinna með þetta. Ég fékk staðfestingu á því að leikmenn Þórs hafi ekki gert neitt ólöglegt og meira get ég ekki gert.“ Stefán Garðar segir að um þarfa áminningu hafi verið að ræða fyrir íslenskt knattspyrnusamfélag. Hann neitar því að félagið hafi nokkuð að fela. „Það lítur kannski þannig út en svo er ekki. Það var gott að fá þessa umræðu og ég held að allir í knattspyrnunni á Íslandi hafi haft gott af henni. Enda er það fáránlegt að það skuli vera hægt að græða fullt af pening á leik í æfingamóti í janúar á Íslandi.“ „Þetta ákveðna atvik fannst mér mjög leiðinlegt og málið var erfitt fyrir félagið. Þetta var ekki okkur til framdráttar.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslensk félög vildu ekki aðstoða við rannsókn á veðmálabraski Dalvík/Reynir og Þór á Akureyri höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á ásökunum um veðmálabrask og hagræðingu úrslita leiks liðanna fyrr í vetur. 4. júní 2014 11:30 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
Íslensk félög vildu ekki aðstoða við rannsókn á veðmálabraski Dalvík/Reynir og Þór á Akureyri höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á ásökunum um veðmálabrask og hagræðingu úrslita leiks liðanna fyrr í vetur. 4. júní 2014 11:30