Í nótt mætast Los Angeles Kings og New York Rangers í úrslitum amerísku hokkídeildarinnar, NHL. Leikurinn er fyrsti leikur úrslitaeinvígisins en sigra þarf fjóra leiki til að tryggja sér hinn magnaða Stanley-Cup bikar.
Þetta verður í fyrsta sinn síðan 1981 sem lið frá stórborgunum tveimur mætast í úrslitum í einhverri af fjórum stærstu íþróttagreinum Bandaríkjanna, hokkí, hafnarbolta, körfubolta og ruðning.
Fyrir 33 árum höfðu stórborgirnar einokað úrslitaleiki í amerískum íþróttum. Síðasta einvígi þessarra tveggja stórborga var árið 1981 þegar New York Yankees mætti Los Angeles Dodgers í úrslitunum hafnarboltans þar sem Dodgers unnu öruggan sigur.
Sama ár áttust New York Rangers og Los Angeles Kings við í úrslitakeppni NHL-deildarinnar þar sem allt sauð upp úr. Verður því fróðlegt að sjá hvernig stemmingin verður á ísnum í nótt.

